Leita í fréttum mbl.is

Er Frakkland ekki með síma?

Já en minn kæri Emmanuel Macron forseti Frakklands:

Af hverju hringdir þú ekki bara sjálfur beint í Vladímír Vladímírovich Pútin forseta Rússlands?

Eða ertu nokkuð að bíða eftir því að Pútín lengi langa borðið sem þú varst settur fyrir endann á 2022, svo það nái alla leið til Parísar? Svo að þú getir setið við borðendann þar?

Hin raunverulega ástæða fyrir valda- og áhrifaleysi þínu er sú að þú ert í Evrópusambandinu, þar sem allir horfa á hvorn annan og bíða eftir að eitthvað gerist

Til dæmis sagði Kaja Kallas (ó)öryggismálastjóri Evrópusambandsins –þar sem þú ert einn af tuttugu og sjö– að búta ætti Rússland niður í parta á stærð við fiseindir. Þetta sagði hún á vegum Evrópusambandsins fyrir aðeins 12 mánuðum síðan. Í dag heimtar hún hins vegar að fá sæti við Trump-Pútín-"borðið". Hvað gerðist eiginlega á þessum síðustu 12 mánuðum?

Ykkur er ekki viðbjargandi þarna í Evrópusambandinu. Sambandið gerir greinilega þjóðkjörinn mann eins og þig, Macron minn, mjög lítinn, en ókjörna klikkhausa á borð við Kaju Kallas mjög stóra

Er þetta ekki yndislegt...

Slíkt ófyrirkomulag getur auðvitað ekki endað vel

Þú hefur alla mína samúð, Macron forseti, því þið í Evrópusambandinu gerið ykkur greinilega öngva grein fyrir hvað í vændum er

Fyrri færsla

Trump forseti: "Ef þeir vilja það þá er það bara frábært"


mbl.is Ætlar að nýta sér einstakt samband við Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. febrúar 2025

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband