Leita í fréttum mbl.is

Evrópa er á leiðinni á nauðungaruppboð: Kaninn unir ekki að Grænland fylgi með

Lönd eiga ekki vini, þau eiga hagsmuni 
– Charles de Gaulle

Ég efast ekki um að grænlenska hagkerfið myndi leysast úr nýlendulæðingi ef Bandaríkin koma að málum þar. Líklega yrði framkvæmdur uppskurður á því, sem skera myndi á nýlendukýlinu, þ.e. hinum vonlausa opinbera geira

En frumástæðan fyrir geopólitískum áhuga Bandaríkjanna á Grænlandi er sá að ESB-Evrópa er á leiðinni á nauðungaruppboð. ESB-Evrópa getur ekki varið sig sjálf, eins og sést svo vel í dag. Vonlaust er að halda svona ósjálfbjarga fyrirbæri eins og Evrópu uppi og þess vegna eru Bandaríkin endanlega að gefast upp á því. Kaninn hefur önnur glóandi járn í eldinum og sem eru honum mikilvægari

Þessi staða kallar á að Evrópa leiti ásjár hjá Rússum og Kínverjum. Danmörk mun því selja Grænland til hæstbjóðanda í þeim félagsskap eins og gefur að skilja. Og við þá geopólitísku stöðu geta Bandaríkin ekki unað. Þess vegna verða þau að koma Grænlandi í skjól, burtu út þrotabúi Evrópu, þar sem nauðungaruppboðin nálgast

Í dag er 10-ára ríkisskulda lántökukostnaður Frakklands orðin meiri en Grikklands og Spánar. Landið er að verða óstjórntækt rekald og Þýskaland er að verða það líka. Nauðungaruppboðin nálgast

Evrópa hefur ekki sameiginlega hagsmuni. Hún er norður-suður og austur-vestur. Ekkert skrifstofuveldi getur breytt því

Fyrri færsla

Svo lengi sem Grænland er viðriðið Danmörku mun heimurinn ekki líta á það sem frátekið land. Svo einfalt er það


mbl.is Bandaríkjamenn segja útilokun Le Pen áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. apríl 2025

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband