Leita í fréttum mbl.is

Hvernig gengur stríðið? og T-62

****

OPERATIONS OF ENCIRCLED FORCES - GERMAN EXPERIENCES IN RUSSIA 140 px

Fyrir áhugamenn
(Sagnfræðideild Bandaríska hersins)
Allar útgáfur

****

VEÐURATHUGUN

Staðan núna er sú að Rússland hefur um það bil 22-28 prósentur af flatarmáli Úkraínu á sínu valdi. Sé vald Rússlands yfir Krímskaga talið með þá ráða Rússar um það bil 26-32 prósentum af því landsvæði sem er Úkraína

Mannfjöldinn á þessum 140 til 180 þúsund ferkílómtetrum er 10 til 12,7 milljónir manna og sé mannfjöldi Krímskagans lagður við þá lúta um það bil 12 til 14 milljónir Úkraínumanna stjórn Rússlands núna. Til samanburðar er allt landsvæði Stóra-Bretlands 242 þúsund ferkílómetrar að stærð. Um er að ræða þessa landshluta (r. og ú. oblast):

Luhansk - hlutann allan
Kharkiv - hlutann að miklu leyti
Donetsk - hlutann að mestu leyti
Zaporizhzhia - hlutann allan
Kherson - hlutann allan
(og Krím - hlutann allan)

Hafið einnig í huga að það landsvæði sem Rússar hafa náð á sitt vald er marflatt eða í besta falli bugðótt flatlendi þar sem hvergi nema í skógum og í þéttbýli er hægt að fela sig og finna skjól, enda er það það sem Úkraínuherinn gerir, þ.e. skýlir sér í borgaralegu fjölmenni og í skógum. Þannig að allt tal um að stríðið í Úkraínu verði "nýtt Afganistan" á ekki við nein rök að styðjast. Frekar ætti tala um "nýja Berlín", sé farið út í þá sálma

Sem sagt: Rússneski herinn sem mánuðum saman sagður hefur verið getulaus her "geðbilaðs" eða "fársjúks forseta" og her klaufhala með léleg vopn í höndum, hefur metra fyrir metra hakkað sig í gegnum landsvæði sem er næstum 100 prósent bardagavænn völlur, en ekki óbardagahæf fjöll, hellar og óyfirstíganlegar náttúruhindranir

Sennilega hefur enginn vestrænn her háð bardaga af þessu tagi og náð slíkum landvinningum í þannig stríði og þannig aðstæðum síðan að Rauði herinn í Síðari heimstyrjöldinni braut hryggsúlu þýska landhersins í spón í einmitt Úkraínu. Þess vegna er Úkraína innbyggð í DNA Rússlands. Þetta stríð er ekki eins og Kóreustríðið og heldur ekki eins og stríðið í Írak

Þetta eru þá um það bil 1500 ferkílómetrar á dag, eða um það bil hálfur Borgarfjörður og innsveitir á dag á þeim 13 vikum sem stríðið hefur staðið

En hvar hafa svo kallaðir "fjölmiðlar okkar" verið allan þann tíma. Jú, úti á túni að tala við sjálfa sig og engan annan. Þá tekur sig því ekki að opna né borga fyrir lengur

Í fyrradag kom enn ein útátúni-saga þeirra um að Rússa skorti svo vopn að þeir neyddust til að senda hina nokkuð til ára sinna komnu T-62 skriðdreka út á vígvöllinn. Þetta er eins og að reyna að segja útlendingum að skortur sé á fiski á Íslandi. Aðeins þeir fávísu trúa slíku og því miður er alltaf nóg til af þeim

Það landsvæði sem Rússland hefur lagt undir sig þarf að sjálfsögðu að lögga; þ.e. á því þarf að reyna að koma í veg fyrir að skilvirkar skemmdarverkasveitir Úkraínuhers nái árangri með bakárásum á birgða- og viðhaldslínur til rússneska hersins, ásamt mikilvægum innviðum, bæði hernaðar- og borgaralegum

Rússland á sennilega 5 til 15 þúsund stykki af T-62 á lager og í geymslum og hluti þeirra hefur þess utan verið uppfærður með nýjustu rafeinda- og samskiptatækni. Þessir skriðdrekar verða því sendir inn á hernumdu svæðin og notaðir þar sem vegtálmar, eftirlits-, stjórn-, og vaktpóstar. Notaðir sem vel hreyfanlegir vaktturnar, vopnaðir fall- og vélbyssum, með nýjustu rafeinda- og samskiptatækni - og örugg skjól og svefnstaður fyrir þá hermenn sem manna munu þá sem hreyfanlegar eftirlitsstöðvar (sjá frétt 2021 um T-62 og fyrsta start áhugamanna á V12-strokka vél T-62)

Það er hreint með eindæmum hversu lélegir fjölmiðlar vesturlanda eru orðnir. En einkum þeir ættu að vita að birgðir Rússneska hersins af nýstárlegum skriðdrekum eru stærri en birgðir Bandaríkjahers. Slíkt er auðvitað aðeins eðlilegt því Rússland er ekki flotaveldi heldur fyrst og fremst geim-, flug-, og landhersveldi, sé eldflauga- og kjarnorkuvopnamálum haldið utan við umræðuna

Vestrænir fjölmiðlar minna mig nú orðið mest á þá fjölmiðla sem Sovétríkin ráku og sem afbökuðu allar fréttir og staðreyndir. Evrópusambandið og ráðamenn þess eru hins vegar farnir að minna mig mest á Maó-Zedong-sjálfstortímingarveldi kommúnista, því þeir eru farnir að tala og hegða sér svipað, talandi um "stór skref" og öll í sjálfstortímingarátt

Rússland er hins vegar markaðshagkerfi í dag og rekur ekki sovétríki. Það er hins vegar Kína sem rekur sovétríkið og Stalínistískt gúlagkerfi þess í dag. Ekki Rússland. En Rússar hljóta að horfa með skelfingu vestur um höf þessi árin, og lítast afar illa á þau niðurrif sem þar fara fram, næstum því hvern einasta dag ársins

Rússland er líklega ekki lengur nógu vinstrisinnað land til að njóta stuðnings nútíma-sovétdýrkandi vinstrimanna á vesturlöndum, en samt búa 70 prósentur Rússa í einmitt þeim hluta heimsins og ekki í Asíu

Ég mun í næsta stríðsveðurskeyti koma inn á orsakaupphaf stríðsins og hvað breyttist í markmiðum þess eftir að það hófst. Þetta er heitt stríð og það er kerfislega mikilvægt. Þetta er ekki kalt stríð

====

PS.: Ég skil ekki af hverju menn tala um Úkraínu sem "brauðkörfu" Evrópu og jafnvel heimsins. Samkvæmt tölum tölfræðideildar FAO er Rússland langsamlega stærsti hveitiútflytjandi veraldar með 44 milljón tonn, en Úkraína er hins vegar í fimmta sætinu með 16,3 milljón tonn (2018)

Og nú þegar Úkraínumenn hafa sjálfir sprengjulagt útskipunarhafnir lands síns þá er því haldið fram í sovétmiðlum vesturlanda að Rússland sé að reyna að svelta heiminn. Þessi sprengjudufl koma þó varla að sök fyrir Úkraínu því útflutningur hennar fer þá bara um Rúmeníu, samþykki hún það. En Úkraína mun bara ekki hafa svo mikið til að flytja út þetta árið, því miður. Og þar sem Vesturlönd hafa lokað á útflutning Rússlands þá verða þau líklega að láta sér nægja fjölmiðlasúpuna í öll mál - þ.e. haldi þessi skrípaleikur áfram

Fyrri færsla

Rússar verða sennilega eins lengi í Úkraínu og þeim sýnist


Bloggfærslur 2. júní 2022

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband