Leita í fréttum mbl.is

Fallbyssur Trumps í tollamálum

Frakkland verður í þetta skiptið verst úti, en Þýskaland mun samt fara verst út úr Tolla-Trump því þar er um allan þýska bílaiðnaðinn að ræða, plús meira

Skyldi maður þó ei gleyma Rín og Mósel á 35 milljón manna landsvæði til dæmis þriggja ríkja Vestur-Þýskalands, nú þegar Rúrið er að verða hálf rafmagnslaust. Og gott er að muna að Trier býður því áfram upp á fundaraðstöðu fyrir suma bændaflokka, en aðra ekki

Evrópusambandið, sem leikur sama viðskiptahagnaðar-leikinn gagnvart Bandaríkjunum og Kína leikur, getur ekki svarað í sömu mynt með neitt. Og Bretland er farið burt úr Evrópusambandinu og það var Ameríka Evrópu í innflutningsefnum og í viðtöku á landflótta umframsparnaði evrulanda. Og gagnvart Kína getur Evrópusambandið ekkert aðhafst því það sjálft er Kína Evrópu, en þó alveg sérstaklega Þýskaland

Nú er úr algjörlega óvinnandi innvortis bikkjubunka Evrópusambandsins að ráða. Trump er tvær sekúndur að ákveða mótleiki sína á meðan ESB er með ellihruman heilann splattaðann út í 27 pörtum og öndunarfærin utanáliggjandi - og á þeim stendur Trump þegar honum sýnist, horfandi á blámann færast yfir austrið. Um er að ræða bæði bláma og blámann í fleirtölu eins og Maxím Gorkí sagði frá á sínum tíma

Það mun taka Evrópusambandið nokkur ár að skilja að Bandaríkin nota frá og með nú tolla til að umbylta bandaríska hagkerfinu til að passa við nýja stöðu Bandaríkjanna á veraldarsviðinu: þ.e. að fara úr alheimslögguhlutverkinu í einpóla heimi og yfir í öflugasta heimshlutaveldið í margpóla veröld. Og slíkt krefst gagngerra breytinga á hagkerfi Bandaríkjanna

Í tilfelli Bandaríkjanna snúast tollamál því ekki um innflutning á vörum og verðlagi þeirra í Bandaríkjunum miðað við aðrar vörur, heldur um að auka hagnað innlenskrar framleiðslu sem síðan mun minnka hlutfallslegan þátt einkaneyslu heimilanna í hagkerfinu, en samt ekki í krónum talið því aukinn hagnaður innlenskrar framleiðslu mun stækka landsframleiðsluna svo mikið að heildarvirði einkaneyslu heimilanna mun jafnvel aukast. Strúktúr hagkerfisins mun því breytast - mikið

Nú er gaman

****

PS: Frakkland má líklega þakka fyrir að Trump krefst enn sem komið er ekki ljósmynda af skorpulifur, grenjandi smábörnum, krossum á leiðum og klesstum ökutækjum á vínflöskum frá ESB-löndum, eins og ESB gerði þegar um tóbaksvörur frá Bandaríkjunum var að ræða. Þjóðverjar, Frakkar og Sívar gætu líka skoðað 180 prósent óbeina tolla Danmerkur á innfluttum bifreiðum í DDR-light

Tralla la la. Þetta kemur... þetta kemur...

Fyrri færsla

Bandaríkin eru tilbúin að fjárfesta milljörðum dala í Grænlandi. F35A-samningur í hættu


mbl.is Trump: 200% tollur á áfengi frá ríkjum ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. mars 2025

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband