Leita í fréttum mbl.is

Bandaríkin eru nettó-innflytjandi

Af hverju skyldu Bandaríkin ekki vinna "tollastríð" þegar þau flytja aðeins út 13 prósentur landsframleiðslunnar

Og vel að merkja þýða nýir tollar ekki endilega "tollastríð" því land eins og Þýskaland sem flytur út 47 prósentur landsframleiðslunnar getur ekki svarað í sömu mynt án þess að verða dæmt sem gengisfalsari og hrægammasjóður dulbúið sem ríki, sem það er: þ.e. cartel

Bandaríkin eru ekki útflutningsland. Þau flytja fyrst og fremst inn og þeim innflutningi og fyrirkomulagi hans vill Trump breyta. Og það getur hann vel gert - með mjög góðum árangri

Glóbaliseringin var dæmd til að leiða fram einmitt þessi viðbrögð nettóinnflytjandaríkis á borð við Bandaríkin, þegar því fer að leiðast hlutverkið sem neytandi alls heimsins til þrautarvarna

Það fer ekki ESB-alka á borð við Þorgerði Katrínu að koma með svona fávitalegar yfirlýsingar. Hún veit ekkert því ESB-alkar vita aldrei neitt. Heilinn í þeim er sennilega lyga- og klisjuskaddaður sbr. raðlygar þeirra um "aðildarviðræður" þegar þær eru ekki til, heldur bara acquis

PS:

Ég bíð með spenningi eftir þingkosningunum í Þýskalandi þann 25. þessa mánaðar, því ekki er með öllu útilokað að spá Beatrix von Storch í AfD-flokknum í þýska ARD sjónvarpinu 2016, um að Angela Merkel kanslari, öryggis síns vegna, neyðist til að flýja Þýskaland eftir gömlum flóttaleiðum til Suður-Ameríku, þegar hún fer frá völdum, muni rætast í jafnvel þessum febrúarmánuði anno 2025. Angela Merkel, sagði hún, "hefur eyðilagt Þýskaland það mikið að leita þarf aftur til ársins 1945 til að finna álíka eyðileggingarafl í Þýskalandi og Evrópu". Þetta er sú flóttaleið sem Erich Honecker flokksfélagi Angelu Merkel úr DDR fór - og fleiri á undan honum

Hollt er að minnast þess að Rúmenía var skuldlaust ríki þegar íbúarnir tóku Nicolae Ceausescu forseta af lífi

Fyrri færsla

Kristrún að kafna undir Ingu. Kvika blasir við


mbl.is Þorgerður Katrín: Tollastríð gagnast engum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. febrúar 2025

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband