Mánudagur, 4. janúar 2010
10 ára áætlun Evrópusambandsins sem sló ekki einu sinni 5 ára áætlun Sovétríkjanna. Erum við orðin rík í ESB?
Tímafrestur Lissabon 2000 markmiða Evrópusambandsins rann út þann 1. janúar 2010.
Jæja nú er árið 2010 loksins runnið upp. Þetta er árið þar sem Evrópusambandið átti að vera búið að ná hagsæld Bandaríkjanna samkvæmt síðustu 10 ára áætlun ESB. Núna á þjóðarframleiðsla á hvern mann í Evrópusambandinu að vera orðin sú sama og hjá hverjum íbúa Bandaríkjanna. Ekki nóg með það. Þetta er líka árið þar sem hagkerfi Evrópusambandsins átti að vera orðið jafn samkeppnishæft og hagkerfi Bandaríkjanna.
Bíðið, það er meira. Þetta er líka árið sem ESB átti að eyða hlutfallslega jafn miklu af þjóðartekjum landa sambandsins í hinn mikilvæga lið sem heitir rannsóknir og þróun. En þessi liður er mjög mikilvægur því hann stjórnar miklu um það hvort þú verður ríkari-ríkur eða fátækari-fátækur í framtíðinni. Hve mikið er fjárfest í framtíðinni.
Þetta eru hin svo kölluðu og umtöluðu Lissabon 2000 markmið Evrópusambandsins. Evrópusambandið setti sér þessi markmið sjálft árið 2000. Ég gerði það því ekki. Þetta gerði valdaklíka Evrópusambandsins í hinni frægu Lissabonborg í Portúgal. En það er einmitt borgin sem hýsir flesta munnvatns-gosbrunna valdaklíku Brussel. Þar gjósa þessir gosbrunnar með óvissulegu millibili. Engum til gagns, en öllum til ógagns.
Hvernig skyldi Evrópusambandinu hafa gegnið þessi 10 árin? Hver er árangurinn? Kæri lesandi, hér er árangurinn. Skyldum við vera orðin rík hér í ESB? Þetta er mjög spennandi! Hér er svarið: Árangur Lissabon 2000 markmiða Evrópusambandsins
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 5
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 171
- Frá upphafi: 1390766
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 95
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Gleðilegt ár!
Ég las stutt viðtal við Barroso í haust, en man ekki lengur hvar. Hann bar sig illa undan slökum árangri í að ná Lissabon 2000 markmiðum og sagði að framkvæmdastjórn ESB hefði ekki nógu mikil völd til að ná þessu fram. Hann átti greinilega við skattstofna, fjárlög og víðari heimildir til lagasetninga.
Hann vildi því lækka kröfurnar og setja ný markmið fyrir árið 2012. Með því lýsti hann því yfir að Lissabon 2000 hugmyndin hefði mistekist. Ég spái því að ef 2012 hugmyndin kemur fram muni hún líka mistakast.
Haraldur Hansson, 4.1.2010 kl. 13:07
Þú verður að afsaka fávíslega spurningu Gunnar, en ég velti því fyrir mér hvers vegna maður, sem hatar og fyrirlítur ESB af svo miklum krafti og þú, hefur búið í ESB landi í 25 ár? Hvers vegna flytur þú ekki til gósenlandsins í vestri, sem þú dásamar svo mjög? Ég er eiginlega mjög forviða yfir þessu eftir að hafa fylgst með heilu ári stanslausra gífur- og blótsyrða í garð ESB......????.....það er engu líkara en tilvera þín snúist nánast einvörðungu um að troða ESB í svaðið, slík eru afköstin hjá þér. En ég vona nú samt að þú eigir þér líka tilveru utan ESB.
Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 17:22
Þakka þér Haraldur, þetta mun örugglega passa hjá þér. Reynslan er sú að lítið hefur ESB staðið við af því sem það hefur lofað. Enginn árangur af Lissabon markmiðunum og enginn árangur af myntbandalaginu og enginn árangur af hinum svo kallaða innri markaði annað en hrun fjármála landanna. Allt er á hausnum hér í ESB og er ný skuldakreppa að hefjast hér ofaní 30 ára stanslaust massíft atvinnuleysi.
Takk Jónas fyrir innlitið. Þegar ég fluttist til Danmerkur Norðurlandanna þá var Evrópusambandið ekki til. Okkur var ofaní kaupið lofað að það yrði aldrei til (sjá; Evrópusambandið er steindautt). En nú er ESB hér þó svo enginn hafi óskað eftir því sérstaklega og þó svo að forsætisráðherra Danmerkur hefði lofað að ESB yrði aldrei til. Þetta tók ekki nema nokkur ár.
Ég hef það með ESB eins og margir Danir sem þola ekki þetta Evrópusamband sem þeir eru í. Sama er að segja um stóran hluta þegna allra landa Evrópusambandsins. Þeir þola ekki þetta samband sem land þeirra kemst ekki út úr aftur. Stór hluti þjóðanna býður eftir að fá að kjósa um að segja sig úr ESB.
En það verður aldrei kosið um úrsögn því lýðræðið í ESB er nefnilega þannig að það er bara kosið um að auka völd ESB-Brussel en aldrei að minnka þau. Þess utan þá væri tilgangslaust að láta kjósa um þetta því ef það kemur nei þá eru kjósendur bara þvingaðir inn í kosningabúrin aftur og aftur þangað til það kemur sú niðurstaða sem er Brussel þóknanaleg. Þetta er kallað lýðræði í ESB, en er þó bara einfalt kosningasvindl eins og var í Sovétríkjunum.
En nú eru börnin mín stór og fullvaxta og því get ég kosið með fótunum og flyt því til Íslands á næstu mánuðum.
Ég er heppinn því ég get farið. En það geta t.d. Finnar ekki. Svo seint sem 2005 var meirihluti Finna andvígur því að vera áfram í ESB. En þeir munu aldrei fá að kjósa um þetta aftur. Það er bara kosið einu sinni um svona í ESB. Ef það kemur já þá er aldrei kosið aftur. Finnar þurfa því að deyja með ESB. Þess utan þá er engin leið út úr evru aftur án þjóðfélags- og efnahagslegs sjálfsmorðs
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 4.1.2010 kl. 21:24
Já, þetta er rétt, í ESB býr Satan sjálfur og hann hefur komið yfirnáttúrulegum verum fyrir alls staðar innan Sambandsins, sem þið kallið ,,kommissera". Það eru svona ,,þeir fyrir handan" hjá ykkur eins og fólki sem trúir á geimverur og slíkt heldur að þetta sé allt eitt risastórt samsæri.
Nú ert himinlifandi yfir að vera koma heim og losna þar með úr ESB, eins og þú segir sjálfur. Ísland er hins vegar í EES en hvorki þú né aðrir félagar þínir í þessum málum virðast skilja neitt hvað í því felst. Þið talið alltaf eins og við séum ekki í ESB og upphaf alls ills sé að ganga í ESB. Við erum samt frá árinu 1993 aðilar að EES samn. sem fjallar efnislega um mest allt sem samstarf ESB felur í sér, þar með talið framsal á lagasetningavaldi og að Hæstiréttur er bundinn af dómafordæmum EB dómstólsins, alveg eins og við værum í ESB að fullu. En þið snillingarnir virðist ekki skilja að neinu leyti hvað þetta þýðir. Við erum inni í ESB að lang stærstum hluta og við höfum ekkert að segja gagnvart löggjöf sem þaðan kemur og þarf að innleiða hér. Slík löggjöf spannar stóran hluta lagasetningar á Íslandi, lög sett vegna EES, reglugerða eða tilskipana frá ESB (sem hafa að vísu farið fyrst gegnum EFTA síu en það er bara til að vingsa frá það sem ekki tilheyrir EES samn. heldur bara ESB, sem er fátt). Það eru svo ótrúlega margir sem halda að það verði eitthvað stórkostlegt skref að ganga alla leið inn í sambandið því þá ,,missum við lagasetn.valdið". Það fór 1993 og myndi tiltölulega lítið bætast við það, þ.e. málaflokkar, en eins og flest allir vita þá eru það einna helst sjávarútv. og landbúnaður. Þetta bull frá þér ber þess glögglega merki að þú virðist ekki skilja það. Talar eins og við séum bara ekkert undir ESB nú þegar, sem er hlægilegt bull.
Það sem menn óttast einna helst hér núna er að EES samn. verði sagt upp vegna gjaldeyrishaftanna, í þeim hópi eru jafnt andstæðingar sem fylgjendur við ESB, það er nú það fyndna við þetta. Sjálfstæðismenn t.d. vilja alls ekki úr EES en alls ekki inn í ESB, hversu öfugsnúið er það? Af þessu sést líka og það er einnig viðurkennt í þjóðarétti að aðildarsamn. að ESB er ekki þjóðréttarskuldbinding í þeim skilningi að ef ekki verði staðið við hann þá sé þjóð skaðabótaskyld heldur þvert á móti er þessi samningur þess eðlis að ef þjóð uppfyllir ekki lengur skilmála hans eða brýtur viljandi gegn honum þá eigi sú þjóð ekki rétt lengur til samstarfsins og hinar þjóðirnar myndu þá virða samninginn að vettugi. Skylda til samstarfsins, að standa við samninginn er þess vegna jákvæð en ekki kvöð af hendi hinna, þ.e. að þjóð heldur sjálfri sér inni í samningnum með því að fylgja honum. Ef honum er ekki fylgt, mega hinar líta á það sem uppsögn. Það sem heldur þessu samstarfi saman er vilji þjóðanna sjálfra að vera þarna en ekki skylda. Sama gildir um EES.
Þið miklu snillingar ættuð að kannski að hlusta á þá sem þið kallið evrópusérfræðinga, þó ekki nema bara til að skilja hvað þetta er, en ekki skilgreina bara allt eins og ykkur hentar, þetta er bara eitthvað samsæris-gífuryrða-bölmóðsbull meira og minna hjá ykkur.
Kveðja, Stebbi
Stebbi (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 01:54
Afsakið, ég skrifaði nafn þitt rangt Jón Kristjánsson, Bið þig velvirðingar á því.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 5.1.2010 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.