Laugardagur, 8. maí 2010
29 ár í ESB komu Grikklandi í þrot
Mynd; nettó jöfnuður Grikklands við ESB; Money Go Round
Endurreisn þýska Weimarlýðveldisins í allri Evrópu?
Eins og lesendur hafa eflaust heyrt og séð, er ekki allt vel á myntsvæði seðlabanka Evrópusambandsins, ECB. Nokkur lönd myntsvæðisins eru nefnilega á leið í ríkisgjaldþrot. Eitt land á myntsvæði seðlabankans er í raun þegar orðið de facto gjaldþrota. Það á ekki peninga fyrir næsta gjalddaga afborgana ríkislána eftir tvær vikur.
Landið getur ekki lengur tekið neina peninga að láni því hinn alþjóðlegi fjármálaheimur treystir ekki á að ríkissjóður landsins geti greitt þá til baka. Frá áramótum hefur allt bankakerfi landsins einnig verið lokað frá lánakerfi millibankamarkaða heimsins. Umheimurinn treystir ekki lengur á bankakerfi landsins því sá ríkissjóður sem að hluta til hefur gengist í ábyrgð fyrir skuldbindingum bankanna, er sjálfur á leið í ríkisgjaldþrot. Þetta land er í myntbandalagi Evrópusambandsins og mynt þess heitir evra
Greek and Portuguese banks cannot borrow in the international money markets, while weaker European banks are also struggling to raise money as fears of counterparty risk have grown sharply
Þetta land heitir Grikkland. Í gær var ákveðið að reyna að bjarga evrulandinu Grikklandi. Bjarga því frá stjórnlausu ríkisgjaldþroti, hvorki meira né minna. Önnur ríki evrusvæðis og Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn hafa ákveðið að reyna að koma í veg fyrir stjórnlaust ríkisgjaldþrot Grikklands svo greiðslufallið taki ekki stóran hluta af bankakerfi evrusvæðis með sér í fallinu. Þessir aðilar ætla að reyna að skrapa saman peninga hjá skattgreiðendum í ríkjum sínum og senda þá til Grikklands og þá mun landið skulda 140 prósent af landsframleiðslu sinni á eftir. Það á ekki fyrir vöxtunum.
Írland á líka að senda peninga til Grikklands. Ríkissjóður Írlands hefur skrifað upp á aðeins 600% af landsframleiðslu Íra. Þessi uppáskrift reynir að tryggja skuldbindingar bankakerfis Írlands. Tryggja að evrubankakerfi landsins falli ekki.
Even French and German banks have faced problems raising money because of their exposure to Greek sovereign debt. Barclays Capital estimates French and German banks hold almost 40bn in Greek bonds.
Til að byrja með á að skera rekstrarkostnað rúmlega heils heilbrigðiskerfis burt. Það er það sem er á áætlun ESB og AGS í Grikklandi á næstu þremur árum. Margt fleira á einnig að gera og skera. Kanslari Þýskalands segir að þetta sé hvatning til annarra ESB-landa í miklum vandræðum. Hvatning um að koma sér strax upp á skurðarborð ríkisfjármála.
Heilbrigðiskerfi Grikklands kostar árlega það sama í rekstri og hið íslenska, eða um það bil 9,1 prósentustig af landsframleiðslu. Grikkland á að skera útgjöld ríkisins niður um 10-12 prósentustig á næstu þremur árum. Hvað gerðist eiginlega? Af hverju er þetta svona í Grikklandi?
Sagan er svona: Þann fyrsta janúar árið 1981 gekk Grikkland í Efnahagsbandalag Evrópu sem síðan breytti sér sjálft í Evrópusambandið árið 1993. Það eru því liðin heil 29 ár síðan landið gekk í þennan félagsskap sem svo margir hafa sagt að sé svo góður fyrir lönd Evrópu. Á þessu tímabili hafa hin ríkari lönd ESB - og sem nú eru að verða fátækari og fátækari - dælt hvorki meira né minna en 86,4 miljörðum evra í Grikkland. Næstum allir þessir fjármunir hafa komið frá þýskum skattgreiðendum og atvinnulífi.
Greek banks have been shut out of the money markets since the start of the year, but in recent weeks this has spread to Portugal. German, French and Spanish banks have had to pay higher premiums for short-term debt. There is a reluctance to lend to Spanish banks because, like Greece and Portugal, it is a peripheral eurozone economy with high debt; FT
Þetta er aðeins minna en Spánn hefur kostað, þ.e. 90 miljarða evrur. En Spánn glímir einnig við stórkostlegan vanda. Bæði hvað varðar samkeppnishæfni landsins og ríkisfjármál. Þar er atvinnuleysi tæplega 20 prósent núna og 42 prósent hjá ungu fólki.
Ástandið mun einungis verða miklu verra frá og með nú, því þegar 30-40 prósent af evrusvæði er þvingað til mikils niðurskurðar, þá mun það ekki hafa nein góð áhrif á útflutning til þessara landa því þau munu auðvitað kaupa miklu minna af hinum löndunum fyrir vikið. Um það bil 70-78 prósent af útflutningi landa evrusvæðis fer til annarra landa svæðisins.
Mín skoðun er sú að Evrópusambandið hafi eyðilagt Grikkland. Að ganga í Evrópusambandið eyðileggur lönd. Það ætti öllum að vera ljóst nú.
Hluti peninga AGS og ESB eiga að fara í það að byggja "betra land" og "betri stofnanir" í Grikklandi, sögðu talsmenn. Loksins eftir 28 ár í faðmi ESB! En hvað fóru þá hinar fyrstu 86 þúsund milljónir evra í? Fóru þær kannski í það að gera Grikkland gjaldþrota? Eins og sum Afríkuríki sem fá gratís rusl frá Evrópu sent til sín í gámum. Innviðir landa eru eyðilagðir. Hver getur keppt við ókeypis vörur frá útlöndum? Vissulega ekki nein innlensk fyrirtæki í neinu landi.
Þetta eru válegir tímar. Brussel aðhafðist ekki neitt og gerir ekki neitt. Það svaf værum svefni á meðan evrusvæðið sigldi lönd þess í kaf. Það er hins vegar markaðurinn sem þvingar fram viðbrögðin. Markaðurinn virkar. ESB vikrar ekki. Myntbandalagið er frá og með nú ennþá gagnslausara en það var. Markaðurinn mun ekki taka mark á evrum aftur. Ástandið á evrusvæði og í ESB á eftir að verða aldeilis voðalegt næstu mörg árin! Mörg ný Weimarlýðveldi verða til í ESB þrátt fyrir seinkun ríkisgjaldþrots Grikklands um 2-3 ár - eins og gerðist í tilfelli Argentínu þegar gengi þess var bundið fast.
Svona er að hafa ekkert gengi
Fyrri færsla
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:05 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 167
- Frá upphafi: 1390762
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Frábær grein hjá þér, ég er þess handviss að Evrópa og samband ríkja þess liðast sundur innan nokkurra ára!
Guðmundur Júlíusson, 8.5.2010 kl. 20:30
Það er eins og þetta ESB lið sé algerlega ófært um að greina hvot kemur á undan eggið eða hænan.
Ég var að lesa grein eftir Þorstein Pálsson á Eyjunni Þar sem hann virðist komast að þeirri niðurstöðu að Grikkir hafi gengi í ESB til þess að setja sjálfa sig á hausinn og eyðileggja evruna. ??
Guðmundur Jónsson, 9.5.2010 kl. 09:36
Takk fyrir
Ég held að það sé óhætt að segja það núna að Þorsteinn Pálsson sé kominn fyrir fullt og yfir í dínósárusdeildina - og jafnframt staðfest að hann sé orðinn algerlega clueless eða jafnvel kalkaður.
Þetta hlýst af því að senda mállausa menn til útlanda sem sendiherra sem lifa í lokuðum poka í sendiráðum sínum og þekkja ekkert til mála í því landi sem þeir eru sendiherrar í. Núna langar sumum þeirra í föst laun á ruslahaugum Brussel sem er endastöð fyrir fyrrverandi fyrrverandi fyrrverandi.
Vandamál Grikkja og þeirra landa sem eru að kikna inni í evru núna eru þau að röng peningastefna seðlabanka Brussel hefur eyðilagt hagkerfi þeirra innanfrá. Svona myndi þetta fara ef Ísland gengi í ESB. Þessi lönd eru nú komin á endastöð evrunnar: á ruslahauga ESB.
Það er engin algild heilög-sannleiks-ástæða til að ætla að verðbólga yrði svo miklu lægri á Íslandi ef við værum með evru undir stjórn þýskra hljómsveitarstjóra ECB í Frankfürt. Þetta sjáum við í dag. Þetta er veðmál sem enginn ætti að taka. Ég handviss um að verðbólgan yðri ekki svo mikið lægri, því Ísland er svo gersamlega ólíkt flestum löndum ESB og sérstaklega löndum evrusvæðis.
Hvergi í Evrópu hefur neitt land byggst eins hratt upp og Ísland, og hvergi hefur neitt höfuðborgarsvæði vaxið eins hratt og Reykjavíkursvæðið. Ísland þolir ekki gjaldmiðil evrópska elliheimilsins.
En ef Ísland væri með evru sem gjaldmiðil þá er ég 100% viss um að Ísland myndi mjög hratt verðleggja sig út úr myntbandalaginu og reyndar heiminum öllum - og hætta að geta selt svo mikið sem einn sporð af fisk til útlanda sökum innri verðbólgu sem ekki væri lengur hægt að lagfæra í gegnum gengið.
Hér er ekki um að ræða 77 Möltu sardínur í $28 dós á mann eða 2000 tonn á ári. Hér er um að ræða 1,3 milljón tonn á hverju ári. Þetta eru þeir fjármunir sem notaðir eru til að byggja restina af íslenska hagkerfinu með. Grunnur efnahagslegrar tilveru Íslendinga.
Fiskveiðar eru Íslendingum mörgum mörgum sinnum meira virði en iðnaðarframleiðslan er fyrir Þjóðverjum. Þessu eru margir búnir að gleyma. Búnir að gleyma hvaðan peningarnir koma, þeir nefnilega hafa haft það svo gott í svo langan tíma; þökk sé sjávarútvegi Íslands sem skaffaði þeim peningana til að byggja restina af hagkerfinu upp með. Gullforði Íslendinga.
Þegar gengi Íslands væri farið til Þýskalands yrði eina leiðin til að nýta landhelgi og auðæfi sjávar Íslands sú að láta útlendinga um að veiða fiskinn okkar. Þeir einir gætu keppt á mörkuðunum með því að borga lág laun, lítinn kostnað, miklu lægri skatta og með því að sigla um í ryðhrúgudöllum. Öðru nafni: þrælakistum. Þetta yrði ekki skínandi falleg útgerð, heldur þrælakista.
Þá myndu Íslendingar þurfa að flytja inn fisk sér til matar. Einungis vegna ógæfulegrar útópíu vissra kjána stjórnmálamanna og hagsmunasamtaka sem myndi banna Íslendingum að fella gengið, því þá væri ekki lengur til neitt gengi sem hægt væri að fella. Það væri nefnilega horfið. Horfið um alla eilífð til Þýskalands og kæmi aldrei þaðan aftur.
Það er því virkilega mikið í húfi hér fyrir okkar góða land og okkur þjóðina. Mjög mikið í húfi. Sjálf tilvera þjóðarinnar er hér í húfi.
Var það þetta sem árið 1944 snérist um? Snérist það um afsal á framtíð fyrir Ísland? Afsal á nýfengnu fullveldi Íslands? Það er ekki svo langt síðan 1944 var dagurinn í dag. Margir muna þann dag mjög vel ennþá.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 9.5.2010 kl. 10:22
Stenst ekki freistinguna að þakka þér lesninguna.
Það hefur sést til bolabítsins Barroso þar sem hann rótar yfir skítinn. Það liggur stór skítahaugur á jörðinni eins og evrumerki í laginu. En Barroso vill ekki snerta kúkin. Hann rótar og rótar. Hann er of langt í burtu og rótar í vitlausa átt.
Heimurinn tekur ekki eftir því, en trúir því í augnablik að skítalyktin hverfi þegar hann horfir í hróðug augu bolabítsins Barroso sem segist hafa unnið vel.
...Ætli þetta takist ekki þar til næsti maður rennur á rassinn í skítahrúgunni.
En meðal annarra orða! Hvað er þetta lið á margföldum seðlabankalaunum að gera þegar allt í einu er hvíslað; Heyrðu, ...fyrirgefðu... gríska ríkið er að fara á hausin eftir MÁNUÐ!
Á einhver eftir að verða rekin?
Á einhver eftir að verða kosin í burtu?
Mikið lifandi skelfing er það gott að þetta fólk ræður ekki enn yfir Íslandi.
Jón Ásgeir Bjarnason, 9.5.2010 kl. 11:50
Góður pistill, Gunnar. Ógnvekjandi er hugsunin um hina fáráðu ofbeldis-umsókn Jóhönnu þarna inn gegn um 70% landsmanna. Og verður að dragast til baka ekki seinn en núna.
Elle_, 9.5.2010 kl. 12:20
Ég bendi á mína eigin grein:
Greining Þorsteins Pálssonar er röng, - vandi Evrópuríkja við Miðjarðarhaf, stafar af því að fyrir þau hagkerfi, er Evran of hátt skráð!
Kv
Einar Björn Bjarnason, 9.5.2010 kl. 13:35
Takk fyrir
Já Einar Björn, þetta er hárrétt. Þó er um miklu meiri skaða á hagkerfum þeirra að ræða en bara allt allt of hátt gengi. Þau hafa sofið í 11 ár. Þau skilja sig ennþá meira frá kjarnalöndum evrusvæðis en þau gerðu áður en þau gengu í myntbandalagið.
Það var þetta sem myntbandalagið átti að lagfæra, því var logið að okkur hér í ESB til að selja okkur evruhugmyndina á sínum tíma. Hún átti að samræma hagkerfin. En árangurinn er algerlega hið gagnstæða. Evran hefur sundarð þeim.
Nú er myntin að liðast í sundur því þeytivinduafl markaðanna er svo hrikalegt. Eftir sitja þegnarnir með sársaukann og enga framtíð. Löndin eru nú komin í hundana og það er verk Samfylkingarelítu Evrópu.
Gunnar Rögnvaldsson, 9.5.2010 kl. 13:51
Lygavefur Evrulanda
- þau lugu öll að umheiminum og að fjárfestum. Öll 11 árin. Þau eru ennþá að læða leiðréttunum (földu tapi ríkissjóðs og skuldum) inn í þjóðhagsreikninga sína. ENNÞÁ !!
Europeans are blaming financial transactions arranged by Wall Street for bringing Greece to the brink of needing a bailout. But a close look at the country's finances over the nearly 10 years since it adopted the euro shows not only that Greece was the principal author of its debt problems, but also that fellow European governments repeatedly turned a blind eye to its flouting of rules.
Though the European Commission and the U.S. Federal Reserve are examining a controversial 2001 swap arranged with Goldman Sachs Group Inc., Greece's own budget moves, in clear breach of European Union rules, dwarfed the effect of such deals.
The lax attitude to fiscal rules began early. Eager to get the euro in place in the late 1990s, EU leaders decided 1997 would be the key year. If everyone could meet the targets for that year, the currency could be launched.
The 60% debt goal was simply out of reach—Belgium, for instance, had debt equaling 131% of GDP in 1995. The countries agreed excess debt was acceptable, so long as it appeared to be shrinking. (The euro zone as a whole has never met the 60% debt limit.)
Instead, Europe tried to stand firm on the annual deficits. That triggered a busy year of one-off boosts to government coffers. Countries sold mobile-phone spectrum licenses. France got a payment of more than €5 billion for assuming future pension obligations from the soon-to-be-privatized France Télécom. Germany tried, but failed, to revalue its gold reserves.
Buoyed by these maneuvers—and helped by the tech boom—11 of the 12 countries made the 3% goal for 1997. With much fanfare, the euro was born as the clock ticked from 1998 to 1999, though notes and coins didn't begin circulating for another three years.
With much less fanfare, countries later revised their numbers: Of the original 11 entrants that qualified on the basis of their 1997 data, three—Spain, France and Portugal—later revised their 1997 deficit figures to above 3%. France's budget revision, to 3.3%, wasn't made until 2007.
Greece didn't make the first wave. Its 4.0% deficit in 1997 missed by too much. Even then, technocrats doubted Greek statistics. But in late 1999, eager to keep the euro zone on track, the EU overlooked those concerns. The figures for 1998 appeared better, and European governments agreed that Greece had met the fiscal goals.
They cited a cut in its deficit to 2.5% of GDP in 1998 and a projection of 1.9% for 1999, and saluted Greece for reducing its debt. "The deficit was below the Treaty reference value in 1998 and is expected to remain so in 1999 and decline further in the medium term," the governments proclaimed in December 1999.
None of that turned out to be true. In March 2000, Eurostat said a new accounting standard pushed Greece's 1998 deficit up to 3.2%. Later, in a 2004 report, Eurostat added nearly €2 billion to the original 1998 deficit—largely because Greece had wrongly deemed subsidies to state entities as equity purchases, a device Portugal would later use. In the end, the 1998 figure stood at 4.3%, well above the euro-zone entry criterion.
It got worse. Eurostat found that Greece barely recorded any expenditure on military equipment for years, routinely overestimated tax collections, didn't record hospital costs in the state health system and counted EU subsidies to private entities in Greece as government revenue.
In the face of an economic downturn, others joined the Greeks. France and Germany breached the deficit limit in 2002, 2003 and 2004, setting the example that even the bloc's economic powerhouses didn't have to play by the rules. In 2003, the Netherlands and Italy did too. "When Germany and France got into difficulty, there was not a strong reaction from the European Union," says Jean-Luc Dehaene, a former Belgian prime minister. Finance ministers decided on the response, and "they tend to make a political decision," he says.
Of the 12 early members of the euro, all but Belgium, Luxembourg and Finland have overrun the budget rule at least once. Finally, under political pressure, the norms were softened in 2005 to allow the deficit limit to be breached in an economic downturn.
That was after the tragicomic tale of Greece's 2003 deficit. In March 2004, Greece reported that its 2003 deficit had been €2.6 billion, or 1.7% of GDP. Eurostat put in a footnote calling the figure "provisional," but it was still well below the euro-zone average of 2.7%.
Any Greek celebration was short-lived. Two months later, under pressure from Eurostat, Greece put out new figures. The 2003 deficit was now 3.2%, thanks in part to overestimated tax receipts and EU subsidies. Four months after that, it was up to 4.6%: Greece had failed to include some military expenses, overestimated a social-security surplus, and low-balled its interest expenses. Another revision in March 2005 kicked it up to 5.2%. Later that year, it became 5.7%. What had been reported 18 months earlier as an €2.6 billion deficit was now €8.8 billion.
In short, says Vassilis Monastiriotis of the London School of Economics, Greece "failed to internalize the logic of the euro zone—which is fiscal discipline."
Wall Street Journal: Europe's Original Sin
Gunnar Rögnvaldsson, 9.5.2010 kl. 14:33
Aðeins Finnar virðast vera undanskildir.
Við teljum ekki Lúxemburg með því allar hagtölur frá Lúxemburg eru lygar, blöff og feluleikur.
Gunnar Rögnvaldsson, 9.5.2010 kl. 14:41
Þetta er rétt, þegar samingar um Evruna áttu sér stað, þá áttu sér stað, mikil hrossakaup. En, nokkur fj. lykilríkja, sem stóðust í reynd skilirðin, vildu samt inn og voru tilbúin til, að koma í veg fyrir stofnun Evrunnar.
Svo þ.s. átti sér stað, var "fudge" þ.e. ríkjum var hleypt inn, án þess að þau stæðust skilyrðin.
Þetta var að sjálfsögðu fordæmið, sem Samfylkingin var að horfa á, þegar stofnað var til núverandi ríkisstjórnar, þegar hún talaði svo fjálglega um að taka upp Evru innan skamms.
En, þ.e. einn grundvallar munur á, þ.e. að þau ríki sem voru stofnaðilar voru öll meðlimir að ESB á þeim tíma, og því í aðstöðu til að hindra stofnun Evrunnar. Það skapaði þeim, dálitið öflugari samingsaðstöðu, en ríki sem enn er ekki komið með aðild.
Síðan, hefur reglunum verið fylgt verulega strangar fram, fyrir þau ríki sem hafa tekið upp Evru síðar.
---------------------------
Ég hef aldrei vonast eftir hruni Evrunnar, en eins og komið er, virðist sú útkoma líklegri en ekki.
Næsta vika, mun sennilega leiða fram, hvað verður.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.5.2010 kl. 19:22
En heyrist of lítið í andstæðingum ESB hér á landi, kanski þeir séu "þaggaðir" niður á prennti. Almenningur er ekki almennt mjög meðvitaður um galla ESB og evru. Alltof margir "almennir" borgarar líta en svo á að krónan sé okkar skaðvaldur og allt bjargist ef við tökum upp annan gjaldmiðil, t.d. evru, fólk virðist ekki skilja fréttaflutningin varðandi Grikkland og ESB, reyndar skilur það fréttaflutninginn eins og hann er fluttur í fjölmiðlum, þ.e.a.s "ESB er svo gott að það ætlar að hjálpa grikkjunum upp úr þeirri skuldasúpu og spillingu sem þeir hafa stofnað til sjálfir" (þeir eiga að hafa farið svo illa með peningana sem ESB hefur fært þeim á silfurfati og þar að auki logið að ESB-ráðinu, þangað til að allt komst upp allt í einu) og grikkjum er líkt við íslendinga hvað stjórnarfar snertir,þeirra kreppa sé lík að stærð og okkar, en munurinn hjá grikkjum er að þeir hafa "ESB" á bak við sig og þeim verður hjálpað, en ekki íslendingum með sína "krónu" ( svo á almennigur að bíða frekari fréttaflutnings og haleljúa fyrir ESB sem hjálpa hinum vonlausu grikkjum uppúr skítnum )
Lára Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 23:35
Fjárfestingabanki Evrópu er í 50% eign höfunda EU Frakka og þjóðverja. Plantað niður í Luxemburg. Í lögum um hann kemur fram vilji eiganda að hann greiði aldrei út hagnað til eiganda. Höfundarnir mun án efa mjólka og fóðra sínar kýr næstu öldina. Hinsvegar tel ég UK sem ekki á hlut í Evrópska Fjárferstingarbankanum eða hirðir hludeildar hagnað af evru sölu, er ekki í með í Seðlabankakerfi EU, mun slíta sig úr innan 10 ára og vegna þess að USA skilur þá best. Enda eiga þeir sameiginlega hagsmuni í heimamörkuðum utan EU frá fornu fari. Ætli Ísland fylgi ekki nýju nýlendu herrunum.
Hinvegar hefðu ríkistjórnir flestra Meðlima-Ríkja Frakka og Þjóðverja vera kallaðar leppstjórnir fyrir hundrað árum.
Höfuðborgin hér byggðist hratt upp fyrir evrur í kjölfar lánafyrirgreiðslna EES og örugglega í réttu hlutfalli við tolla á útflutning til EU. Hér varð lítil sem engin uppbygging í tækni og fullvinnslu fyrirtækum á heimamarkaði. Grunnur allra hluthafa fjármálgeira sem standa undir sér til langframa. Seðlabanki EU er búin að stýra öllum krónu kaupum frá Íslandi síðan 1994. Til þess að gera það kleift var gengið látið fljóta.
Júlíus Björnsson, 10.5.2010 kl. 03:38
Útvíkkunarstefna EU er ekkert leyndarmál. Spurning er hversvegna er aldrei rætt opinberlega um hvernig slík úttvíkkun fer fram.
Júlíus Björnsson, 10.5.2010 kl. 03:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.