Leita í fréttum mbl.is

10 ára áætlun Evrópusambandsins sem sló ekki einu sinni 5 ára áætlun Sovétríkjanna. Erum við orðin rík í ESB?

Tímafrestur Lissabon 2000 markmiða Evrópusambandsins rann út þann 1. janúar 2010.

Jæja nú er árið 2010 loksins runnið upp. Þetta er árið þar sem Evrópusambandið átti að vera búið að ná hagsæld Bandaríkjanna samkvæmt síðustu 10 ára áætlun ESB. Núna á þjóðarframleiðsla á hvern mann í Evrópusambandinu að vera orðin sú sama og hjá hverjum íbúa Bandaríkjanna. Ekki nóg með það. Þetta er líka árið þar sem hagkerfi Evrópusambandsins átti að vera orðið jafn samkeppnishæft og hagkerfi Bandaríkjanna.

Bíðið, það er meira. Þetta er líka árið sem ESB átti að eyða hlutfallslega jafn miklu af þjóðartekjum landa sambandsins í hinn mikilvæga lið sem heitir rannsóknir og þróun. En þessi liður er mjög mikilvægur því hann stjórnar miklu um það hvort þú verður ríkari-ríkur eða fátækari-fátækur í framtíðinni. Hve mikið er fjárfest í framtíðinni.

Þetta eru hin svo kölluðu og umtöluðu Lissabon 2000 markmið Evrópusambandsins. Evrópusambandið setti sér þessi markmið sjálft árið 2000. Ég gerði það því ekki. Þetta gerði valdaklíka Evrópusambandsins  í hinni frægu Lissabonborg í Portúgal. En það er einmitt borgin sem hýsir flesta munnvatns-gosbrunna valdaklíku Brussel. Þar gjósa þessir gosbrunnar með óvissulegu millibili. Engum til gagns, en öllum til ógagns.

Hvernig skyldi Evrópusambandinu hafa gegnið þessi 10 árin? Hver er árangurinn? Kæri lesandi, hér er árangurinn. Skyldum við vera orðin rík hér í ESB? Þetta er mjög spennandi! Hér er svarið: Árangur Lissabon 2000 markmiða Evrópusambandsins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Gleðilegt ár!

Ég las stutt viðtal við Barroso í haust, en man ekki lengur hvar. Hann bar sig illa undan slökum árangri í að ná Lissabon 2000 markmiðum og sagði að framkvæmdastjórn ESB hefði ekki nógu mikil völd til að ná þessu fram. Hann átti greinilega við skattstofna, fjárlög og víðari heimildir til lagasetninga.

Hann vildi því lækka kröfurnar og setja ný markmið fyrir árið 2012. Með því lýsti hann því yfir að Lissabon 2000 hugmyndin hefði mistekist. Ég spái því að ef 2012 hugmyndin kemur fram muni hún líka mistakast.  

Haraldur Hansson, 4.1.2010 kl. 13:07

2 identicon

Þú verður að afsaka fávíslega spurningu Gunnar, en ég velti því fyrir mér hvers vegna maður, sem hatar og fyrirlítur ESB af svo miklum krafti og þú, hefur búið í ESB landi í 25 ár? Hvers vegna flytur þú ekki til gósenlandsins í vestri, sem þú dásamar svo mjög? Ég er eiginlega mjög forviða yfir þessu eftir að hafa fylgst með heilu ári stanslausra gífur- og blótsyrða í garð ESB......????.....það er engu líkara en tilvera þín snúist nánast einvörðungu um að troða ESB í svaðið, slík eru afköstin hjá þér. En ég vona nú samt að þú eigir þér líka tilveru utan ESB.

Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 17:22

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Haraldur, þetta mun örugglega passa hjá þér. Reynslan er sú að lítið hefur ESB staðið við af því sem það hefur lofað. Enginn árangur af Lissabon markmiðunum og enginn árangur af myntbandalaginu og enginn árangur af hinum svo kallaða innri markaði annað en hrun fjármála landanna. Allt er á hausnum hér í ESB og er ný skuldakreppa að hefjast hér ofaní 30 ára stanslaust massíft atvinnuleysi. 

Takk Jónas fyrir innlitið. Þegar ég fluttist til Danmerkur Norðurlandanna þá var Evrópusambandið ekki til. Okkur var ofaní kaupið lofað að það yrði aldrei til (sjá; Evrópusambandið er steindautt). En nú er ESB hér þó svo enginn hafi óskað eftir því sérstaklega og þó svo að forsætisráðherra Danmerkur hefði lofað að ESB yrði aldrei til. Þetta tók ekki nema nokkur ár.  

Ég hef það með ESB eins og margir Danir sem þola ekki þetta Evrópusamband sem þeir eru í. Sama er að segja um stóran hluta þegna allra landa Evrópusambandsins. Þeir þola ekki þetta samband sem land þeirra kemst ekki út úr aftur. Stór hluti þjóðanna býður eftir að fá að kjósa um að segja sig úr ESB.

En það verður aldrei kosið um úrsögn því lýðræðið í ESB er nefnilega þannig að það er bara kosið um að auka völd ESB-Brussel en aldrei að minnka þau. Þess utan þá væri tilgangslaust að láta kjósa um þetta því ef það kemur nei þá eru kjósendur bara þvingaðir inn í kosningabúrin aftur og aftur þangað til það kemur sú niðurstaða sem er Brussel þóknanaleg. Þetta er kallað lýðræði í ESB, en er þó bara einfalt kosningasvindl eins og var í Sovétríkjunum. 

En nú eru börnin mín stór og fullvaxta og því get ég kosið með fótunum og flyt því til Íslands á næstu mánuðum.

Ég er heppinn því ég get farið. En það geta t.d. Finnar ekki. Svo seint sem 2005 var meirihluti Finna andvígur því að vera áfram í ESB. En þeir munu aldrei fá að kjósa um þetta aftur. Það er bara kosið einu sinni um svona í ESB. Ef það kemur já þá er aldrei kosið aftur. Finnar þurfa því að deyja með ESB. Þess utan þá er engin leið út úr evru aftur án þjóðfélags- og efnahagslegs sjálfsmorðs 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 4.1.2010 kl. 21:24

4 identicon

Já, þetta er rétt, í ESB býr Satan sjálfur og hann hefur komið yfirnáttúrulegum verum fyrir alls staðar innan Sambandsins, sem þið kallið ,,kommissera".  Það eru svona ,,þeir fyrir handan" hjá ykkur eins og fólki sem trúir á geimverur og slíkt heldur að þetta sé allt eitt risastórt samsæri.

Nú ert himinlifandi yfir að vera koma heim og losna þar með úr ESB, eins og þú segir sjálfur.  Ísland er hins vegar í EES en hvorki þú né aðrir félagar þínir í þessum málum virðast skilja neitt hvað í því felst.  Þið talið alltaf eins og við séum ekki í ESB og upphaf alls ills sé að ganga í ESB.  Við erum samt frá árinu 1993 aðilar að EES samn. sem fjallar efnislega um mest allt sem samstarf ESB felur í sér, þar með talið framsal á lagasetningavaldi og að Hæstiréttur er bundinn af dómafordæmum EB dómstólsins, alveg eins og við værum í ESB að fullu.  En þið snillingarnir virðist ekki skilja að neinu leyti hvað þetta þýðir.  Við erum inni í ESB að lang stærstum hluta og við höfum ekkert að segja gagnvart löggjöf sem þaðan kemur og þarf að innleiða hér.  Slík löggjöf spannar stóran hluta lagasetningar á Íslandi, lög sett vegna EES, reglugerða eða tilskipana frá ESB (sem hafa að vísu farið fyrst gegnum EFTA síu en það er bara til að vingsa frá það sem ekki tilheyrir EES samn. heldur bara ESB, sem er fátt).  Það eru svo ótrúlega margir sem halda að það verði eitthvað stórkostlegt skref að ganga alla leið inn í sambandið því þá ,,missum við lagasetn.valdið".  Það fór 1993 og myndi tiltölulega lítið bætast við það, þ.e. málaflokkar, en eins og flest allir vita þá eru það einna helst sjávarútv. og landbúnaður.  Þetta bull frá þér ber þess glögglega merki að þú virðist ekki skilja það.  Talar eins og við séum bara ekkert undir ESB nú þegar, sem er hlægilegt bull.

Það sem menn óttast einna helst hér núna er að EES samn. verði sagt upp vegna gjaldeyrishaftanna, í þeim hópi eru jafnt andstæðingar sem fylgjendur við ESB, það er nú það fyndna við þetta.  Sjálfstæðismenn t.d. vilja alls ekki úr EES en alls ekki inn í ESB, hversu öfugsnúið er það?  Af þessu sést líka og það er einnig viðurkennt í þjóðarétti að aðildarsamn. að ESB er ekki þjóðréttarskuldbinding í þeim skilningi að ef ekki verði staðið við hann þá sé þjóð skaðabótaskyld heldur þvert á móti er þessi samningur þess eðlis að ef þjóð uppfyllir ekki lengur skilmála hans eða brýtur viljandi gegn honum þá eigi sú þjóð ekki rétt lengur til samstarfsins og hinar þjóðirnar myndu þá virða samninginn að vettugi.  Skylda til samstarfsins, að standa við samninginn er þess vegna jákvæð en ekki kvöð af hendi hinna, þ.e. að þjóð heldur sjálfri sér inni í samningnum með því að fylgja honum.  Ef honum er ekki fylgt, mega hinar líta á það sem uppsögn.  Það sem heldur þessu samstarfi saman er vilji þjóðanna sjálfra að vera þarna en ekki skylda.  Sama gildir um EES.

Þið miklu snillingar ættuð að kannski að hlusta á þá sem þið kallið evrópusérfræðinga, þó ekki nema bara til að skilja hvað þetta er, en ekki skilgreina bara allt eins og ykkur hentar, þetta er bara eitthvað samsæris-gífuryrða-bölmóðsbull meira og minna hjá ykkur.

Kveðja, Stebbi

Stebbi (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 01:54

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Afsakið, ég skrifaði nafn þitt rangt Jón Kristjánsson, Bið þig velvirðingar á því.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 5.1.2010 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband