Leita í fréttum mbl.is

Sóttvarnarlokun 2.0 í Evrópu yfirvofandi?

Daily New Cases in France 2020-09-11

Mynd: Worldometer 11. september 2020: Dagleg ný Wuhan-veirutilfelli í Frakklandi. Þau voru 9843 í gær, sem er það mesta frá því að faraldurinn hófst. Spánn tilkynnti um 12183 ný tilfelli í dag

****

Nýjar Wuhan-veirusýkingar ryðja sér nú til himins í löndum Evrópu og dauðsföllum er byrjað að fjölga á ný. Bretar virðast vera að setja í neyðargírinn á ný og að hefja 10 milljón skimanir á dag, þannig að öll þjóðin verði skimuð einu sinni í viku. Mikið er undir, en óvist er um getu hins ríkisrekna heilbrigðiskerfis landsins til að ná þessu markmiði

Löndin á meginlandi Evrópu með mörgum sinnum fleiri nýjar sýkingar á dag núna, munu reyna að berjast við að fylgja þessu fordæmi. Talar Boris Johnson nú opinberlega um Lockdown 2.0 sem möguleika, takist ekki að veiruprófa 10 milljón manns á dag. Bandaríkin hafa eins og er framkvæmt rúmlega 90 milljón skimanir

Verði þetta svona mun það þýða óendanlegar hörmungar fyrir hagkerfin á meginlandinu sem liggja fullkomlega berskjölduð gegn þessum höggum, liggjandi nú þegar meira og minna 2008-dauðvona í handjárnum Evrópusambandsins. Þau hafa engan möguleika á að komast með tærnar þar sem Bandaríkin eru með hælana í efnahagslegum viðbrögðum við áföllunum núna og það sama gilti um áföllin 2008. Bandaríkin eru þegar að framkvæma það sem menn láta sig aðeins dreyma um í þeim efnum á meginlandi taparanna í Evrópu í dag

Fari þetta svona er úti um ferðamannaættbálkinn í Evrópu allt næsta árið og tómt mál að tala um hann, því með þessu yrði hann alls staðar útlægur gerður

Þróun bóluefnis rakst einnig á vegg af óvissri hæð í vikunni. Alvarlegar bólgur í mænu komu í ljós. Enn er þó óvíst hvaða áhrif þessi óvænta(?) hliðarverkun mun hafa á þróunarvinnuna. Kannski var þetta bara einn af þessum útlögum sem alltaf koma í leitirnar við prófanir. En sé þetta alvarlegt, og finnist fleiri slíkir, mun það draga úr áhuga og trausti almennings á öryggi efnisins. Fyrir vikið gæti útbreiðsla og upptaka þess meðal þjóðanna orðið hægari en vonast er til

Allt þetta hefði venjulegur dýralæknir við skyldustörf sín 1963 getað sagt svo kölluðum stjórnmála-, embættis-, og vísindamönnum í mars 2020. Þess vegna fást lærin í sunnudagsmatinn eftir messu enn

Fyrri færsla

Ha ha ha: ESB missir aðgang að næststærsta hagkerfi Evrópu


Bloggfærslur 11. september 2020

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband