Leita í fréttum mbl.is

Uppgjörið: Landsframleiðslan 2020

Hagstofan kom með uppgjör yfir landsframleiðsluna á síðasta ári á föstudaginn:

Við erum með VLF-samdrátt upp á 6,6% á árinu 2020, í heild.

Slæmt já, en ekki það hrun sem menn óttuðust

Síðasti fjórðungur af fjórum á árinu 2020 óx um 4,8% miðað við þann þriðja (bati), og miðað við sama fjórðung á árinu 2019 var samdrátturinn 5,1% á fjórða fjórðungnum (milli ára)

Vöruútflutningur dróst saman um 8,5% á árinu, sem er flott niðurstaða miðað við allt

En samdráttur í útfluttri þjónustu var 51,2% á árinu. Ferðaþjónustan hrundi um um 74,4% á meðan annar þjónustuútflutningur virðist standa sig, því annars hefði hrunið í útfluttri þjónustu verið meira í heildina

Vöruinnflutningur dróst saman um 12,5% á árinu og innflutningur þjónustu um 38,5%. Bara fínt. Meira af þessu!*

Sem sagt; vöruútflutningur var nokkuð í lagi miðað við aðstæður ytra á meðan þjónustuútflutningur hrundi. Ferðaþjónustan er náttúrlega algjört drasl og síðasta sort til að reiða sig á. Þolir ekkert. Prump bransi sem krefst miklu meiri innflutnings en af er látið. Nettóframlag hans í virðis- og velmegunarsköpun er því nálægt núlli. Þarna er hestöflum hins vel menntaða hagkerfis okkar eytt í spól úti í mýri. Illa er farið með þau. Breyting verður að eiga sér stað þarna, því annars verðum við suður-evrópskri fátæk að bráð. Ferðaþjónustu fylgir ávallt hrun í hagvexti landa til lengri tíma litið

Einkaneysla dróst saman um 3,3%
Fjárfestingar drógust saman um 6,8%
Samneysla jókst um 3,1% (það eina sem jókst)

Það eru sem sagt utanríkisviðskipt með þjónustu sem eyðilögðu árið

Takið eftir að samdrátturinn í einkaneyslu er vegna þess að fólk fékk ekki að kaupa það sem það vildi og bað um. Þetta er því framboðskreppa - ekki eftirspurnarkreppa. Mikilvægt

Árið 2020 fyrir Ísland og nágranna okkar:

Ísland -6,6%
Bandaríkin -3,4% (dugnaður Trumps)
Kanada -5,5%
Bretland -10,0%
Frakkland -9,0%
Þýskaland -5,4%
Ítalía -9,2%

Það er náttúrlega ekkert að marka Kína (+2,3% hagvöxtur) því þar er það Miðstjórn Kommúnistaflokksins sem ákveður hagvöxtinn, ekki hagkerfið. Þar er output samkvæmt pöntun (fer eftir magninu af ríkislánsfé) og rangstæðar og ónýtar fjárfestingar eru aldrei afskrifaðar né niðurskrifaðar í virðisaukaþætti fjárfestinga í þjóðhagsreikningum. Allar bækur fjármálafyrirtækja eru því krónískt stútfullar af þvælu og ónýtum lánasöfnum. Þetta tifar. Þetta tifar

2021

Árið 2021 byrjar ekki vel því Evrópusambandið klúðraði bóluefnismálum 448 milljón manna. Vesalingaveldið vex og hörmungar þess sístækka og 67 milljón manns yfirgáfu það því á síðasta ári

Ríkisstjórn Íslands gafst upp á sjálfri sér og tók þátt í klúðrinu. Þetta leiðir hugann að Sovétríkjunum sálugu og er meiriháttar hneyksli í Íslandssögunni. Af hverju missir ekki einhver vinnuna þarna? Þið gerðuð á ykkur og þurrkið því á íslensku þjóðina. Þið eruð nú meiri Icesave- og orkupakka vesalingarnir! Þetta er algjör aumingjadómur

------

* Fínt, því viðskiptageiri hagkerfis okkar (e. tradable sector) er svo lítill miðað við heildarstærð hagkerfisins, eins og ávallt er í litlum hagkerfum. Það þarf því að hefta innflutning og auka og vernda innlenda framleiðslu massíft. Um að gera. Allt annað mál gildir um stór hagkerfi. Þeir sem segja annað á Íslandi eru annað hvort í sértrúarsöfnuði um e-merki og Schengen eða í stuttbuxnadeild

Fyrri færsla

Síðasta reiðhjólabóla umhverfis (næstum ekkert) 1890


Bloggfærslur 28. febrúar 2021

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband