Leita í fréttum mbl.is

Kannski hægt að byrja á farsímavef Veðurstofunnar - strax í dag? [u]

Server at www.vedur is Port 80

Skjáskot: Óvirkur farsímavefur Veðurstofu Íslands, fimmtudagur, 27. mars 2025 kl. 21:39:35. Vefurinn er búinn að vera í þessu ásigkomulagi í rúman sólarhring. Hann er oft það eina sem hægt er að notast við þegar merkjasamband til gagnasendinga er lélegt eða þegar rafmagnið fer og einungis 2G eða EDGE hanga uppi

****

Já. Farsímavefur Veðurstofu Íslands hefur verið niðri, óaðgengilegur og óvirkur í rúman sólarhring. Og enga tilkynningu um eitt né neitt er að finna á aðalvef Veðurstofunnar - þar sem slóðina inn á farsímavefinn er að finna efst á forsíðu vefsetursins. Ég og mínir nota farsímavefinn mög mikið, bæði fyrir landsveðurspár, staðarspár, veðurathuganir og jarðskjálfta, því hann er einfaldur, léttur og handhægur: þ.e. góður vefur, skilvirkur og laus við glingur og þvætting

Screen Shot 2025-03-27 at 22-10-32

Skjáskot: Og skilríkin að renna út. Ég ákvað að treysta þeim samt (þess vegna "custom")

Og engar tilkynningar til notenda eru birtar um hvenær Veðurstofunni þóknist nú að koma sér út úr stofuveðrinu sem greinilega ríkir þar um allan aldur og stafræna eilífð

Screen Shot 2025-03-27 at 21-47-32

Það er mjög slæmt þegar farsímavefur Veðurstofunnar er óvikur. Og það er mjög slæmt að stofnunin skuli ekki fylgjast betur með þeim lágmarks grunnöryggiskerfum landsins sem á hennar ábyrgð eru

Hvernig væri nú að kippa þessu í lag?

=====

Uppfært föstudagur, 28. mars 2025 kl. 22:07:16

Veðurstofan hefur um miðjan dag í dag fjarlægt krækjuna inn á farsímavefinn, sem höfð var efst á forsíðu hennar, vedur.is. Enga skýringu eða tilkynningu til notenda er finna neins staðar um þetta mál. Stofuæði ræður ríkjum. Þetta mál mun sennilega seinka verulega mánaðaruppgjöri Veðurstofunnar yfir áhuga- og getuleysi hennar í stafrænum efnum

RIDDARAR VEGANNA

Hjá Vegagerð ríkisins horfa veftæknimál hins opinbera hins vegar öðruvísi við, því þar minnka menn bara allar myndir af vegakerfinu úr vefmyndavélum Vegagerðarinnar um helming, svo að holurnar í vegakerfinu, færðin og ástand veganna sjáist helst ekki á hinum nýja vef fyrirtækisins, þ.e. ef "fyrirtæki" skyldi kalla. Þar á bæ kallast slíkt framfarir. Grautarhausar á opinberri framfærslu ráða för

Fyrri færsla

Hamast við moksturinn í Reykjavík


mbl.is Almannavarnir bregðist við hernaðarástandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. mars 2025

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband