Leita í fréttum mbl.is

Leiðrétting: hrun evru-landsframleiðslu Finnlands í fyrra varð ekki 7,8% heldur varð hrunið heil 8%

Hið stóra 2009 hrun hagkerfis Finnlands undir evru og ESB.

Paradís fyrstu kynslóðar áætlunarhagkerfis Evrópu
Hin svo kallaða "finnska leið", eins og erlendir sem íslenskir blómaskreytingamenn Evrópusambandsins hafa kynnt hana á Íslandi, reyndist Finnum verri en nokkurn hafði órað fyrir. Finnland var um stund - ásamt Írlandi - kynnt á plakötum og skiltum seðlabanka Evrópusambandsins eins og undraverk á borð við Úkraínu var kynnt á póstkotum Intourist ferðaskrifstofu Sovétríkjanna. Einnig þá stóðu Aglir Helgasynir og álíka einfeldningar síðustu aldar og dáðust að skiltum og tímaritum þessum um undaverkin í litum og oft á rándýrum glanspappír. Kökuboðin breyttust því miður oft í trúarsamkomur fyrir tilstilli einfeldninganna. Þessa menn langar aftur í kökuboðin. Þeir hafa það of gott núna.   

Mynt Finnlands heitir evra og hefur engin önnur mynt reynst landinu svona hörmulega illa. Á síðasta ári hrundi því landsframleiðsla Finnlands um heil 8 prósent, samkvæmt endurskoðuðum tölum finnsku hagstofunnar. Þetta er enn verra en flestir gerðu ráð fyrir og mun verra en hrunið sem varð í landsframleiðslu Íslands sökum bankahrunsins í vanræksluvörslu Fjármálaeftirlits Íslands undir stjórn Samfylkingarinnar. Það ríkir ennþá samdráttur í landsframleiðslu Finnlands. Bæði ef mælt er á milli ársfjórðunga og miðað við sama fjórðung í fyrra.   

Uppá brúsapallinn sprettur því finnska evruhagkerfið sem efnahagsleg undanrenna ESB. Rjómanum í samfélaginu hefur verið þeytt frá. Finnska hagkerfið er rekið áfram með svo gott sem gagnslausum myntvafningi sem heldur hagkerfi Finnlands í járngreipum sem Finnar hafa alls enga stjórn á. Myntinni og peningamálum Finna er stjórnað af Þjóðverjum og Frökkum í Frankfurt og Brussel án nokkurs tillits til þarfa finnska hagkerfisins. Enda er það yfirlýstur vilji ókjörinna yfirmanna Evrópusambandsins að eyða sjálfstæðum hagkerfum og efnahagstjórn í öllum löndum Evrópusambandsins. Útflutningur Finnlands fór í klessu, innflutningur sömu leið og tekjur ríkisins stórféllu. Atvinnuleysi er að nálgast 9 prósent og hefur það verið krónískt hátt allan tímann sem landið hefur verið í ESB. Þetta er næstum algild regla fyrir öll lönd sem ganga í ESB. Eftir 29 ár í ESB verður Finnland líklega Grikkland norðursins.  

Þegar síðasta bankakreppa skall á Finnlandi árið 1991, féll landsframleiðsla Finnlands um 6 prósent það árið. Þetta varð svona slæmt því samtímis féll fyrsta kynslóð evrópskra áætlunarhagkerfa saman og ofan á alla þegnana í Sovétríkjunum nema elítuna, allar nýlendur þeirra og svo einnig ofan á Finnland, því Finnar áttu mikil viðskipti við Sovétríkin sem þeir stóðu í skugganum af. 

Árið 2009 endurtekur sagan sig. En nú bara sem enn verri, svæsnari en áður og svo að segja án íhlutunar Finna sjálfra. Það sem gerðist var að nýjasta kynslóð evrópskra áætlunarhagkerfa, Evrópusambandið sjálft, banka og myntkerfi þess, sýndi sig verandi verra og gagnslausara en ekki neitt. Evrópusambandið reyndist Finnum ennþá verra en vanræksluvarsla Fjármálaeftirlits Íslands varð undir stjórn Samfylkingarinnar á Íslandi. 

Hér ber að nefna að eini kosturinn við Samfylkinguna á meðan við erum ekki í ESB, er sá, að hægt er að losna alveg við hana á í mesta lagi fjórum árum í Alþingiskosningum sem haldnar eru á Íslandi fjórða hvert árið. Finnar geta hins vegar aldrei losnað úr Evrópusambandinu. Enginn getur losnað úr Evrópusambandinu ef einu sinni er gengið inn í það. Að ganga í Evrópusambandið er eins og að ganga í Samfylkinguna að eilífu. Aldrei er hægt að strjúka um frjálst höfuð aftur. Það er þetta sem er í "boðinu". Það er þetta sem er í "pakkanum". Samfylkingin er því að flýta sér mjög hratt núna og Vinstri grænir eru notaðir sem prímus, mótor og grænir rómenn af bæði fávisku og ógleði. 

En það sem verra varð, er það að Finnland gat ekki aðhafst neitt sér til sjálfshjálpar eins og áður. Þeir eru jú fastir í myntinni ógurlegu og fastir í Evrópusambandinu ömurlega. Þess vegna reyndist árið 2009 það langsamlega versta í hagsögu Finnlands frá árinu 1918. Myntin gagnslausa og Evrópusambandsaðildin sáu fyrir því. 

Svona mun velmegun og sjálfsbjargarviðleitni Finnlands fara því Finnland er fast í kökuboðinu. Eyðni fullveldis og lýðræðis mun smá saman gera útaf við Finnska samfélagið. Það mun því verða fátækt í framtíðinni og bíða sömu örlaga eins og hinna jaðarríkjanna sem álpuðust í hræðslukasti inn í nýjan evrópskan áætlunarbúskap sem nú heitir Evrópusambandið. Og sem er fullkomlega andlýðræðislegt fyrirbæri eins og Sovétríkin voru alltaf og alveg eins og Evrópusambandið hefur verið og verður alltaf. Því ber að farga og eyða áður en það sjálft eyðir gömlu Evrópu á ný.
 
Alltaf er best að halda sig frá svona evrópskum ömurleikakerfum. Best er að halda fast við fullveldið og sjálfstæðið. Það kostar oft líf þjóða að glata þessum tveim dýrgripum.
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband