Leita í fréttum mbl.is

Wuhan-veiran finnst í kínverskum ís

Fréttastofur Sky News og Yahoo segja að Wuhanveiran hafði fundist í kínverskum ís sem seldur er í neytendapakkningum innanlands í Kína. Þar virðist hún hafa það gott

Það þarf víst ekki að benda íslenskum yfirvöldum á hættuna sem að fiskútflutningi okkar myndi steðja ef veiran kæmist úr verkunarfólki í fisk til neyslu og útflutnings

Þeir sem segja sóttvarnir við landamærin og innanlands óþarfar og jafnvel ekkert gagn gera, hljóta að minnsta kosti að taka þessum rökum þó svo að þeir taki beinum fólksvörnum fálega

Um það bil 37.500 manns liggja nú á sjúkrahúsum Bretlands vegna kínversku Wuhan-veirunnar og þar af eru um það bil 3.900 í öndunarvélum. Staðan í Þýskalandi er að 22.000 manns liggja á sjúkrahúsum landsins vegna veirunnar og þar af eru 5.000 á gjörgæslu. Samt er Þýskaland ekki enn á sama stað í veiruferlinu og Bretland

Fyrri færsla

Vatnaskil í alþjóðavæðingu tölvunargeirans. Pólland grípur til sinna netráða 


Bloggfærslur 18. janúar 2021

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband