Mánudagur, 14. júní 2010
Verða bankastjórar seðlabanka Evrópusambandsins ekki örugglega reknir?
Innskot um frétt af mbl.is: "Vandinn rakinn til fyrri styrks evrunnar"
Birtist fyrst þann 21. janúar 2010 á amx
Evrulöndin eru að endurtaka mistökin frá 1930 með næstum óaðfinnanlegri nákvæmni. Hagfræðingurinn Paul De Grauwe sagði í grein í Financial Times að peningayfirvöld evrusvæðis hafi og séu ennþá að endurtaka þau mistök sem hin svo kölluðu gullblokkarlönd Evrópu gerðu í stóru kreppunni 1930 (Frakkland, Ítalía, Belgía, Holland og Sviss). Þessi lönd héldu þá fast í það að binda gengi gjaldmiðla sinna við verðið á gulli. Á sama tíma hættu bæði Bretland og Bandaríkin bindingu punds og dals við gull og létu gengi mynta sinna falla. Myntir landanna í gullblokkinni urðu þá mjög of hátt metnar og framlengdu þessi lönd þannig kreppunni með eigin aðgerðum, eða réttara sagt, með aðgerðaleysi sínu. Það sama er að gerast í dag.
Gengi breska pundsins gagnvart evru er nú fallið hátt í 30%. Frá því í október 2008 hefur gengi Bandaríkjadals einnig fallið hátt í 20% gangvart evru, eftir að það styrktist skömmu fyrir upphaf kreppunnar. Þau 16 lönd sem binda sig saman í einni mynt sem nefnist evra, hafa verið og eru enn að endurtaka nákvæmlega þessi sömu mistök gömlu gullblokkarlandanna núna. Gengi evru er nú 20-30% of hátt fyrir meðaltal evrulanda.
Seinustu daga hefur þó gengi Bandaríkjadals gagnvart evru styrkst aðeins aftur. Að mestu vegna vandamála fjármála þess ríkis myntbandalags Evrópusambandsins sem nefnist Grikkland. Markaðurinn heldur nú um stundir að myntbandalagið sé að byrja að tvístrast. Enginn veit ennþá hvernig erfið málefni ríkisfjármála Grikklands munu fara. Bandaríkjadalur en enn álitinn vera örugg höfn á viðsjárverðum tímum.
Af hverju endurtaka peningayfirvöld á evrusvæði þessi mistök forfeðra sinna? Af hverju endurtekur seðlabanki Evrópusambandsins þessi mistök? Jú, segir Paul, þetta er rétttrúarlegs eðlis. Orsökin er peningastefnulegur rétttrúnaður seðlabanka Evrópusambandsins. Evrópski seðlabankinn (ECB) trúir því að aðilar á gjaldeyrismörkuðum séu þeir einu réttu sem stjórna eigi verðmyndun evru gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Alveg eins og verðið á gulli í gamla daga stjórnaði gengi mynta þessara landa. Seðlabanki Evrópusambandsins trúir ekki á að gengi gjaldmiðilsins eigi að þjóna hagkerfinu með því að fylgja peningastefnu sem er hagstæð grundvallar þörfum myntsvæðisins, þ.e. atvinnu, atvinnusköpun og hagvexti. Hann trúir einungis því að eina hlutverk seðlabankans sé að stuðla að stöðugu verðlagi í löndunum myntbandalagsins. Enda er það hið eina opinbera og skjalfesta markmið seðlabanka Evrópusambandsins.
Þetta getur varla verið öðruvísi á meðan lönd evrusvæði eru ekki runnin saman í eitt stórríki með sameiginlegum sköttum og ríkisfjárlögum. Svo hér er auðvitað um peningastefnulega málamiðlun að ræða sökum meðfædds ófullkomleika myntbandalagsins. Annars hefði ESB aldrei tekist að selja evruhugmyndina til svona margra landa Evrópusambandsins. Núverandi kreppa, sem muna vara mörg næstu árin á evrusvæði, mun svo verða notuð til að þvinga lönd evrusvæðis út í enn meiri samruna með þeim rökum að ekki sé um annað að ræða. Að öðrum kosti eigi myntbandalagið á hættu að leysast upp eða tvístrast. Þau rök verða líka notuð að ekki verði hægt að tryggja þann lífsnauðsynlega hagvöxt sem er það eina sem getur forðað evrusvæðinu frá því að enda sem ríki fullkominnar stöðnunar með æ meiri fátækt og örbyrgð þegar fram sækir.
Evrópski seðlabankinn, segir Paul De Grauwe, er aðeins hálfdrættingur á við seðlabanka Bandaríkjanna og Bretlands þegar að efnahaglegri umhyggju fyrir afkomu íbúa hagkerfanna kemur. Þetta sést á því peningamangi sem seðlabankarnir hafa dælt út í hagkerfin í kreppunni með ýmsum hætti. Seðlabankar Bandaríkjanna og Bretlands hafa tvöfaldað efnahagsreikninga sína á meðan seðlabanki Evrópusambandsins hefur aðeins bætt 50% meira fjármangi við bækur bankans. Paul De Grauwe hefur áður harðlega gagnrýnt seðlabanka Evrópusambandsins fyrir að hafa leyft myntinni evru að hækka um 100% gagnvart Bandaríkjadal á aðeins nokkrum árum.
Í venjulegu árferði er óskemmtilegt að eiga svona mikið undir peningastefnulegum rétttrúarbrögðum komið. En ennþá meira óskemmtilegt er þetta þó fyrir þau evrulönd sem standa mjög illa í kreppunni núna. Hvort sem þeim líkar betur eða verr, standa þau núna öll með sömu þýsk/frönsku evruna sem sennilega er 50-70% of hátt metin miðað við þeirra eigin efnahag. Þessi lönd eru til dæmis Írland, Spánn, Ítalía, Grikkland, Portúgal, Lettland og Litháen.
Malbikaðir skrúðgarðar evrusvæðis
Er von til þess að út úr þessu myntsamstarfi geti komið eitthvað annað en malbikaður skrúðgarður fyrir hrörlegt fjölbýlishús sem þolir ekki að gengið sé á grasinu í garði þess? Samstarf þar sem allir íbúar verða að samþykkja málamiðlun drossíueigenda inn í hið óendanlega. Væntingar þeirra sem boða til húsfélagsfundar á evrusvæði eru þær að hægt sé að prýða sameiginlega garðinn með grænu grasi og blómum. En þegar fundi er slitið er niðurstaðan nær alltaf sú að einungis er hægt að velja á milli svarts malbiks eða grænnar málningar - og aldrei hvoru tveggja.
Við skulum ekkert minnast á stýrivaxtahækkun seðlabanka Evrópusambandsins tíu mínútur í algert hrun haustið 2008. Já, stýrivaxtahækkun þann 9. júlí 2008 þegar kjarnaverðbólga evrusvæðis sagði bankanum að engin hætta væri á ferðum. En þá hækkaði bankinn auðvitað stýrivexti í 15 löndum á einum og sama deginum og alveg án tillits til efnahaglegra þarfa flestra landanna. Sú ákvörðun var líka byggð á peningalegum rétttrúnaði og mun fara inn í sögubækurnar sem ein heimskulegasta stýrivaxtaákvörðun efnahagssögunnar. Við skulum heldur ekkert minnast á þau lönd sem bankinn fóðraði á endalausu lausafé á neikvæðum raunstýrivöxtum árum saman. Efnahagur þessara landa er nú sprunginn í tætlur. Aðallega sökum innbyggðrar kerfislægrar bólumyndunarviðleitni stjórnenda seðlabanka Evrópusambandsins, samkvæmt tilskipun.
Sagan talar ekki máli seðlabanka Evrópusambandsins. Þessi seðlabanki Evrópusambandsins er líklega verri en enginn. Auðveldlega væri hægt að komast af með nokkra starfsmenn myntslátturáðs og símsvara í stað hins mannlega herafla þessa seðlabanka. Útkoman yrði að minnsta kosti ekki verri hagvaxtarlega séð. Nógu slæm er hún nú þegar því hinum lélega hagvexti á evrusvæði síðastliðin 10-20 ár getur ekkert myntsvæði innan landa OECD slegið út, nema hið eina og fullkomlega staðnaða öldrunarhagkerfi Japans á barmi gjaldþrots. Ef seðlabanki Evrópusambandsins væri nútíma seðlabanki sjálfstæðs ríkis, væru stjórnendur hans allir komnir frekar illa haldnir út á gangstétt - og auðvitað miklu lengra ef um Ísland væri að ræða.
Tengt efni:
Grein Paul De Grauwe í Financial Times þann 4. september 2008 - um 100% hækkun evru gegn dollar: The Bank must act to end the euros wild rise
Fyrri færsla
Vandinn rakinn til fyrri styrks evrunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.11.): 6
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 132
- Frá upphafi: 1387350
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 91
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.