Leita í fréttum mbl.is

Varðandi Seðlabanka Íslands: merkilegt en samt skiljanlegt

sedlabanki_logo2
Kröfur og væntingar almennings til Seðlabanka Íslands virðast á öllum sviðum vera margfalt meiri og strangari en kröfur og væntingar almennings voru og eru enn til Fjármálaeftirlitsins og sjálfs Forsætisráðuneytis Íslands. 

Seðlabanki Íslands er í huga Íslendinga afar mikilvæg stofnun og hlutverk hans er stór hluti af sjálfstæði og fullveldi Íslands og þjóðarinnar allrar. Sjálfstæð mynt Íslands hefur unnið kraftaverk og komið Íslandi inn í efstu sæti velmegunar og velferðar í heiminum. Án sjálfstæðrar myntar hefði þetta ekki verið hægt.

Þetta vita allir Íslendingar, innst inni. En sumir þeirra neita þó að læra að lifa með þá galla sem fylgja kostunum. 

Evrópsku viðbrögðin við feilnótum kapítalismans eru vel þekkt: kommúnismi, fasismi, nasismi, uppreisn frá miðju, sænsk leið(indi) og nú seinast hið nýja stórríki Evrópu sem er að verða fullsmíðað og sökkklárt í skipasmíðastöð Brussels. ESB-Titanic mun sigla fjórðu leið Evrópu til fjandans - og sökkva þar. 

Ef Seðlabanki Íslands væri niðri í skúffu í Frankfürt þá myndi enginn Íslendingur gera neinar kröfur til hans - og heldur ekki til skúffudeildar þeirrar sem leysir þar upp fullveldi og sjálfstæði Íslands sem annara ríkja Evrópu í þjóðslökkvivökva Evrópusambandsins. Þá væruð þið fyrst illa stödd sem vélarvana rekald á heimshöfunum. 

Mitt ráð til Íslendinga er því þetta; látið ykkur þykja vænt um Seðlabanka Íslands. Mitt ráð til íslenskra stjórnmálamanna er þetta; reynið að gera Seðlabankanum kleift að auka velvild almennings í garð þessarar mikilvægu stofnunar fullveldis okkar. Ekki þurrka af skítugum skóm ykkar yfir á Seðlabankann og ekki þröngva honum upp í horn með vanhæfni ykkar. Nánar hér; Seðlabankinn og þjóðfélagið  
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Góð ráð, en miðað við viðtalið í Stöð2 í kvöld við Má Guðm. þá er erfitt að vera bjartsýnn...

Vel að merkja...RÚV, fréttastofa Samfylkingarinnar, kom ekki með neitt um þetta athyglisverða lögfræðiálit um gengistryggðu lánin... en við hverju á maður að búast ?

Haraldur Baldursson, 7.8.2010 kl. 22:59

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Seðlabanki á að njóta virðingar og það sem frá honum kemur á að vera þannig að fjármálafyrirtæki eiga að fara eftir því umorðalaust.  Var ekki sagt að þegar Greenspan hnerraði, þá fékk bandaríska hagkerfið kvef.  Þannig á það að vera og því á bankinn sjálfur að bakka uppi minnisblað aðallögfræðings síns burt séð hvaða skoðun aðrir hafa á málinu.  Aðallögfræðingur Seðlabankans er æðsti lögfræðingur og lögspekingur fjármálakerfisins.  Már á ekki að grafa undan honum, eins og aðallögfræðingurinn sé einhver Jói úti í bæ eða nýgræðingur úr lagadeild.  Vilji Seðlabankinn virðingu, þá verður hann að byrja á því að sýna sjálfum sér og starfsmönnum sínum traust og virðingu.

Marinó G. Njálsson, 8.8.2010 kl. 17:34

3 Smámynd: Egill Helgi Lárusson

Seðlabankinn er handbendi BIS í Basel, líkt og nær allir aðrir seðlabankar í hinum vestræna heimi og Már hefur verið innanbúðarmaður þar síðan 2002. En þangað fór hann eftir að hafa hannað hina margfrægu peningamálastefnu sem átti sinn þátt í að keyra allt hér í kaf.

Heimurinn er í gíslingu alheimsbankakerfis sem stjórnast af eikahagsmunum og aðeins tvennt mun gerast (og það fyrr en margur grunar):

a) fjármálakerfið fellur saman undan eigin þunga ofurskuldugra þjóðríkja og einstaklinga eða

b) vistkerfi heimsins fellur saman undan þeim þrýstingi sem sett er á það til að halda í við sífellt vaxandi skuldabyrði hvarvetna.

Finnst fólki eðlilegt að einkaaðilar sjái um að framleiða peninga  hagkerfis í ljósi þeirrar staðreyndar að sá sem stýrir magni fjármagns í umferð stýrir um leið hagsældinni.

 www.umbot.org

Egill Helgi Lárusson, 13.8.2010 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband