Leita í fréttum mbl.is

90% Hollendinga vilja fá sína gömlu mynt til baka

Hollenskt gyllini

 

Reuters greinir frá því að hollensk skoðanakönnun sýni að yfirgnæfandi meirihluti hollendinga vilja fá sína eigin mynt til baka. Mynt Hollands frá 17. öld til ársins 2002 var hollenskt gyllini (NLG). En árið 2002 tók Holland upp evru. Þar með deila Hollendingar mynt með 15 ólíkum ríkjum og ríkisstjórnum þeirra. Gyllini er ennþá gjaldmiðill hollensku Antillaeyja (ANG).

Hollenska skoðanakönnunin náði til 5300 manns. 92% aðspurðra vildu að Grikkland yfirgæfi myntbandalagið. Meira en 90% aðspurðra vildu að Holland og Þýskaland tækju aftur upp gömlu gjaldmiðla sína (mark og gyllini) og yfirgæfu myntbandalagið. Meira en 60% aðspurðra höfðu áhyggjur af að þróunin í Grikklandi myndi valda usla í bankakerfi Hollands; Reuters

Tvær slóðir til aflestrar á sunnudagsensku.

Boris Johnson um gríska málið;

"The Greeks must be rueing the day they whacked the drachma. If Hellenic pride is currently at a low ebb, just wait until the EU steps in".  It was late last night and I was rifling through the sock drawers for euros to fund the annual half-term skiing. There were all sorts of useless coins – Uzbek som, Iraqi dinars, 2d bits – and there it was, like a sudden Proustian blast from our childhood. It was a 50-drachma piece, with Homer on one side and a boat on the other. It was dull and scuffed and technically as worthless as all the other coins in my hoard. But as I turned it over in my hand it seemed to glow like a pirate's doubloon, radioactive with political meaning" (lesa)

Norman Tebbit, líka um gríska málið;

"Our masters in Brussels will use the Greek crisis to try to impose a single government across Europe." It is a long time ago that I explained to my old friend and former colleague (he was the Chancellor at that time) Ken Clarke that no currency could have more than one Chancellor of the Exchequer, or chief Finance Minister, to its name; and no Chancellor without a currency to his name was worthy of that title. He demurred a bit, so I asked hime to name a Chief Finance Minister without a currency of his own, or a currency with more than one. Alas, 15 years later I still await his reply" (lesa)

Fyrri færsla

Fátækt hefur aukist mikið í Þýskalandi - 11,5 milljón manns nú fátækir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Já, Euroæðið er farið að renna af Hollendingum. Sumir eru farnir að rífa Euromerkið af bílum sínum (Meðan Danir fóru loks að klína því á bílana sína). Ég náði að kaupa einn áður en þessar ljótu plötur komu á markaðinn. Síðast þegar ég var í Hollandi, spurði ég til gamans, þegar ég fékk verð. Euro eða gulden. Flestir svöruðu. "Bara ef við fengjum gyllinin aftur". Þeir óskuðu okkur í Danmörku til hamingju með að halda krónunni.

Boris Johnson virðist vera með svipaða skúffu heima hjá sér og ég.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.2.2010 kl. 09:53

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir Vilhjálmur.

Já þessar skúffur eru sennilega víða.

Þessi bláu klísturmerki hafa ekki fegrað Danmörku. Skiltalöggjöfin fræga ætti að ná yfir þessa óprýði, þetta er mjög truflandi og í hæsta máta ósiðlegt ;)  

Hér er smá snilld í tilefni dagsins.

Sir Humphrey explains Foreign Policy 

Kveðjur til þín

Gunnar Rögnvaldsson, 21.2.2010 kl. 12:44

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir þessar athyglisverðu upplýsingar

Sigurður Þórðarson, 22.2.2010 kl. 06:25

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Já, Sir Humphrey hitti naglann í höfuðið eins og oftast

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.2.2010 kl. 10:47

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

á höfuðið er víst betra.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.2.2010 kl. 10:48

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Nýlegar skoðanakannanir sýndu sömuleiðis bæði að meirihluti Þjóðverja og Frakka vildi gömlu gjaldmiðlana sinn aftur í stað evrunnar. Kannanir hafa raunar sýnt allt frá því evran var tekin í notkun sem almennur gjaldmiðill að meirihluti Þjóðverja vildi hana ekki en þeir voru bara aldrei spurðir.

Hjörtur J. Guðmundsson, 22.2.2010 kl. 11:10

7 identicon

Ef að líkum lætur verður allt batteríið að springa í loft upp svo þjóðir Evrópu geti rifið sig frá þessari einstefnueimreið.

Þjóðarvilji hefur víðast hvar verið hunsaður af Brusselbjörnunum sem sölsa allt undir sig og leggjast síðan á þýfið. Eða eins og rithöfundurinn Frederick Forsyth segir í The Express fyrir helgi: það sem sem einu sinni hefur verið afhent Brussel er þjóðum um eilífð glatað .

Ragnhildur (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 14:36

8 Smámynd: DanTh

Hvar er Jón Frímann, einn skeleggasti trúboði EU á Íslandi? Ætlar hann ekki að koma með einhverja sögulega skýringu á þessu rugli í Hollendingum?

Eru 90% holliendinga að fara aftur í miðaldir, grafa sig ofan í holu einangrunar og fáfræði? Jón hlýtur að geta kommentað á þetta.

DanTh, 25.2.2010 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband