Leita í fréttum mbl.is

Þá voru 155 hagfræðingar sammála um eitt

 
Fæðingar- og erfðagallar myntbandalags Evrópusambandsins. The Economist desember 1996 
Brusseldagar 1996 
 
Minna en einu ári áður en flaggskipi myntbandalags Evrópusambandsins, evrunni, var ýtt úr vör, skrifuðu 155 þýskumælandi hagfræðingar undir bænaskjal þar sem þeir fóru fram á að evrunni yrði frestað í langan tíma. Ekki var hlustað. Á aðfaranótt sjósetningardagsins voru 55% allra Þjóðverja á móti því að leggja niður þýska markið og að vera þvingaðir til að deila sömu mynt með 10 ólíkum löndum. Ekki var hlustað. Nú deila þeir mynt með 15 löndum.

Rúmum tíu árum seinna hefur spádómur þessara 155 sammála hagfræðinga ræst. Það sem Evrópubúum var sagt að ætti að sameina Evrópu hefur einungis sundrað henni.

Við sæmilega ljósatýru á aðfangadagskvöldi sprengidags myntbandalagsins var mismunurinn á lægstu og hæstu verðbólgu í löndum myntbandalagsins 2 prósentustig. Tíu árum seinna er þessi mismunur 5,9 prósentustig.

Mismunurinn á milli árlegs meðaltals hagvaxtar Írlands og Portúgals á fyrri helming áratugs myntbandalagsins var 4,8 prósentustig. Árið 2009 var þessi mismunur orðinn 6 prósentustig.

Mesti mismunur á milli framleiðnivísitölu landa evrusvæðis óx frá 25 vísitölustigum og í 66,2 stig á 10 árum myntbandalagsins.

Mismunurinn á milli launavísitölu evrulanda (vísitala tímalauna) óx frá 5,4 prósentustigum til 32,8 prósentustiga á tíu árum myntbandalagsins.
 
 
Feb. 19th 2010 (Bloomberg) The crisis stalking the euro economy began with a footnote. When the European Union predicted in 1997 that Italy’s budget deficit would exceed the threshold to qualify for the single currency, it buried in the fine print the observation that with “additional measures” the Italians could pass. They did, thanks to a one-time tax and a yen-denominated swap | Bloomberg


Mismunurinn í atvinnuleysi á milli landanna óx frá 10,1 til 15,4 prósentustigum á tíu árum evrunnar.
 
Engin samhæfing hefur orðið í ríkisfjármálum á milli landa evrusvæðis á 10 árum.

Árið 1999 voru opinberar skuldir Finnlands þær lægstu á evrusvæði (45,5% af VLF). Mismunurinn á milli Finnlands og skuldugasta ríkis evrusvæðis, Ítalíu, var 68,2% árið 1999.

Þessi mismunur er ennþá meiri í dag því skuldir Finnlands hafa lækkað en ekkert hefur gengið með að laga ríkisskuldastöðu Ítalíu á samfleytt tíu árum. Ekkert. Skuldahlutfall opinberra skulda Ítalíu miðað við landsframleiðslu þessa þriðja stærsta hagkerfis evrusvæðis, hefur ekki haggast á 10 árum og er ennþá vel yfir 100% af landsframleiðslu.

Þetta óhagstæða skuldahlutfall Ítalíu er að versna enn meira núna. Ítalía mun líklega aldrei geta borgað skuldir sínar.

Mismunurinn á milli opinberra skulda þess ríkis evrusvæðis sem skuldaði minnst og mest árið 1999 hefur því bara vaxið og var orðinn 73,3% árið 2009.

Staðan á mesta mismun á milli fjárlagahalla ríkjanna hefur einungis versnað enn frekar á 10 árum undir evru.

Myntbandalagið hefur verið og verður í æ ríkara mæli tifandi tímasprengja undir velmegun allra þegna Evrópusambandsins. Það sem meira er, myntbandalagið er nú á leiðinni að verða spillir friðar og farsældar í Evrópu um langa framtíð. Lýðræði í Evrópu hefur líka, eina ferðina enn, verið kippt úr sambandi.
 
 
ATHENS, Feb 18th 2010 (Reuters) - Greek opposition lawmakers said on Thursday that Germans should pay reparations for their World War Two occupation of Greece before criticising the country over its yawning fiscal deficits. "How does Germany have the cheek to denounce us over our finances when it has still not paid compensation for Greece's war victims?" Margaritis Tzimas, of the main opposition New Democracy party, told parliament | Reuters
 
 
Ljóst er að seðlabanki evrusvæðis er stórskaðleg stofnun og ætti að reka stjórnendur hans með skömm. Ljóst er að myntbandalag Evrópusambandsins er stórskaðlegt fyrirbæri og ætti að reka sem flesta (helst alla) sem vinna í Brussel með ennþá meiri skömm. Ekki er þó hægt að verða við ósk minni. Enginn borgari hefur, né mun geta haft, neitt um það að segja hver sé ráðinn og rekinn í Evrópusambandinu. Þetta er jú hið yfir-ríkislega himnaríki embættismannaveldis.  
 
Því miður hefur myntbandalagið að miklu leyti eyðilagt framtíðarhorfur Evrópu til langframa. Engin farsæl útgönguleið er til út úr þeim hrikalegu ógöngum sem Evrópusambands-elítan í Evrópu og Brussel er búin að koma 500 milljón þegnum þessarar heimsálfu í. Nú er bara dauðadansinn eftir. Því miður. It's on!

Slóðir og heimildir:
 
  • Á dönsku: Er nedtællingen til euroens endeligt i gang? (sennilega það versta sem hefur verið birt á danskri tungu um myntbandalagið, nokkru sinni. Hefði aldrei fengist birt fyrr en nú | Børsen
  • Á ensku: The Euro’s Final Countdown? Sylvester Eijffinger & Edin Mujagic | Project Syndicate
  • Let the Greeks ruin themselvesThe Economist 18. febrúar 2010
 
Meira úr sömu skúffu hér í glugganum á tilveraniesb.net
 
Fyrri færsla
 

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Áhugaverð grein.

Gunnar Heiðarsson, 22.2.2010 kl. 20:26

2 Smámynd: Andrés.si

Góður pistill.  Ég man vel að í mið ári 2009 kom ýfirlising frá Seðlabanka Evrópu að Evran er í góðum höndum þar sem alt er orðin á uppleið.

Andrés.si, 23.2.2010 kl. 02:34

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hef því miður engan tíma t.a. lesa, en þetta er víst eitthvað fyrir þig, Gunnar minn (sjálfur ég kemst ekki inn á þá grein reyndar): George Soros: Euro will face bigger tests than Greece.

Kær kveðja.

Jón Valur Jensson, 24.2.2010 kl. 00:11

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband