Leita í fréttum mbl.is

ERM-land myntbandalags Evrópusambandsins setur heimsmet í hruni efnahags.

Sögulegur samanburður á samdrætti hagkerfa og tímalengd samdráttar 
 
Miðstöð efnahagsrannsókna (e. CEPR, Center for Economic and Policy Research), hefur sent frá sér skýrslu um efnahagssamdráttinn í Evrópusambandsríkinu Lettlandi. En landið er í hinu svo kallaða ERM-ferli inn í myntbandalag ESB. Gengi myntar Lettlands er þar af leiðandi bundið fast við evru.
 
Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn (AGS) var kallaður til Lettlands þegar fjármálakreppan skall á 2008. Í sameiningu komu AGS og stjórn Evrópusambandsins sér saman um "hjálparpakka" handa Lettlandi. Stjórn ESB er sögð hafa krafðist þess að gengi myntar Lettlands yrði ekki fellt. En það er oft eitt af því fyrsta sem AGS krefst, ef þörf krefur, þegar sjóðurinn kemur löndum til aðstoðar. AGS virðist ekki hafa viljað ganga gegn vilja ESB í þessu máli og hefur gengis-bindingunni því verið viðhaldið allan tímann. Sænskir bankar eiga mikið í húfi í Lettlandi og myndi gengisfelling koma bönkunum afar illa. Forsætisráðherra Svíþjóðar hélt á formannsembætti Evrópusambandsins seinni helming ársins 2009.

Samkvæmt kenningu og stefnu Evrópusambandsins, sem mörkuð er af grunnleggjandi fæðingargalla myntbandalagsins - þ.e. einn peningur og eitt gengi fyrir alla - þá átti svo kölluð "innvortis gengisfelling" (launalækkun og verðhjöðnun) að koma í stað snöggrar hefðbundinnar gengisfellingar myntar Lettlands. En nú hefur atvinnuleysi í Lettlandi náð þeirri ótrúlegu tölu að vera 22,8% - og á síðustu tveimur árum hefur raungengi (miðað við laun og innra verðlag í landinu) aðeins lækkað um 5,8%. 

Í skýrslu CERP kemur fram að ein afleiðing gengisbindingarinnar sé að heimsmet í hruni landsframleiðslu nokkurs ríkis síðan sögur hófust, sé nú verið að setja með 30% hruni landsframleiðslu Lettlands í Evrópusambandinu. Samdrátturinn í landsframleiðslu Lettlands á þremur árum verður nefnilega yfir 30%. Þetta er meira en landsframleiðsla Bandaríkjanna féll í stóru kreppunni frá 1929-1933.       

The Latvian recession, which is now more than two years old, has seen a world-historical drop in GDP of more than 25 percent. The IMF projects another 4 percent drop this year, and predicts that the total loss of output from peak to bottom will reach 30 percent. This would make Latvia’s loss more than that of the U.S. Great Depression downturn of 1929-1933; 
 
 
Vefslóðir: CEPR  | PDF
 
Meira úr sömu skúffu hér í glugganum á tilveraniesb.net
 
Fyrri færsla
 
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband