Leita í fréttum mbl.is

Byggt á veikustu stórmynt veraldar: evrunni

Hvað var það sem fékk heimsmarkaðinn til að missa fullkomlega trú á Grikklandi, Írlandi og Spáni. 

Það var fyrst og fremst sú staðreynd að löndin hafa ekki lengur neina sjálfstæða mynt og enga stjórn á eigin peningamálum. Þau eru því orðin efnahagslegar nýlendur.

Í reynd og sannleika eru þessi lönd því ekki sjálfstæð ríki lengur. Það veit markaðurinn. Þess vegna bregst hann svona við. Nýlendur eru ekki góðir pappírar og verða það aldrei. Það er fullveldið sem býr til lánstraustið og trúverðugleikann.  

Löndin þessi eru því orðin ótrúverðug. Svona er að missa fullveldi sem þjóð í eigin landi. Það kostar. Í lengdina kostar missir sjálfstæðis og fullveldis þjóðirnar hina mikilvægu velmengun sem býr til velferðina handa þegnunum. Því kynntust Íslendingar í 700 ár. Þannig er að missa fullveldið. Þá er það bara fátæktin, ölmusan og ánauð sem bíður. 
 
Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna þrýstir Íslandi inn á veginn til ölmusu, fátæktar og ánauðar í Evrópusambandinu. Ég mótmæli því harðlega.  
 
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Vandinn hér hefur með hagstj. fyrst og fremst að gera, og hún batnar ekkert hókus pókus þó skipt væri um gjaldmiðil.

Írlandi, Spáni og Grikklandi - tóks öllum þrem alveg eins og okkur, að framkalla hjá sjálfum sér bóluhagkerfi. Og, ég vil halda því fram að Evran hafi spilað þar rullu.

En lágir vextir eru eingöngu góðir ef þitt hagkerfi er ekki í ástandi þenslu. Fólk virðist tala eins og að lágir vextir séu alltaf gæði í sjálfu sér. Ef þ.e. þensla hjá þér, þá magna lágir vextir hana upp.

Þ.e. einmitt þ.s. gerðist í þessum þrem löndum. Að auki eins og á Íslandi, en gengi krónunnar belgdist út i bólunni, þá hækkaði gengi Evru allan síðasta áratug og hágengi gjaldmiðils eykur kaupmátt launa.

Þ.e. einmitt það atriði, sem er önnur vítamínsprauta á eld eftirspurnar. Ef síðan þarf ofan á allt saman, eins og er algengt hérlendis, að aðilar vinnumarkaðarins eru að hækka laun reglulega - þá er það enn ein vítamínsprautan á eld eftirspurnar.

------------------

Nú, ef þú ert með eigin gjaldmiðil, þá getur þú dreift álaginu af því að halda stjórn á hagkerfinu á fleiri stjórntæki:

  • Vextir, þeir eru almennt séð einmitt gott stjórntæki til að halda aftur af eftirspurn, þ.e. þú hækkar þá ef þú þarft að bresma af eftirspurn.
  • Skattar, geta gengt svipuðu hlutverki, þ.e. þeir einnig draga peninga út úr hagkerfinu og þannig hægja á því.
  • Eyðsla eða sparnaður ríkis og sveitarfélaga, er eitt stjórntækið enn.
  • Síðan er það náttúrulega gengið.

-------------------

Ef stjórntækin virka í öfugar áttir, þ.e. vextir eru að kynda undir og þ.e. gengið líka, síðan ofan á allt þetta eru aðilar vinnumarkaðr ekki samvinnuþýðir.

Þá er aðeins eftir að skera niður og hækka skatta, ef þú ætlar að bresma hagkerfið af, áður en í óefni er komið.

Punkturinn er sá, að þú þarft miklu mun ýktari aðgerð með færri stjórntæki sérstaklega ef þau er þú stýrir ekki eru að kynda undir.

Það dregur mjög umtalsvert úr líkum þess að þér takist að halda stjórn á málum.

-------------------

Það kaldhæðnislega er að án eigin gjaldmiðils verður hagstjórn mun erfiðari en áður, en samt viðurkenna allir að Ísl. hagstj. fram að þessu hefur verið fremur léleg.

Þíðir það ekki einfaldlega að, Ísland mun endurtaka hagkerfisklúðir Grikkland, Írlands og Spánar?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.8.2010 kl. 12:04

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Einar Björn. Alveg rétt.
 
Eru allir búnir að gleyma því að sjálfstæður gjaldmiðill er stór hluti af sjálfstæði þjóða? Íslenska krónan er eitt af því sem hefur gert Ísland ríkt land. Gjaldmiðillinn OKKAR hefur yfirleitt alltaf séð til þess að Ísland komst í gegnum kreppur. Núna er krónan OKKAR að vinna þrekvirki eina ferðina enn. 

Þegar þjóðir missa gjaldmiðil sinn þá missa þær hann í praxís að eilífu. Það er ekki að fá hann aftur. Aldrei. Þetta verða menn að vita.

Þegar VIÐ höfum engan virkan seðlabanka lengur, enga virka peningastjórn lengur, ekkert stýrivaxtavald, og enga peningaútgáfu þá er Ísland að sönnu orðið efnahagsleg nýlenda aftur.
 
Hin glæsilega efnahagsþróun sem Ísland er þekkt fyrir mun hætta. Þá verður þjóðin ofurseld duttlungum ríkisvaldsins í allri efnahagsstjórnun. Allt fjármálakerfið (taugakerfi atvinnulífsins) mun flytjast á erlendar hendur eins og gerst hefur í dollaravæðingunni til dæmis í ömurleikaríkinu El Salvador. Ungt fólk mun ekki láta bjóða sér svona nýlenduþjóðfélag og flytjast á brott frá Íslandi.

Þegar VIÐ erum búin að missa gjaldmiðilinn til erlendra aðila þá er engin leið til baka fyrir OKKUR. Engin leið.

Til að ná niður verðbólgu eða ÖRVA verðbólgu í verðhjöðnunarvítahring undir stjórn erlends gjaldmiðils þá þarf að beita ríkisfjárlögum og ríkisafskiptum EINGÖNGU (fiscal policy only). Við verðum á Herrans akri með allt hvað varðar monetray policy því VIÐ höfum ENGA.

Til að örva hagvöxt, fjárfestingar og neyslu þarf að beita ríkisfjárlögum og ríkisafskiptum EINGÖNGU

Til minnka hagvöxt þarf að beita ríkisfjárlögum og ríkisafskiptum EINGÖNGU

Til að hefta neyslu þarf að beita ríkisfjárlögum og ríkisafskiptum EINGÖNGU

Til að hefta fjárfestingar þarf að beita ríkisfjárlögum og ríkisafskiptum EINGÖNGU

Reynið að geta ykkur til um þær aðgerðir í ríkisfjármálum og ríkisafskiptum sem hefði þurft að viðhafa til til að stoppa það brjálæði sem olli því öngþveiti sem Ísland er núna að glíma við afleiðingarnar af. Við skulum heldur ekki byrja að ímynda okkur að þessi staða hefði ekki komið upp undir mynt annarra. Ef sumir eruð ennþá að efast um það þá ættu viðkomandi að horfa til, Írlands, Grikklands, Spánar, Portúgals og til Bandaríkjanna og marfalda með mörgum sinnum hærri dýnamík_factor í Íslensku hagkerfi og mörgum sinnum hærri pass through virkni extreanl verðlagsbreytinga á Íslandi: niðurstaðan væri sú sama en viðreisn yrði bara mörgum sinnum erfiðari og myndi jafnvel ekki takast nokkurn tíma því við hefðum engin vopnin.

Er ekki kominn tími til að snúna aftur til raunveruleikans og hætta ímyndunarveikis-kastinu. Er ekki nóg komið?

Þeir sem eru að tala um 10 ára ERM II ferli í því ástandi sem ríkir um allan heim núna eru annaðhvort illa að sér eða vitskertir. ERM ferli myndi rústa íslensku velferðarþjóðfélagi eins og við þekkjum það. Enginn sem skilur og hefur sjálfur upplifað ERM-ferli myndi nokkurn tíma leggja svona til fyrir íslenskt þjóðfélag núna. Enginn með fullu viti. Nema ykkur fyndist gaman í 20% atvinnuleysi og félagslegum ömurleika í 10-15 ár, þ.e. í ástandi sem þið sem betur fer eruð alveg cluless um hvernig er að búa við.

Myntsamstarf við raunveruleikann er alltaf best.

Vladimir Lenin sagði -

"besta leiðin til að henda samfélagi eða samfélagsskipan úr stólnum, er að pilla við gjaldeyri þess. Því þá mun manni takast að grafa undan trú flestra á valdhöfum og á sitjandi samfélagsskipan. Þá mun manni jafnvel takast að grafa undan trú harðsvíruðustu kapítalista á markaðssamfélagi sínu". Þegar verðgildi og eignir flytjast til á tilviljunarkenndan hátt, og þar sem allir eru Birnir og Bearish, jafnvel án þess að vita af því. Allir verða spekúlantar án þess að vita af því. Og þeir munu alltaf spekúlera á móti markaðinum, á móti þeim sem eiga verðmætin. Bjarnaröld ríkir. Ísar og ísbirnir koma.
 
Lenín hræðslukast ríkir núna, menn eru tilbúin að henda öllu fyrir borð fyrir enn sjúss í viðbót. Því miður. 
 
Hagstjón án hins lífsnauðsynlega aðlögunrmekanisma (adjustment mechanism) verður einmitt hrikalega erfið. Þá er það eingöngu stóraukin ríkisafskipti sem eiga að stýra. Og allir vita að þeir sem vita minnst um hvað atvinnulífinu og þjóðinni er fyrir bestu er einmitt ríkisvaldið. Því er ekki treystandi eins og við sjáum svo vel í dag og mörg undanfarin ár.   
 
Þegar í myntbandalagið er komið 
 
Í huga Þýskalands er aðeins til einn móralskur jöfnuður við útlönd; nefnilega viðskiptahagnaður Þýskalands við umheiminn. Þeir skilja ekki og munu aldrei skila að þetta krefst þess að "hinir" séu með neikvæðan viðskiptajöfnuð sem fjármagnar viðskiptahagnað Þýskalands við umheiminn.

Reyndar má færa sterk rök fyrir því að hrikalegur uppsafnaður jákvæður ójöfnuður (imbalance) Þýskalands við umheiminn sé ein af helstu orsökum fjármálakreppu heimsins undanfarin ár.

Í læstu gengisfyrirkomulagi sem er enn meira "rigid" en gamli gullfóturinn var, hefur Þýskaland stundað massífa innvortis gengisfellingu (lækkun laun og kostnaðar) í samfleytt 12 ár. Því er ekki von annað en að fjármunir Grikkja hafi á endanum sogast inn í hinn risastóra uppsafnaða viðskiptahagnað Þýskalands allar götur frá því að Grikkland gekk í myntbandalagið. Grikkir voru í staðinn fóðraðir á neikvæðum raunstýrivöxtum allan þann tíma sem þeir hafa verið í myntbandalaginu. Þetta er ein af aðalorsökunum fyrir því hvernig málum er komið í Grikklandi.  

Í raun og sanni hefur Þýskaland með efnahagsstefnu þessa elliheimilis breytt evrusvæðinu í sinn einka-útflutningsmarkað. Enginn getur keppt við elliheimilið Þýskaland hvað varðar lágan kostnað og ömurlega léleg og lág laun. Það eina sem dugar þegar maður mætir svona hagkerfi á mörkuðum heimsins er massíf GENGISFELLING hér og nú! Það er það eina sem dugar gegn svona rányrkjustefnu.
 

Gunnar Rögnvaldsson, 23.8.2010 kl. 13:58

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. einmitt kaldhæðið að eina leiðin til að keppa innan þessa kerfis, er að lækka sig niður - ekki að Þýskalandi - heldur niður fyrir það, ef framleiðni hjá þér er lakari. Síðan verður að benchmarka Þýskaland allt tíð þaðan í frá.

Þýskaland er auðvitað búið að stórauka áhrif sín innan ESB með Evrunni, þ.s. öll ríkin er höfðu halla við Þýskaland skulda því peninga. 

Ef þú skuldar öðrum, hefur viðkomandi tak á þér, með Evrunni er ESB á leiðinni að verða pax Germanicum - þ.e. hin þýska Mitteleuropa sem Þýskaland skipulagði sér í hag á árunum milli stríða.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.8.2010 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband