Leita í fréttum mbl.is

Bandaríski herinn að verða þurrausinn?

ER EVRÓPUSTRÍÐIÐ SEM STOPPAÐI 1945 HAFIÐ Á NÝ?

Upptaka: Verkfræðideild Wagner-hergrúppu Rússlands grefur skotgrafir og leggur hindranir, segir í textanum við þessa upptöku. Ég hef ekki hugmynd um hvort að þetta sé rétt sem stendur við upptökuna eða ekki. En ég skil þó stærðir og víddir þegar ég sé þær

****

Samkvæmt þessum fréttum hafa Bandaríkin til þessa sent 800 þúsund stykki af stöðluðum 155 millimetra NATO-stórskotaliðssprengjum til Úkraínu. Hafa þær allar verið notaðar til að skjóta á Rússa og íbúana í Donbass. Þetta magn nemur 75 prósentum af öllum slíkum skotfærum sem öll NATO-löndin í heild hafa sent leppstjórn sinni í Kænugarði. Kvöldverðadeild NATO í Evrópu sá þá væntanlega um síðustu 25 prósentin

Fréttin segir að Bandaríkin þoli ekki að missa meira af þessum skotfærum án þess að sjálf standa varnarlaus í þessum efnum og ófær um að stunda herþjálfun. Ársframleiðsla Bandaríkjanna er 170 þúsund stykki eða 14 þúsund á mánuði. Það mun taka þau mörg ár að safna birgðum á ný. Svipuð saga er með stýriflaugar. Samt er enn sem komið er einungis um "sérstaka hernaðaraðgerð" en ekki stríð að ræða að hálfu Rússlands

En bíddu nú hægur. Hvað þá með þessar stanslausu fréttir í samfellt sjö mánuði um að Rússar séu að verða uppiskroppa með skotfæri. Voru þær þá bara uppþornuð prentsverta úr Þriðja ríkinu? Eða kannski því Fjórða?

Víglína Rauða hersins náði hámarkslengd 1942. Var hún þá 3058 kílómetrar að lengd. Svarar það til vegalengdarinnar frá Keflavík til Bergen í Noregi - og til baka heim aftur, eða til 4-5 tíma þotu!flugs. Í dag er víglínan hins vegar þúsund kílómetrar

Þanþol er fastnegld innrétting í varnarmálastefnu Rússlands. Þeir sem halda enn að Rússneski herinn sé þyrlupallur á þaki sendiráðs í Saigon, tja já, lesi þeir bara vesturlensku teblöðin sín áfram. Þau vaxa ekki á trjám og kosta því ekki neitt

Ég mæli með

The Soviet-German War - Glantz

Sækja PDF

****

Tengt: Byggt að hluta til á verkum David M. Glantz: Hvernig Rauði herinn lagði Þriðja ríkið að velli (upptaka: fyrirlestur dr. Jonathan House)

Fyrri færsla

Bíddu voru ekki Rússar búnir með skotfærin? [u]


mbl.is Úkraína vill meiri loftvarnir frá Vesturlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. október 2022

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband