Leita í fréttum mbl.is

Evran var tálsýn frá byrjun. Euro Trashed

A grand illusion
 
Grein eftir Joachim Starbatty hagfræðiprófessor við háskólann í Tübingen í Suður-Þýskalandi birtist þýdd frá þýsku í New York Times á sunnudaginn næst síðasta. Greinin segir (stuttur úrdráttur):
 
THE European Monetary Union, the basis of the euro, began with a grand illusion
 
 
Evran var tálsýn frá byrjun. Á annarri hlið jöfnunnar voru Austurríki, Finnland, Holland og Þýskaland. Virði gjaldmiðla þessara landa hækkaði að jafnaði innan Evrópu og á heimsmarkaði. Á hinni hlið jöfnunnar voru; Belgía, Frakkland, Grikkland, Ítalía, Portúgal og Spánn. Virði gjaldmiðla þessara landa lækkaði að jafnaði. Samt var myntbandalag Evrópusambandsins klætt á alla fætur allra landanna í einni skóstærð. Sem afleiðing þurftu sum löndin að fegra heimilisbókhaldið svo þessi eina skóstærð EMU passaði þeim.
 
Die Euro-Klage
Bjartsýnismenn í Þýskalandi sem og aðrir bjartsýnir evrukratar vonuðu að sameiginleg mynt myndi ala af sér aukna samkeppnishæfni á alþjóðavettvangi og koma í gang stormsveip af efnahags- og samfélagsumbótum í öllu Evrópusambandinu. En reyndin varð hin algerlega gagnstæða. Í stað þess að toga og hvetja löndin áfram, hefur ódýrt lánsfé seðlabanka ESB laðað ríkisstjórnir og heimili landanna inn í svefnálmuna þar sem þau liggja ennþá í makindum ofneyslu og skuldasöfnunar, sérstaklega lönd Suður-Evrópu.    
 
Kostir evrunnar voru málaðir fölskum litum frá byrjun. Ólíkt löndum Norður-Evrópu eiga lönd Suður-Evrópu erfitt með að selja ríkisskuldabréf og þar með fjármagna ríkisrekstur sinn áfram. Suður-Evrópa er þess utan ósamkeppnishæf. Vandamál þessara landa hafa bara versnað við að ganga í myntbandalagið. 

Skuldatryggingaálag á ríkisskuldir Grikklands er nú orðið hærra en á skuldum ríkissjóðs Íslands
Ef Grikkland væri ekki í EMU þá gæti það fellt gengið, gert sig samkeppnishæft og samið betur um sínar skuldir á vettvangi alþjóðasamfélagsins. En í staðinn þá læsa evruhandjárnin Grikkland á höndum og fótum, hvetur landið til fjármálalegra feluleikja, hækkar skatta og lækkar laun opinberra starfsmanna. Aðgerðir sem munu þvinga Grikkland inn í ennþá meiri kreppu sem á endanum mun lækka lánshæfni landsins ennþá meira. Að láta hin lönd myntbandalagsins um að borga þetta mun aðeins senda röng skilaboð til annarra landa EMU í svipaðri aðstöðu og loks knýja allt myntbandalagið niður á kné.
 
Það stutta í því langa er það að evran er á leiðinni í algert hrun. Núna er verið að reyna að smygla vandamálunum fram hjá upphaflegu reglum myntbandalagsins.  
 
Ef Þýskaland myndi notfæra sér þetta tækifæri til að segja sig úr myntbandalaginu þá myndi landið ekki verða eitt á báti. Sömu útreikninga myndu Austurríki, Finnland og Holland gera - og hugsanlega Frakkland líka. Þau myndu yfirgefa skuldakónga EMU og ganga í nýtt bandalag með Þýskalandi. Hugsanlega gæti einnig komið ný og betri mynt út úr því. Þetta yrði sársaukaminnsta aðferðin og hún endurspeglar einungis hina raunverulegu stöðu mála í dag; tvískipt myntbandalag; NYT - Euro Trashed
 
Það var nefnilega það. Joachim Starbatty var einn þeirra fjórmenninga sem upphaflega fóru með evruaðild Þýskalands fyrir stjórnaskrárdómstól landsins. Þeir töpuðu málinu. Nú vígbúast þeir á ný.
 
Fyrri færsla
 
 
Uppfært
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

takk fyrir þetta sem og aðrar góðar fyrri færslur.

Jón Helgi Egilsson (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 17:53

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Segir þetta ekki allt sem segja þarf :
"Evran var tálsýn frá byrjun. Á annarri hlið jöfnunnar voru Austurríki, Finnland, Holland og Þýskaland. Virði gjaldmiðla þessara landa hækkaði að jafnaði innan Evrópu og á heimsmarkaði. Á hinni hlið jöfnunnar voru; Belgía, Frakkland, Grikkland, Ítalía, Portúgal og Spánn. Virði gjaldmiðla þessara landa lækkaði að jafnaði"

Haraldur Baldursson, 8.4.2010 kl. 15:41

3 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

En inn skal farið..alveg sama hvað raular og tautar..við almenningur verðum ekkert spurð að þessu..evran fer í þrot innan fárra ára..lönd eins og Bandaríkin, Bretland..og Japan sem eiga að heita styrkustu stoðir heimsins..jaðra við þrot...hvað þá lönd með evru..lönd eins og Ítalía, Spánn, Portúgal..svo ekki sé minnst á Grikki..evran bjargar engu..auðvitað vilja Þýskalnd okkur inn..vegna þess að við munum geta eytt 80 milljörðum ári í þessi samtök.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 8.4.2010 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband