Leita í fréttum mbl.is

Svo lengi sem Grænland er viðriðið Danmörku mun heimurinn ekki líta á það sem frátekið land. Svo einfalt er það

The Hill  2025-03-31

Þetta skilur Helle Thorning-Schmidt fyrrverandi en misheppnaður forsætisráðherra Danmerkur ekki, enda oftast kölluð Gucci-Helle í daglegu dönsku tali

****

GRÆNLENDINGAR EKKI SPURÐIR

Þetta skilur hún sem fyrrum danskur forsætisráðherra úr danska sósíaldemókrataflokknum auðvitað ekki þegar hún í CNN sunnudaginn 30. mars 2025 sagði að ekkert hindri Bandaríkin í að opna enn fleiri herstöðvar á Grænlandi. Þar með er hún að segja að Grænland á höndum Dana geti þess vegna orðið hernaðarnýlenda annarra landa, og þá fyrst og fremst sökum þess að Danir eru Grænlendingum algjörlega getulausir í varnarmálum – eins og í flestum öðrum málum: þó einkum í tilvistarlegum, efnahagslegum, félagslegum, og þjóðaröryggislegum efnum

Og ekki er hún að spyrja Grænlendinga um leyfi fyrir neinu þegar hún opnaði fyrir snilli sína í bandarískum fjölmiðlum í gær. Þar úthlutaði hún í beinni útsendingu herstöðvaaðstöðu til Bandaríkjanna án þess að spyrja neinn Grænlending að neinu, frekar en nokkru sinni hefur verið gert af hálfu hins gamla nýlenduveldis Dana. Þarna sést einmitt danski nýlendupraxísinn í praxís á Grænlandi. Og þarna sannast orð JD Vance varaforseta Bandaríkjanna, Þorgerði Katrínu til mikillar gremju

Síðastliðin 50 ár hefur Danski herinn verið látinn koðna niður í ekki neitt og Danmörk nær aldrei staðið við NATO-skuldbindingar sínar, fyrst og fremst vegna þess að Danmörk er bóla á rassi Þýskalands og fylgir ávallt fordæmi þess (við borgum ekki), enda gervihnöttur á sporbraut um fyrst og fremst þýska ríkið, en ekki um Bandaríkin

Það sást sérlega vel í Síðari heimsstyrjöldinni þegar flokkur Sósíaldemókrata við völd píndi danskt efnahagslíf til að snúa sér burt frá Engilsöxum og að Þýskalandi til að hámarka afköstin í þágu nasista, þannig að Danmörk varð næst stærsta viðskiptaland þýska Nasistaflokksins á eftir Ítalíu, hernámsárin öll

Eftir stríðið þvinguðu danskir sósíaldemókratar svo danskt atvinnulíf til að taka þátt í "refsiaðgerðum" gegn til dæmis Suður-Afríku, Síle, Írak og Burma, en aldrei gegn Sovétríkjunum né Kína, Íran eða Sádi-Arabíu. En nú þola danskir sósíaldemókratar ekki Rússland lengur, því Rússland sveik sósíalisma Evrópusambandsins, sem sækir fyrirmynd sína til pólitísks skipulagsveldis Sovétríkjanna

EINFALT

En ef Grænland væri hins vegar Bandarískt, þá þyrfti enga aukalega herstöð þar, því allir vissu að landið væri Bandarískt – og þar með algjörlega frátekið. Svipað gildir einnig ef sjálfstætt Grænland gerði varnarsamning við Bandaríkin, eða færi í svipað ríkjasamband við þau og t.d. Puerto Rico

RÖKIN

Rök Bandaríkjanna í þessi máli eru þau; að losni Grænland undan Dönum og verði sjálfstætt og fullvalda ríki; að þá geti Grænland sjálft gert þá samninga við Bandaríkin sem þau kunna að vilja og þurfa. Í dag mega Grænlendingar varla sjálfir tala við erindreka annarra ríkja. Hringja verður niður í danska utanríkisráðuneytið í Kaupmannahöfn þegar sauðnautin á staðnum komast að því að þau eru á leið til Kína frá kínverskum flugvöllum á Grænlandi

NOKKRAR STAÐREYNDIR MÁLSINS

Ratsjárstöð á Grænlandi er fínt fyrir þarfir Bandaríkjanna þar. En öll alvöru hernaðaruppbygging á norðurslóðum yrði hins vegar að vera á Íslandi. Og einungis frá Íslandi geta Bandaríkin sinnt Grænlandi eins og þarf

Engin djúpsjávarhöfn getur orðið til á Grænlandi, hvorki vestan-, sunnan-, né austanmegin. Erlend heimahöfn bandarísks flugmóðurskips gæti því aldrei orðið á Grænlandi. Fordæmi fyrir slíku fyrirkomulagi er Yokosuka, Japan. En hún gæti orðið á Íslandi

Rúmir 1500 km eru frá bandarísku Pituffik herstöðinni til Nuuk. Flugleiðin frá Nuuk til Keflavíkur er þó 100 km. styttri.

Og ekki batnar staðan þar nyrðra við það að Kanada hefur vanrækt NATO-skuldbindingar sínar að sama marki og Danmörk. Hefur Danmörk því engan vegin verið sá "góði bandamaður" sem hún allt í einu segist vera núna. Því fer fjarri

AÐ LOKUM

Annars er það harkan sex, eins og Ísland lenti í 1940 og 1941. Og þá vorum við glöð að Bretar og Bandaríkjamenn urðu fyrstir, en ekki meginland tapara ESB-Evrópu

Fyrri færsla

Landsölupakkhús Þorgerðar fúlt út í JD Vance


Bloggfærslur 31. mars 2025

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband