Leita í fréttum mbl.is

Bóndinn og prófessorinn í Selma um tolla Trumps. Grænland

VICTOR DAVIS HANSON

Victor Davis Hanson bóndi og prófessor í hernaðarsögu við Stanfordháskólann í Kaliforníu segir að tollar hljóti að vera mjög svo rosalega góðir og eftirsóttir fyrst að öll ríki heimsins séu með þá og hafi meira að segja byggt lönd sín upp með þeim

Victor Davis Hanson man þá tíma þegar rúsínuverð hrundi í Kaliforníu er tollabandalag Evrópusambandsins hóf niðurgreiðslur á rúsínuframleiðslu í tollatruntuháborg Evrópusambandsins. Hefðu mótvægisaðgerðir á borð við þær sem Trump innleiðir núna verið innleiddar þá, hefðu sumir bændur í Kaliforníu ekki þurft að fyrirfara sér og fjölskyldu-landbúnaður í stað stóriðnaðar-landbúnaðar væri meiri en hann er í dag

Danskir neytendur hugðust um daginn sniðganga bandaískar vörur í Danmörku þegar Grænlandsmálið hófst. En þeir gátu bara ekki fundið neinar bandarískar vörur að ráði í verslunum í einokunarveldi ESB í Danmörku. Þær sem fundust voru flestar framleiddar í Danmörku

En einhverra hluta vegna þá reiðast tollalöndin Trump fyrir að svara þeim loksins í sömu mynt. Öll lönd heimsins mega hafa tolla, nema Bandaríkin segja þau

En þá hringdi formaður Kommúnistaflokks Víetnam og sagði við Trump á föstudaginn að flokkurinn myndi fella niður alla tolla á Bandaríkin ef þau gerðu hið sama. En það var einmitt það sem Trump forseti sagði frá byrjun að Bandaríkin myndu gera, þ.e. ef mótaðilinn gerði það líka

****

Með því að fylgja krækjunni hér fyrir neðan má horfa á Donald J. Trump forseta kynna hið nýja tollafyrirkomulag Bandaríkjanna í síðustu viku. Þeir sem áhuga hafa ættu að hlusta gaumgæfilega á hvert orð forsetans: Taka vel eftir

Donald J Trump kynnir nýja tollastefnu 3 apríl 2025

Horfa: Trump kynnir nýja tollastefnu Bandaríkjanna þann 3. apríl 2025

GRÆNLAND

Já á meðan ég man; þá segir nýr ráðherra í ríkisstjórn Grænlands að Grænland muni halla sér að Kína, því þangað fari rækjur og skelfiskur landsins, og að hún eigi góðar minningar frá síðustu ferð hennar til Kína. Henni finnst einnig að heimsókn Mette Frederiksen forsætisráherra Danmerkur í síðustu viku til Grænlands hafi verið mjög "óviðeigandi"

Fyrri færsla

Evrópa er á leiðinni á nauðungaruppboð: Kaninn unir ekki að Grænland fylgi með


Bloggfærslur 6. apríl 2025

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband