Leita í fréttum mbl.is

Ísland er með varnarstefnu og hún er ekki Þorgerður

Varnarstefna Íslands byggir á þeim stjórnmálum og þeim geopólitísku staðreyndum að Bandaríki Norður-Ameríku eru mesta flotaherveldi mannkynssögunnar sökum landfræðilegrar legu þeirra. Þau eru eyríki eins og Ísland og eru þess vegna sett upp til að mæta andstæðingum sínum rúmlega hálfa leið að miðju Atlantshafs og Kyrrahafs. Ísland er innan þessa varnarsvæðis, sem betur fer. Við eins og Bandaríkin erum á vesturhveli jarðar. Við erum því ekki á landmassa gamla heimsins; stríðsheimsins

Nær allur herstyrkur Bandaríkja Norður-Ameríku er sérsniðinn út frá þessari geopólitísku staðreynd og sömu sögu er að segja um þá þjóðaröryggislöggjöf sem er grunnur þeirrar stefnu: en hún fyrirskipar hve mörg flugmóðurskip og þar með varnarhópar skipa og kafbáta (e. carrier strike groups) ásamt gervihnöttum skuli vera í rekstri og standa þá vaktina og hvar. Ekkert annað ríki jarðar né ríkjasamsteypa hefur efni á né landfræðilega getu og aðstöðu til að reka svona öflugan djúphafsflota

Bandaríkin eru ekki landherveldi eins og sést núna á stríðinu í Úkraínu, og sást þar áður í Síðari heimsstyrjöldinni, sem Rússar unnu í Evrópu. Ætlunarverk Bandaríkjanna er ætíð það að stríðið nái ekki hingað út í mitt Atlantshaf eða Kyrrahaf

Það sem Þorgerður Katrín úti á því túni er að biðja um, er að Evrópustríðin séu flutt hingað inn eins og aðrar paprikur Viðreisnar frá ESB. Þorgerður er því gott efni í landráðamann í varnarmálum

Ísland er undir samningsbundinni flotavernd mesta flotaveldis mannkynssögunnar og því vill Þorgerður úti á túni fórna fyrir ESB-stimplaðar paprikur og fátækt

Allt sem á ESB-túni Þorgerðar hingað til hefur vaxið, er tóm tjara af landráðaætt og jafnvel enn banvænna illgresi fyrir Ísland en það

Fyrri færsla

Kína talar í hljóðnema, hátalarinn er Rússland


mbl.is Vill varnarstefnu fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. febrúar 2023

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband