Leita í fréttum mbl.is

Hið heimagerða gríska eldhús Fredrik Reinfeldts og heimska svona almennt

Desember 2009:

Þáverandi yfirmaður Evrópusambandsins í hálftíma var forsætisráðherra Svíþjóðar í frístundum. Hann sat þá ábúðarfullur við aðra hvora vinnu sína og sagði þetta: 

The Greek situation, he said, was "of course problematic, but it is basically a domestic problem that has to be addressed by domestic decisions"

 

Þýðing: Hann sagði að vandamál Grikklands væri innanhússmál (svona eins og gerist og gengur í sjálfstæðum ríkjum). Hann sagði líka að Grikkir yrðu að leysa þetta vandamál sjálfir. Ha ha ha ha.

Stuttu áður:

Skömmu eftir að Lehmansbræðrabanki féll, þá skaut - alla leið frá Stuttgart - Peer Steinbrück fjármálaráðherra Þýskalands því að heiminum öllum, og auðvitað í fullum trúnaði, að fall bankans og undirmálslánakreppan í Bandaríkjunum væri bandarískt innanhússvandamál. Ha ha ha ha.

Stuttu eftir þetta bjargar seðlabanki Bandaríkjanna (ekki í Stuttgart) tryggingafélaginu AIG frá gjaldþroti. En bíddu, af hverju gerði seðlabankinn þetta? Jú því annars hefði allt bankakerfi Evrópusambandsins hrunið til grunna. Það sem meira var: fyrsta verk Bandaríkjamanna þegar fjármálakreppan skall á haustið 2008 var að tryggja það að enginn erlendur aðili myndi tapa einum dal á því að eiga eitthvað af pappírum sem hugsanlega væri hægt að bendla við bandaríska ríkið.

Nú er Reinfeldt kominn í aðra hvora vinnu og Steinbrück er laus við atvinnu. Tveir spámenn Evrópusambandsins. Hver tekur svona blómabeð alvarlega? Ekki ég. Er eitthvað sem getur bjargað þessu? Nei, ekkert. FT

Tvær teiknimyndir

Erlendar skuldir 20 ríkja

 

Lánshæfnismat ríkissjóða evrulanda febrúar 2010 

Fyrri færsla

Aðeins "járnagi" getur bjargað evrunni. Mörg ný Weimar lýðveldi í uppsiglingu í Evrópusambandinu. 

Eitt lag enn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband