Leita í fréttum mbl.is

Ef Bretland væri með evru þá væri atvinnuleysi þar tvöfalt meira. Evran deyr innan næstu 4 ára.

Gordon Brown mun verða minnst fyrir það afrek að hafa haldið Bretlandi utan við myntbandalag Evrópusambandsins 

Gordon Brown mun verða minnst fyrir það afrek að hafa haldið Bretlandi utan við myntbandalag Evrópusambandsins. 

Miðstöð efnahags- og viðskiptarannsókna í Bretlandi (CEBR) segir að Bretar muni minnast Gordon Brown fyrir það afrek að hafa haldið Bretlandi utan við myntbandalag Evrópusambandsins. Gordon Brown var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Tony Blair frá 1997 til 2007, áður en hann tók við núverandi forsætisráðherraembætti árið 2007. Allan tímann undir Tony Blair beitti Gordon Brown sér ákaft gegn evruáhuga Tony Blairs, en ríkisstjórn Tony Blair komst til valda í maí 1997.

Niðurstöður útreikninga úr efnahagslíkani CEBR segja að ef Bretland hefði gengið í myntbandalagið væri atvinnuleysi í Bretlandi um 15% núna. Það væri þá um það bil tvöfalt hærra en það er í reynd í dag.

CEBR segir að hagvöxtur í Bretlandi á tímabilinu 1998-2006 hefði orðið örlítið meiri undir evru. En á sama tíma hefði verðbóga orðið meiri því stýrivextir myntbandalagsins voru lægri en þeir voru undir sjálfstæðri peningastjórn Englandsbanka. En þegar kreppan færðist yfir í byrjun ársins 2007 hefði samdráttur í Bretlandi orðið 7% undir evru í stað 5% undir sjálfstæðri mynt Bretlands.

Í viðtali við Reuters sagði Gordon Brown að hann álíti að sveigjanleiki breska hagkerfisins væri meiri með því að standa utan myntbandalagsins.

Hvað varðar vandamál myntbandalagsins þá segist CEBR alltaf hafa álitið að það muni koma til nokkurs konar ESB-björgunaraðgerða í Suður-Evrópu til að byrja með. En í endanum verður ESB að velja á milli miklu meiri samruna (sameiginleg skattheimta, fjárlög og skuldir) og þess brjóta myntbandalagið upp og leggja það niður. 

CEBR segir að latínska myntbandalagið á milli Sviss, Frakklands, Ítalíu og Belgíu (fleiri lönd komu þar einnig við sögu) á miðri 19. öld hafi farið í þrot á innan við 30 árum. CEBR segist eiga erfitt með að tímasetja komandi atburðarás. En í ljósi þess að allt gerist miklu hraðar í dag en á 19. öldinni þá er það skoðun CEBR að myntbandalag Evrópusambandsins muni brotna upp áður en árið 2015 rennur í garð; CEBR | PDF | Telegraph

 

Viðauki - hlýnun smjörfjalls - skemmt(i)atriði frá 2002

WHY BRITAIN SHOULD JOIN THE EURO

Eftir: Willem Buiter,  Willem Buiter  og  Willem Buiter

og nokkra aðra - við hengd PDF-skrá

 

Meira úr sömu skúffu hér í glugganum á tilveraniesb.net

Fyrri færsla

ERM-land myntbandalags Evrópusambandsins setur heimsmet í hruni efnahags. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samkvæmt þessu yrði það sem þá gerðist "móðir allra efnahagskreppa". Sel það svo sem ekki dýrara en ég keypti það en það er ekki ólíklegt að það yrði mikið högg sem þó eins og allt myndi ná jafnvægi að nýju en það gæti tekið mörg ár.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 12:27

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Magnús Orri og þakka þér fyrir innlitið.

Sumarið 2008 skrifaði ég grein í tímaritið Þjóðmál um þetta efni 

Þjóðmál : Haust 2008

Yfirskriftir greinarinnar 

Þrífst frelsið í faðmi ESB og evru?
Fyrsta og annað farrými hagkerfa

  • Visna vöðvar frelsisins ef þeir eru ekki notaðir?
  • Vöxturinn er ekki hér
  • Afturljós hagkerfanna
  • Var evran nauðsynleg, eða var hún pólitískt verkfæri?
  • Móðir allra fjármálakreppu
  • Skammsýni og múgsefjun evruumræðu

Brot úr greininni fer hér

Enginn hefur enn svarað grundvallarspurningunni um evru, en hún er þessi: Af hverju? Álíka fáir hafa þó rætt afleiðingar evru fyrir evrulöndin sjálf: Hver er árangurinn? Eða eins og Kaninn segir: „Show me the money?“ (Hvar eru peningarnir?) Sjálf framkvæmdin hefur vissulega tekist framar vonum, en hvernig hefur sjúklingurinn það? Hver er árangurinn? Engin áþreifanleg aukning í verslun og viðskiptum á milli evrulanda, lítill sem enginn hagvöxtur á 65% af evrusvæðinu og viðvarandi mikið atvinnuleysi öll árin. Jú, það er komið pólitískt svar við stóru spurningunni um af hverju, en það er væntanlega ekki það svar sem hefur stýrt þeirri örþrifaumræðu sem við höfum orðið vitni að undanfarna mánuði á Íslandi. Umræðan á Íslandi hefur eingöngu verið efnahagslegs eðlis, en í þeim efnum er nákvæmlega ekkert að sækja fyrir Ísland með upptöku evru, því evran er fyrst og fremst pólitískt verkfæri 

Ég hvet þá sem vilja landi og þjóð sinni vel að lesa þessa grein í Þjóðmálum, því þar er komið inn á hluti sem alls ekki hafa verið uppi í þeirri örþrifaumræðu sem hefur geisað um málefni ESB og evru á Íslandi. Samkvæmt þessari umræðu er evra líklega ekki það sem þú heldur að hún sé

Greinin er nú aðgengileg á netinu hérna: 

Þrífst frelsið í faðmi ESB og evru? Lestu mig 

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 18.2.2010 kl. 07:00

3 identicon

Fullyrðingar þínar eru tóm della. Sérstaklega í ljósi þeirra staðreynda sem liggja fyrir í dag.

Euro Zone Swings to Trade Surplus

Eurozone records 22.3-billion-euro trade surplus in 2009

Eurozone switches into trade surplus in 2009

European Exports Rise on Global Recovery, Weaker Euro (Update2)

Þú blekkir og lýgur að lesendum þínum Gunnar. Fullyrðingar þínar eru því tóm della og hafa ekkert með raunveruleikan að gera. Ég mæli því með því að fólk sleppi því að taka mark á þér þegar það kemur að ESB. Vegna þess að þú ert óheiðarlegur maður í umræðunni.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 10:16

4 Smámynd: Anna Grétarsdóttir

@Jón Frímann....

er að spá í hvað þurfi mörg frímerki á rassgatið á þér til að senda þig til Brussel, ONE WAY

Anna Grétarsdóttir, 18.2.2010 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband