Leita í fréttum mbl.is

Komst ekki upp í MiG-25 flughæð

Hin rússneska MiG-25 frá 1964 hefur komist upp í 130 þúsund feta hæð, sem er mun hærra en svo kölluð Starship SpaceX komst í gær

****

Þetta er sprenghlægilegt. Þessi svo kallaða, og nú sannarlega aleldaflaug frá Space-X (bráðum ex-Space) komst varla upp í þá flughæð sem sovéska MiG-25 herþotan náði auðveldlega, það er að segja upp í 100 þúsund feta hæð, sem er rétt rúmlega þreföld flughæð farþegaþota. MiG-25 hefur reyndar komist upp í 130 þúsund feta hæð, enda er hún frá árinu 1964

Greinilega sást í gær að SpaceX Starship flaugin var of hægfara alveg frá byrjun, skildi seint og illa við pallinn, hitaskildir byrjuðu strax að hrynja af henni, sprengingar í Raptorhreyflunum hófust snemma, og sem reynst hafa misfóstur frá byrjun. Flaugin skemmdi allt í kringum sig, mannvirki og byggingar, og stórskemmdi steypuna undir henni. Skotið var því fíaskó frá upphafi til enda og óvíst er um framtíð og traust fyrirtækisins, sem nú þegar er á niðurgreiddum brauðfótum

Burðargeta þessarar SpaceX Starship flaugar sem sprakk þarna í gær er sögð vera 150 tonn. Saturn-5 frá 1967 og sem fór með þrjá Bandaríkjamenn á sporbraut um tunglið og lenti tveimur þeirra þar sumarið 1969 og flaug þeim síðan til baka heim, hafði 140 tonna burðargetu og var þyngd hennar á skotpallinum ekki nema tæplega þrjú þusund tonn á móti fimm þúsund tonna þyngt SpaceX Starship

Þessir snillingar hjá SpaceX hafa sem sagt aukið þyngd flaugarinnar um tvö þúsund tonn til að koma tíu tonnum meira á sporbraut um jörðu. Athugið að 56 ár eru liðin frá því að Saturn-5 gat sent 140 tonn á sporbraut um jörðu. Það er rúmlega hálf öld. Histerísk og jafnframt krónísk múgsefjunin í kringum SpaceX leyndi sér ekki í gær. Fólk klappaði jafnvel þegar flaugin sprakk

SpaceX Starship flaugin fór því sömu leið og hlutabréfin í Tesla sem hrundu aukalega um 10 prósentur í gær, eftir að hafa fyrst hrunið um tæpar 60 prósentur frá því í október 2021, þegar í ljós kom að Tesla er bara venjulegur bílaframleiðandi en ekki tæknifyrirtæki. Eiga þau bréf því eftir að falla um 80-90 prósentur í viðbót eða niður á það sem markaðurinn metur aðra bílaframleiðendur á - eða úr v/h-51 niður á verð/hagnaðarhlutfallið 5 til 20. Reyndar féll v/h hlutfallið hjá Tesla úr 51 niður í 46 á einum sólarhring í gær

Áskorunin - geimbíómynd

Á meðan taka Rússar heilar bíómyndir upp úti í geimnum og þurfa því ekki tölvueftirhermur, enda ráða þeir yfir eigin farskjótum og geimstöðvum og eru því fullvalda ríki í geimferðum og geimferðatækni

****

Rússneska bíómyndin Áskorunin fer nú í dreifingu erlendis, sagði Tass í gær. En hún er fyrsta leikna bíómynd veraldar sem tekin er upp úti í geimnum. Frá og með 27. apríl verður hún sýnd í kvikmyndahúsum í Serbíu, Bosníu og Hersegóvínu, Svarfjallalandi, Króatíu, Slóveníu, Makedóníu, Barein, Egyptalandi, Jórdaníu, Írak, Íran, Katar, Kúveit, Líbanon, Sameinuðu Arabísku furstadæmunum, Óman, Palestínu, Sádi Arabíu, Sýrlandi og Súdan.

Telur þá sýningarsvæðið 542 milljón manns

Vesturlönd eru að brenna sig upp að innan í einu allsherjar rauðgrænu sjálfsvígi og úrkynjaðri baneitrun, eins og sjá mátti til dæmis hér hjá ítalska Ansa í fyrradag. Evrópusambandsaðild og evruupptaka hafa eyðilagt Ítalíu

Fyrri færsla

Þið eruð næst


mbl.is Geimflaug Musk og SpaceX sprakk í háloftunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. apríl 2023

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband