Leita í fréttum mbl.is

ER þetta það sem koma skal?

 
Vaxtakostnaður - skuldatryggingar
Krona’s Anti-Euro Appeal Makes Sweden the Best Bet 
 
Er engin vörn né gagn í myntbandalagi Evrópusambandsins? Hvernig gat þetta gerst!

Um daginn var tilkynnt að það væri ódýrara að tryggja sænskar ríkisskuldir gegn greiðslufalli en þýskar ríkisskuldir. Ergo; markaðurinn segir að það sé betra að vera sænsk ríkisskuld í sænskum krónum en ríkisskuld allra landa í myntbandalagi Evrópusambandsins. Hvernig gat þetta gerst!

Þar áður var tilkynnt að ódýrara væri að tryggja danskar ríkisskuldir gegn greiðslufalli en þýskar. Nú er þessi styrkleika-veiki sem sagt líka hlaupin í sænsku ríkisskuldirnar. Ef Ísland hefði ekki verið með svona hrikalega ofvaxið og djarft bankakerfi hefði þetta hugsanlega getað átt við um skuldir íslenska ríkisins núna. En því miður: Íslandsálagið fræga breyttist í bankaálagið. Við skulum ekki minnast á Voldemort þetta meira. 

En hvað gerir smærri lönd eða ríkissjóði þeirra að góðum skuldurum? Hvað byggir grunninn undir greiðslugetu svona landa, þ.e. lánstraust þeirra? Jú það eru skattatekjur ríkissjóðs. Þær meiga helst ekki þorna upp því þá eyðileggst greiðslugetan=lánstraustið. Það gerist miklu frekar í löndum sem eiga erfitt með atvinnusköpun. Tekjur ríkissjóðs koma frá atvinnu. Þær falla ekki af himnum ofan. Og lönd sem eiga erfitt með atvinnusköpun eru lönd sem ráða ekki yfir eigin gjaldmiðli og vaxtastigi og sem geta ekki varið sig gegn áföllum. 

Skilgreining: greiðslugeta; það er það að geta borgað lán til baka með vöxtum og staðið undir skuldbindingum. Til þess þurfa lönd að hafa tekjur. Engar tekjur = engin greiðslugeta = ekkert lánstraust. Tekur smærri landa undir evru þorna frekar upp og þau eiga frekar á hættu að fara í þrot. Þess vegna verðlaunar markaðurinn Svíþjóð. Tekjur Svíþjóðar munu ekki þorna upp undir krónu. Og Danir GETA ýtt á eject hnappinn og rifið sig lausa úr evrubindingu. Þetta veit markaðurinn. 

EN; markaðurinn veit líka að á sama tíma þarf einnig vera til staðar góð ríkis-stjórnun. Það þarf alls staðar, sama hvað myntin heitir. En góð ríkisstjórnun getur samt ekki bætt upp vandræðin sem koma þegar lönd skortir sjálfstæða mynt og eigin peningapólitík. Það getur enginn hlutur bætt upp. Það vitum við núna. Bloomberg | Børsen | FT/Alphaville | WSJ
 
Grikkland varð varnarlaust land árið 2001

Frá þeim degi sem Grikkland kastaði Drachma myntinni sinni fyrir róða og tók upp evru hefur landið eðlilega verið leiksoppur ákvarðana manna í öðrum löndum fyrir önnur lönd. Frá árinu 2000 hefur verðbólga í Grikklandi ekki fallið inn undir einnar-skóstærðar peningapólitík þess seðlabanka í Frankfurt sem stýrir verðinu á peningum í Grikklandi. Ekki eitt einasta ár frá árinu 2000 til 2010, nema kannski eitt ár, þ.e. hugsanlega árið 2009.   
 
September 2007: Now as of the turn of the century the Bank of Greece effectively lost control over monetary policy, as a zone-wide rate of interest was applied from the ECB. One of the impacts of this policy has been - as we can see in the chart below - that Greece has not for a single year since the introduction of the common currency had an inflation rate which falls within the ECBs much vaunted 2% target.
 
 
Hver skyldi árangurinn af þessari utanaðkomandi peningapólitík í Grikklandi vera? Hvaða áhrif hafa neikvæðir raunstýrivextir frá árinu 2001 til 2007 haft á efnahag Grikklands? Jú nú blasir þetta við okkur. Efnahagur landsins er í rúst. Það er orðið ósamkeppnishæft. Eins og á Írlandi þar sem það sama gerðist. Sagan er líka sú sama á Spáni og ef til vill í fleiri löndum Suður-Evrópu. Neikvæðir raunstýrivextir virka. Þeir sprengja lönd í loft upp.  
 
September 2007: This situation, however, does seem to be rather inbuilt into a one size fits all monetary policy. I reproduce below, courtesy of the kind data collection efforts of the bank of Greece, a chart comparing the overnight Eonia loans rate offered by the bank (which is effectively the ECB refi rate plus a few BPs) with the Greek CPI on a monthly basis since January 2001. As will be seen the rate dropped below the Greek CPI in early 2002(hardly an advisable state of affairs for a country with an inflation problem and a twin deficits one) and effectively remained there till the late summer of 2006. The big question is, what is the long term consequence of such a long period of above capacity growth? (Edward Hugh - The Greek Economy Under The Microscope)
 
 
Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Góðir pistlar hjá þér nafni. Það þarf meira af svona skrifum og víðar en bara á bloggmiðlum. Við gutlararnir sem erum á móti ESB aðild, aðallega af tilfinningu, þurfum að fá svona fróðleik. Aðildarsinnar hafa einnig gott af honum, þó það snúi þeim kannski ekki. Það er öllum gott að heyra sannleikann.

Gunnar Heiðarsson, 11.4.2010 kl. 07:42

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir innlit og góðar kveðjur, Gunnar nafni. 

Gunnar Rögnvaldsson, 11.4.2010 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband