Leita í fréttum mbl.is

Ragnar Arnalds hafði rétt fyrir sér

Á síðasta ári sagði Ragnar Arnalds í viðtali við endurvarpsstöð Evrópusambandsins á Íslandi, RÚV, að þeir væru ekki að standa sig. Að Ríkisútvarpið starfaði ekki í sátt og samkvæmi við rekstrarheimild þess um óhlutdrægni  - sem er tilverugrundvöllur ríkisrekins RÚV. 

Ég er meira en sammála Ragnari Arnalds. RÚV er að því komið að ýta sér sjálft út úr þeim böndum sem réttlæta ríkisrekstur. RÚV er nánast orðið einkafjölmiðill ESB á Íslandi - á kostnað þjóðarinnar.

Hverjir sem yfirmenn yfirmanna EÚV eru á Íslandi: hvað ætlið þið að gera í þessu? Af hverju er þetta orðið svona? Af hverju er þetta liðið?

Og hvernig stendur á því að 8 af hverjum 10 fréttamönnum RÚV eru rauðir? Hvernig stendur á því?


mbl.is Formaður LÍÚ: Ummæli slitin úr samhengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Kona ein sem ég þekki vel búsett í Noregi en upprunin í Úkraínu og þekkir því vel rauða pólitíkusa hefði sagt:

Katastrof, ....katastrof.

Jón Ásgeir Bjarnason, 6.8.2010 kl. 22:39

2 Smámynd: Einar Solheim

Í ljósi þess að þínar skoðanir á ESB eru að miklu leyti vitleysa byggð á hræðsluáróðri, þá er ekki furða að þér þyki RÚV ekki taka á ESB að þínu skapi. Ég held samt að áður en þú ferð að ásaka fréttamenn og yfirmenn þeirra um vanhæfni (því það er það sem þú ert að gera) ættir þú aðeins að líta í eigin barm. Er mögulegt að þú hafir rangt fyrir þér varðandi ESB? Það er a.m.k. nokkuð ljóst að það mun enginn fjölmiðill nema Morgunblaðið birta þína brengluðu heimsmynd þannig að ég er hræddur um að þú þurfir að sætta þig við að pirra þig á öðrum fjölmiðlum næstu árin.

Einar Solheim, 7.8.2010 kl. 07:36

3 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Það er ljóst að framtíðarfyrirkomulag almannaútvarps á Íslandi þarf að hugsa frá grunni. Því miður virðast allir stjórnmálaflokkar hér vera fastir í sýn 3. áratugs síðustu aldar og skorta sýn á framtíðina hvað þetta málefni varðar. Sjá hér.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 7.8.2010 kl. 09:05

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Til að svara Einari Solheim hér að ofan.

Þá eru skoðanir síðuhöfundar á fyrirbærinu ESB að stærstum hluta í samræmi við skoðanir mikils meirihluta þjóðarinnar sem er algerlega andvígur bæði ESB innlimun og einnig þessari ESB umsókn.

Gunnar hefur það fram yfir okkur flest hin bæði andstæðinga aðildar og einnig fylgjendur aðildar að hafa mjög víðtæka þekkingu á ESB og stofnunum þess og vinnubrögðum. 

En ég spyr þig þá Einar Solheim er þá ég og mikill meirihluti þjóðarinnar líka allur með "brenglaða heimsmynd" eins og þú segir, bara af því að við höfnum ESB aðild þjóðarinnar ?

Gæti ekki verið að þú þyrftir að athuga þinn gang og skoða bjálkann í þínu eigin auga áður en þú í fordómum þínum ræðst að flísinni sem þú þykist sjá í augum allra þeirra fjölmörgu sem að andvígir erum ESB aðild.

Ég hvet þig eindregið til þess að skða þessi mál betur og það fordóma laust.

Það er hárrétt sem Ragnar Arnalds sagði fyrir ári síðan og það á við enn að fréttastofa RÚV er illa hlutdræg og dregur sífellt taum ESB trúboðsins á Íslandi.

Þverbrýtur enn og aftur lög og reglur um hlutleysi og jafnræði í fréttaflutningi sínum af ESB málunum.

Gunnlaugur I., 7.8.2010 kl. 12:10

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gunnar Rögnvaldsson hefur um áraraðir búið í ESB ríki.

Finnst þér það boðlegt Einar Solheim að bera honum á brýn að skoðanir hans byggi á hræðsluáróðri?

Getur það ekki kallast hræðsluáróður þegar svo langt er gengið að spyrja hvort við Íslendingar viljum vera "einangruð þjóð?"

Hvílík einfeldni!

Ég veit ekki til þess að við höfum búið við nokkra einangrun síðastliðna hálfa öld í það minnsta.

Aftur á móti sýnist mér mörg rök hníga að því að okkur sé það mikilvægara en margt annað að útiloka okkur ekki meira en orðið er frá mörkuðum utan ESB.

Árni Gunnarsson, 7.8.2010 kl. 20:52

6 Smámynd: Einar Solheim

Árni:  Ég hef meira álit en svo á vitsmunum Gunnars en að ætla honum að skoðanir hanns byggja á hræðsluáróðri.  Ég er hins vegar á því að Gunnar beiti hræðsluáróðri til að auka andstöðu gegn ESB þar sem innganga í ESB er gegn sérhagsmunum Gunnars.  Það er nú þannig að það eru bara þrjár tegundir ESB andstæðina.  1) Sérhagsmunagæslumenn (t.d. LÍÚ og Gunnar).  2)  Íhaldsmenn sem eru hræddir við allt nýtt og eru haldnir ofsóknarbrjálæði og halda að að okkur sé sótt (getur t.d. átt við um aldraða, fúla öryrkja eins og þú lýsir þér).  3)  Fólk sem veit ekki betur (á við um þá sem kaupa hræðsluáróðurinn og/eða fylgja því sem Dabbi segir sama hvað).

Gunnlaugur: Að líta á tímabundna andstöðu við ESB sem einhverja birtingarmynd  raunverulegs meirihluta þjóðarinnar er bara  óábyrgur áróður, en býst ég nú ekki við öðru frá þér.  Verði það niðurstaða þjóðarinnar að kjósa NEI þegar samningur við ESB liggur fyrir, þá mátt þú nota það sem einhver rök í umræðunni - og þá niðurstöðu skal ég virða.  

Ég skal hins vegar taka undir að fréttaflutningur RÚV er ekki upp á marga fiska.  Fréttaflutningur þeirra gengur fyrst og fremst út á að miðla því sem íslenskir pólitíkusar og embættismenn láta út úr sér.  Væri stunduð raunveruleg fréttamennska hjá RÚV og okkur virkilega sagt fréttir frá ESB, hvernig sambandið vinnur og um hvað það snýst, þá væri andstaða við ESB mun minni.  Fáfræðin og léleg fréttamennska er því vinur ykkar ESB andstæðinga og ættuð þið því að fagna því hversu veikir fréttamiðlar eru á Íslandi.

Einar Solheim, 9.8.2010 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband