Leita í fréttum mbl.is

Frjálsir kjarasamningar í ESB í húfi? Óhug slær á Evrópubúa.

"A monetray union too far".

Mótmæli í Grikklandi. Dagblaðið Politiken

Danska dagblaðið Politiken, þriðjudaginn 2. febrúar.

Dönsk verkalýðsfélög eru afar óánægð með að yfirmenn Evrópusambandsins geti þröngvað launalækkunum í gegn í Grikklandi. Í fyrsta skipti í sögu hinnar sameiginlegu myntar Evrópusambandsins er evruland það nálægt ríkisgjaldþroti að ESB er því sem næst að yfirtaka stjórnun ríkisfjármála og hins opinbera í landinu.

Í dag munu yfirmenn Evrópusambandsins afhjúpa fyrir ríkisstjórn Grikklands bindandi áætlun þar sem miklar og bindandi kröfur verða gerðar til innheimtu skatta og niðurskurðar launa hjá opinberum starfsmönnum í landinu. Hér er ekki um að ræða vinsamlega beiðni. Hér er um að ræða skuldbindingu. Ef Grikkir brjóta skuldbindinguna þá munu þeir þurfa að greiða miljarða evrur í sektir.

"Aldrei fyrr hefur verðið sett fram svo nákvæmt, þröngt og ósveigjanlegt eftirlitskerfi með skýrslugerðarkvöðum og heimildum til refsiaðgerða", segir evrukommissar Joaquin Almunia.

Það er óttinn við að ástandið í Grikklandi muni ná að smita allt evrusvæðið með skulda- og gjaldþrotaáhættu, sem fær ESB til að koma með svo harkalegar kröfur á hendur Grikkjum, segir blaðið.

Politiken segir að hætta sé á að aðgerðirnar í Grikklandi muni vekja upp mikinn óhug út um alla Evrópu. Blaðið hefur eftir formanni launþegasamtaka opinberra starfsmanna í Danmörku, Dennis Kristensen hjá FOA (verkalýðsfélag opinberra starfsmanna), að það að Evrópusambandið sé að grípa inn í launamyndun og kjarasamninga sé algerlega ósamþykkjanlegt.

Dennis Kristensen segir að verkalýðssamtökin hafi aldrei skipt sér af þjóðaratkvæðagreiðslum í Danmörku. En það sé alveg á hreinu að ef við erum komin svo langt út á plankann að ESB sé farið að skipta sér af kjarasamningum og krefjast launalækkunar í löndum sambandsins, þá munum við taka upp til endurskoðunar hvort við eigum ekki beita okkur gegn því að Danmörk taki upp evru. Því þá er í raun launamyndun og hið frjálsa kjarasamningakerfi okkar í húfi fyrir alla Danmörku;

Politiken | Krugman; a monetary union too far

Fleiri esb-fréttir í glugganum á tilveraniesb.net

Fyrri færsla

Stál- og Kolabandalagið árið 2010 

 

PS:næsta bloggfærsla gæti heitið: "Fara Grikkir í innkaupaferðir til Kaupmannahafnar og rápa þar um í verslunum Hennes & Martröð". Þetta er eðlileg spurning því Grikkir eru með evrur. Þetta væri verðugt rannsóknarefni fyrir kven- og karlkerlingar við efnahagsmáladeild Háskóla Íslands og Bifastekki. Evrópusamtökin á Íslandi gætu auðveldlega fjármagnað þessar rannsóknir með smáauglýsingum á bloggsíðu samtakanna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja það er vont að grikkir skuli ekki vera með Drachma gjalmiðil þa gætu þeir tekið gengisfelingu svona ca 10 til 20% og þa mundu javnvel griskir rikisstarfsmenn vera glaðir

petur (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 22:27

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Lissabon-valdið ætlar að duga þeim vel þarna í Brussel.

Það er hins vegar athyglisvert að á sama tíma og ESB er að krefja Grikki um að lækka laun í landinu er verið að þröngva í gegn 3.7% launahækkun á línuna hjá starfsmönnum sambandsins í Brussel.

En þannig er víst Brussel-réttlætið.

Ragnhildur Kolka, 7.2.2010 kl. 10:55

3 identicon

Grikkland sveik sig inn í evruna.  Auðvitað má landið hætta því samstarfi.  Ríkisstjórnin og líklega Grikkir sjálfir vilja halda því áfram.  Þess vegna var ákveðið að fara þessa leið. 

Þetta er sú leið sem hefði verið farin hér ef Ísland væri í evrusamstarfi.  Hér hefur krónan fallið um 100% í staðinn og samkeppisstaða okkar skánað en kaupmáttur hvers og eins hefur lækkað um 50%.  Annars hefðu laun verið lækkuð sem því nemur!!!!!!

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 18:14

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur kærlega fyrir innlitið.

Stefán; þú gerir þér vonandi grein fyrir því að hlutur sem hefur fallið um 100% er ekki til lengur. Hann er núll. Eitthvað getur ekki fallið um 100% án þess að verða að engu. Hins vegar geta hlutir hækkað eða vaxið um óendanlega mörg prósentustig. En bara aldrei fallið eða minnkað nema 100% - og þá hætta þeir þar með að vera til. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 7.2.2010 kl. 19:43

5 identicon

Sæll Gunnar,

ég las þetta yfir hjá mér, en ég sá þetta ekki.  Ég meinti auðvitað að gengið hefur hækkað um 100%, þ.e. úr 85 í 177.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband