Leita í fréttum mbl.is

Aðeins "járnagi" getur bjargað evrunni. Mörg ný Weimar lýðveldi í uppsiglingu í Evrópusambandinu.

Þetta minnir mig á eitt eða tvennt.

Ástand ríkisskuldabréfamarkaðs 16 ríkja undir einni mynt og ca 17 seðlabönkum

Það var ritstjórnargrein í Die Welt núna í vikunni. Höfundurinn vill að Grikkland segi sig úr myntbandalaginu. Það er eina leiðin til að bjarga Grikklandi sem sjálfstæðu ríki og samfélagi. Fyrir Grikkland virkar myntbandalagið eins og fangelsi, segir höfundur. Eina leiðin til frelsis fyrir Grikkland er að taka gömlu Drachma myntina sína í notkun aftur. Allt sem átti að tryggja líf myntbandalagsins er hrunið. Stöðugleikasáttmálinn svo kallaði er orðinn að pappírstígrisdýri. Það sem Evrópusambandið er að krefjast af Grikklandi, Spáni og Portúgal núna er það sama og Heinrich Brüning kanslari Þýskalands reyndi í Weimar lýðveldinu sem stofnað var í Þýskalandi eftir fyrri heimsstyrjöldina. Fyrir Grikki er það því til baka til gömlu myntar landsins með aðstoð AGS; Die Welt

Aðeins "járnagi" getur bjargað evrunni

Viltu fá þýska markið aftur eða halda evrunni. Já 76%

Í annarri grein á Die Welt er fjallað um sama efni, þ.e. evruna og myntbandalagið. Fyrirsögnin er "aðeins með járnaga getur Berlín bjargað evrunni". Það verður að stíga skuldabremsurnar á evrusvæðinu í botn, ef það á að bjarga evrunni. Sem betur fer er Grikkland loksins komið undir umsjá evrulanda, segir greinin. "Loksins vaknaði Berlín". Að öðrum kosti myndi Þýskaland segja sig úr myntbandalaginu eða það brotna upp. Annar möguleikinn er líka að Grikkland, Spánn eða Portúgal sé hent út úr myntbandalaginu, nema þau kalli á AGS sér til hjálpar strax.

Á síðunni er lesendum gefinn kostur á að kjósa um hvort þeir vilji taka gamla þýska markið í notkun aftur, eða halda fast í evruna. Tæplega 1000 hafa kosið. Heil 76% vilja fá þýska markið aftur. Aðeins 24% vilja halda evrunni; Die Welt

Meira úr sömu skúffu hér í glugganum á tilveraniesb.net

Fyrri færsla

Hinn hreini ráðgjafakynstofn Samfylkinga Evrópusambandsins 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við viljum ekki taka upp Markið aftur.  Það er alveg ljóst!!!  Evran hefur komið okkur í Þýskalandi mjög vel og þeir sem vilja fá Markið aftur eru eins og þeir sem vilja fá gamla Prins Pólóið til baka.

Í gær og í dag hafa verið lögð drög í ESB að hjálpa Grikklandi.  Á N-TV og N24 eru menn sammála um að Grikkland er ekki á leið í greiðsluþrot.  

Auðvitað er "betra" að vera með eign gjaldmiðil.  Það er hægt að vera sammála að efnahagur Evru-þjóðanna er ekki nógu samræmdur til að taka upp sameiginlega mynt.  En þetta var pólitísk ákvörðun sem verður varin útí "dauðann"!!

Fyrir mig sem einstakling á Evru-svæðinu, þá er hún frábær.  Það skiptir mig máli.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 12:00

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér innlitið Stefán

Í Þýskalandi skiptir engu máli hvað þér finnst eða hvað kjósendum finnst. Þú og kjósendur munu ekkert fá að segja um það hvaða gjaldmiðil stjórnmálamenn og ESB-elítan tekur upp handa þér. Þið hlýðið bara og haldið áfram að spara, vinna og eldast. Þegið þið svo. Þannig var þetta þegar stjórnmálamenn innleiddu evru í Þýskalandi. Ef þeir hefðu spurt fólkið þá hefði myntbandalagið aldrei orðið til. Núna er komið að 1sta afborgunardegi. 

Eitt er víst. Ef þýskir skattgreiðendur þurfa að hósta upp með fjármagn og virka sem The European Credit Union, þá verður allt vitlaust í Þýskalandi.

Öllum má nú vera ljóst að myntbandalag Evrópusambandsins liggur í rúst. Það er búið að eyðileggja stóran hluta Evrópu og mun á endanum líklega sprengja ESB.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 11.2.2010 kl. 13:12

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það verður fróðlegt að fylgjast með þegar Portúgal og Spánn banka upp á hjá Merkel.

Það gæti orðið fyrr en varir því um daginn rakst ég á skammstöunina S.T.U.P.I.D. í umfjöllun um efnahagslega riðandi ríki. Í þeirri umfjöllun var endanlega búið að afskrifa gríska efnahagskerfið svo Spánn, Tyrkland, Ukraína, Portúgal, Írland og Dubai standa undir nafngiftinni.

Merkel mun eiga í vandræðum með að svara ekki kallinu þegar S.P og I. láta í sér heyra. Og Bretar eru nú þegar algerlega brjálaðir og eru þeir ekki einu sinni í evrubandalaginu.

Ragnhildur Kolka, 11.2.2010 kl. 19:40

4 Smámynd: gummih

Já, útlitið er dökkt - vonirnar sem voru bundnar við að stóra eimreiðin Þýskaland myndi draga Evrópu upp virðast hafa slokknað og enginn hagvöxtur var þar á síðasta ársfjórðungi. Eftir standa stór lönd á borð við Spán og Ítalíu sem glíma við ömurleg vandamál, veikan iðnað og atvinnuleysi.

Annars staðar eru fleiri vandamál. Gríðarlega dýr vetur er að líða, hátt verð á gasi setur strik í reikninginn og meira að segja Bretland sem er stærsti gasframleiðandi Evrópusambandsins finnur fyrir verri þjóðarbúskap af þeim völdum. Vinnuþjarkurinn Svíþjóð stendur á barmi hyldýpis og horfir fram á það að Volvo hafi verið selt til Kína (og hvort haldið þið að Kínverjar vilji frekar borga Svíum eða Kínverjum fyrir að smíða bíla) SAAB er á heljarþröm og gæti jafnvel verið leyst upp ef ekki tekst að klára samninga við Spyker og Ericsson hefur sagt upp yfir 10.000 starfsmönnum síðustu 24 mánuði.

Og þá er ég ekki einu sinni farinn að tala um ástandið í Eystrasalti.

Þegar fram líða stundir verður kolefnaeldsneyti dýrara, og Evrópusambandið er í vonlausri stöðu - það er annar stærsti neytandinn en bara 7. stærsti framleiðandinn og byrgðir Bretlands í Norðursjó fara þverrandi. Vert er að muna að það voru lyndirnar í Norðursjó sem lífguðu Bretland við eftir gríðarleg skakkaföll á sjöunda áratugnum. Núorðið taka menn eftir að Evrópusambandið er orðinn mikill talsmaður þess að berjast gegn hnatthlýnun - en það er gert undir fölsku flaggi því að Evrópubandalagið stendur frammi fyrir því að það er gjörsamlega tilneytt að minnka þörf sína fyrir kolefnaeldsneyti, og það þarf að gerast hratt, pólitískt séð er sterkasti leikurinn til að gera þetta að vinna að minnkun neyslunnar undir markmiðinu að vernda umhverfið.

gummih, 12.2.2010 kl. 11:04

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Stefán Júlíusson: Hverjir eru þessir þið? Skoðanakannanir í Þýzkalandi hafa hvað eftir annað frá því að evran tók við af þýzka markinu sýnt að meirihluti Þjóðverja vill markið aftur. En þeir voru jú aldrei spurðir álits.

Hjörtur J. Guðmundsson, 12.2.2010 kl. 21:20

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir innlitið.

 

Þeir sem ætla að "njóta" gjaldmiðilsins evru er hér með vinsamlegast bent á að gera það á meðan hún er ennþá innleysanleg.

 

 

Í dag

=====

Feb. 12 (Öll fréttin hér; Bloomberg) - úrdráttur =>

 

The Greek budget crisis is a symptom of imbalances that will lead to the breakup of the euro region, according to Societe Generale SA strategist Albert Edwards, and Harvard University Professor Martin Feldstein said monetary union “isn’t working” in its current form.

 

Southern European countries are:

 

  • trapped in an overvalued currency
  • and suffocated by low competitiveness
  • top-ranked Edwards wrote in a report today. 

 

Feldstein, speaking on Bloomberg Radio, said a one-size-fits-all monetary policy has fueled big deficits as countries’ fiscal records differ.

 

 

  • The problem for countries including Portugal, Spain and Greece “is that years of inappropriately low interest rates resulted in overheating and rapid inflation,” Edwards wrote.

 

Even if governments “could slash their fiscal deficits, the lack of competitiveness within the euro zone needs years of relative (and probably given the outlook elsewhere, absolute) deflation.

 

Any help given to Greece merely delays the inevitable breakup of the euro zone.”

 

The euro has slumped 9.9 percent against the dollar since November on concern countries including Greece will struggle to tame their budget deficits. 

 

“They have a single monetary policy and yet every country can set its own fiscal and tax policy,” Feldstein, 70, said. “There’s too much incentive for countries to run up big deficits as there’s no feedback until a crisis,” he said.

…

…

 

Edwards was voted second-best European strategist in the 2009 Thomson Extel survey after his then-colleague James Montier and is known for his bearish views on equities. In 1996 he angered southeast Asian governments by predicting the currency meltdown that struck the region a year later. The poll also named Societe Generale as the top economics and strategy research firm for a third straight year.

 

In a 1997 article, Feldstein wrote that while it is impossible to predict whether political clashes will lead to war, “it is too real a possibility to ignore in weighing the potential effects” of monetary and political union.

…

…

 

“Unlike Japan or the U.S., Europe has an unfortunate tendency towards civil unrest when subjected to extreme economic pain,” Edwards wrote. Consigning the countries in southern Europe with the weakest finances “to a prolonged period of deflation is most likely to impose too severe a test on these nations.”

 

The budget crisis in Greece may escalate in the way the Asian currency meltdown of 1997 paved the way for the Russian default and the collapse of Long-Term Capital Management LP in 1998, Edwards added.

 

 

Í Gær

=====

What Angela Merkel is up against back home was well capsulated in a front-page editorial by Frankfurter Allgemeine this morning, which effectively says that many Germans want the Deutschmark back

 

Heyrðuð þið þetta? 

============== 

the Deutschmark back

the Deutschmark back

the Deutschmark back

the Deutschmark back

the Deutschmark back 

 

 

Kveðjur

 

 

Gunnar Rögnvaldsson, 12.2.2010 kl. 22:18

7 identicon

Gunnar, varstu búinn að sjá þetta:

Austurhluti Englands, Danmörk ásamt sæmilegri sneið Þýskalands, Noregs og... já Frakklands eru nýtt land sem heitir "Norðursjávarsvæðið".

Sjáið kort af óskapnaðinum:

Ný landafræði í Evrópu

Gullvagninn (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 09:25

8 identicon

Austur-Þjóðverjar vilja fá DDR aftur.  Er það raunhæfur möguleiki?  Er það raunhæft að fá aftur Prins Póló í bréfi?  Evran er komin og hún fer ekki.  Eins og allt annað.  Þróun heitir það.  Evrópa mun verða eitt svæði.  Eitt ríki.  Við skulum vinna með þróuninni en ekki vinna gegn henni.  Evrópa er frábær fyrir einstaklinga.  Ég er ekki blindaður.  Það vita vinir mínir.  Raunsæi er rétta orðið!!!

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband