Leita í fréttum mbl.is

Búlgaría hættir við evru-upptöku. Er orðin hrædd eftir evru-upplausn Grikklands [uppfært]

 
Der Todeskuss von Frankfurt  
 
Ríkisstjórn Búlgaríu hefur hætt við evru-upptöku og viðurkennt að hafa logið til um fjárlagahalla. Nú þora þeir ekki lengur að ganga í Skulda- og Gjaldþrotabandalg Evrópusambandsins.
 
Lánshæfnismat Grikklands var einnig lækkað enn frekar í dag og er nú hið sama og hjá ríkissjóð Búlgaríu og Panama.
(uppfært) Eftir að hafa skert lánshæfnismat gríska ríkisins um tvö tíu vatta Samfylkingaröryggi skar Fitch líka niður pottþéttu evruvörn gríska bankakerfisins og var ástæðan sögð sú að bankakerfi Grikklands á heima í evrulandi sem er að fara á hausinn. Það er því nú í ruslinu (BB).       
 
Nú byrjar hugsanlega söguleg helgi í gjaldþrotabandalagi Evrópusambandsins. Grikkland er aðeins einu símtali frá AGS - og einni evruupptöku of langt.
 
Þjóðverjar segja að "koss dauðans" hafi sest að í aðalstöðvum seðlabanka Evrópusambandsins í landi þeirra í borginni Frankfurt. Mynd af brennandi 50 evru seðli birtist á forsíðu dagblaðs þar í landi. Mynt Þjóðverja er nú ónýt, segja þeir. Koss dauðans heitir Jean-Claude Trichet sem er evrupólitíkus stórríkisdraumalandsins Frakklands - og nú seðlabankastjóri gjaldþrotabandalags Evrópusambandsins.   
 
Mr Steingart concludes: ”For his predecessors, the line to follow was that of Otmar Emminger, the former Bundesbank president. ‘Those who flirt with inflation, will become married to it’. Trichet yesterday kissed it. For the spirit of the Bundesbank, this kiss was deadly.
 
 
 
Leiðari Handelsblatt 9 apríl 2010 - Koss dauðans frá Frankfurt 
 
FT 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ert þú ekki farinn að fá leið á því að skrifa einhverja vitleysu sem þú heldur að standi í þýskum blöðum og á að vera hugur Þjóðverja?

"Todeskuss von Frankfurt" skrifar Steingart undir eigin nafni sem sína eigin skoðun í ritstjórnargrein í Handelsblatt.  Þetta er hans persónulega skoðun. 

Hér er hægt að lesa um Búlgaríu, Grikkland og Eistland í Financial Times Deutschland.

Þú gleymdir að segja hvað forsætisráðherra Búlgaríu segir um þá ákvörðun að FRESTA upptöku evrunnar.  Þeir segja sjálfir að þeir uppfylli ekki kröfurnar og ætla fyrst að taka upp evruna þegar þeir uppfylla skilyrðin. 

Þú gleymdir einnig að minnast á Eistland sem telur sig uppfylla upptöku evru og vilja ÆSTIR taka hana upp.

Eigum við ekki að reyna að hafa þetta rétt?  

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 01:06

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir þessar mikilvægu upplýsingar Stefán

Já það bæri í bakkafullan lækinn ef Búlgarar segðu hreint úr að þeir hefðu hætt við (í bili) að sækja um í myntbandalagið vegna þess að þeir sjái hversu illa er hægt að fara út úr því að vera í því. Svona raddir eru nú vaknaðar í Lettlandi, ESB elítunni þar til mikillar skelfingar. 

Gott að þér finnst að ekkert sé að marka það sem ritstjóri Handelsblatt segir í grein sinni. Hann þjáist væntanlega af upplýsingaskorti. En sem betur fer geta almennir Þjóðverjar brugðist við þessu með því að hætta að kaupa blaðið hans. Og það er nú gott. Það er hinsvegar mun erfiðara fyrir Þjóðverja að hætta í áskrift á myntbandalaginu og ESB klabbinu.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 10.4.2010 kl. 09:13

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Meira 

Það er líka athyglisvert að fylgjast með því að bankakerfi Grikklands er á engan hátt betur varið gegn áföllum en það íslenska var. Gríska ríkið er búið með peningana. En það átti einmitt að vera svo mikil vörn fyrir þá og banka þess að vera í myntbandalaginu. Ekkert virðist virka hér eins og ESB menn voru búnir að segja.

  • Tveir af sex kerfislega mikilvægum bönkum í Austurríki nú þjóðnýttir
  • Allt bankakerfi Írlands hrunið ofan á írsku þjóðina
  • Bankar Grikklands sumir komnir í ruslflokk og ríki þeirra á leið í gjaldþrot
  • Lettland í faðmi AGS
  • Ungverjaland í faðmi AGS
  • Rúmenía í faðmi AGS
og

  •  Svo er það Spánn
  • Portúgal
  • Ítalía
og 

  • Þýskaland (með eitt versta efnahagshrun meiri háttar hagkerfis í heiminum) og sem ennþá er í samdrætti

Hvar endar þetta?

Þetta kalla ég mikinn skort á upplýsingum um ágæti ESB

Gunnar Rögnvaldsson, 10.4.2010 kl. 09:35

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Enn meira

Nú er hægt að gera ráð fyrir því að seðlabanki Evrópusambandsins sé orðið bókasafn fyrir vafasama pappíra. Hann er að fyllast af drasli. Veðsöfn hans eru að mygla í takt við að myntlendur hans mygla.

Það var þá ekki bara Seðlabanki Íslands sem þurfti að líða töp við það að veðsöfn bankakerfisins voru fellt í gæðum og virði í áföllum.

Hvernig gat þetta gerst!

Gunnar Rögnvaldsson, 10.4.2010 kl. 09:53

5 identicon

Þakka þér fyrir upplýsingarnar og stöðutöku í málum ESB landa.

Ef einhver ritstjóri hjá þýski dagblaði segir sína skoðun, þá er það ekki skoðun Þjóðverja.  Skoðun ritstjóra DV í kvótamálum er ekki endilega skoðun Íslendinga.  Það má ekki fullyrða svona.  Það sem Steingart segir er í hans nafni en ekki þjóðarinnar þó svo að þér finnist hann hafa rétt fyrir sér.

Ég var að skrifa um Eistland en ekki Lettland í athugasemdinni minni.

Þú skalt athuga hvernig staðan var í þessum ríkjum áður en þau gengu í Evrópusambandið.  Það er gott að skoða stöðu þeirra í dag og fyrir tíma þeirra í ESB.  Það er hægt að kenna ESB um stöðu þessara ríkja eins og það er hægt að kenna EES um stöðu Íslands.

Ég er aðallega að setja út á upphrópanir og fullyrðingar sem engan vegin fá staðist.  Það er svo hægt að telja upp í athugasemdum eitthvað nýtt sem ég að síðan að svara.  Í fyrsta og síðasta lagi er ég  að benda á að fullyrðingar þínar í bloggfærslunni þinni eru hreint út sagt RANGAR!

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 10:03

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Stefán.

Það hefur aldrei verið haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um neitt í Þýskalandi. Svo að túlka vilja þýsku þjóðarinnar í málefnum myntbandalagsins er ekki samkvæmt úrslitum neinna kosninga nokkurn tíma.

Engin þjóð Evrópu hefur gengið í ESB eða tekið upp mynt þess með 100% samþykki þjóða sinna. Oft hafa þær ekki verið spurðar að neinu, eins og til dæmis í Þýskalandi.

Oft hefur mjög mjög lítill meirihluti, kannski eitt til nokkur prósent, ráðið því hvort land þeirra gangi í ESB eða ekki eða taki upp mynt ESB eða ekki. Þá hefur það verið túlkað sem vilji þjóðarinnar.

Það þarf því ekki mikið til þess að þetta snúist upp í 100% andhverfu sína. En þá er ekki kosið um neitt. Ef einu sinni kemur já, þá er aldrei tekið mark á þjóðarviljanum aftur. Mér sýnist þú vera þannig maður. Þér finnst skoðun ritstjóra Handelsblatt vera ómartæk.

Já þér er frjálst að gera hér athugasemdir við það sem ég skrifa. Ef þú heldur að málefni ESB séu raunvísindi eða slíkt þá er það al rangt hjá þér. Allt í sambandi við ESB er pólitík og einungis pólitík. Menn hafa mismunandi skoðun á pólitík.

 

Gunnar Rögnvaldsson, 10.4.2010 kl. 10:41

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Evrópusambandið er búið að vera þó það geti tekið slíkar risaeðlur langan tíma að deyja endanlega. Bara spurning hversu mikinn skaða sambandið hefur valdið þá.

Hjörtur J. Guðmundsson, 10.4.2010 kl. 19:07

8 identicon

ESB er ekki búið að vera.  Þetta var aldrei og verður aldrei concept sem gengur upp.  Þetta verður endurskoðað og skorið niður eins og fjórfrelsið sem gengur ekki upp í núverandi mynd.

itg (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband