Leita í fréttum mbl.is

Japan: 99,9 prósent færri erlendir ferðamenn

Í júlí komu 3800 erlendir ferðamenn til Japans. Það svarar til þess að ellefu erlendir ferðamenn hefðu komið til Íslands í þessum sama mánuði. En ekki nóg með það, þá óska margir Japanir sér þess að sú tala hækki helst aldrei aftur. Svo margir þeirra hafa fengið nóg af erlendum ferðamönnum

Fólk ferðast ekki af þremur átsæðum núna. Í fyrsta lagi vill fólk ekki eiga á hættu að komast ekki til síns heima aftur, að ferð lokinni. Þetta er mikilvægasta ástæðan. Í öðru lagi vill fólk ekki ferðast vegna smithættu; það vill ekki veikjast. Í þriðja lagi vill það ekki eiga á hættu að missa vinnuna. Fólk sem sýnir ekki vinnustað sínum hollustu núna er það fólk sem fyrst verður látið fara. Þess vegna tekur það ekki áhættur núna

Þeir sem kvarta hve hæst vegna aðstæðna íslenskrar ferðaþjónustu núna –sem að allt of stórum hluta er rekin með innfluttu láglaunavinnuafli– virðast halda að það eina sem skipti máli sé það sem við hér heima erum að hugsa. En svo er ekki. Það er heimferðin og atvinnuástandið heima sem erlendir ferðamenn hugsa mest um. Og þeir vita líka sjálfir ósköp vel að því fleiri samskonar erlendir ferðamenn sem koma til Íslands, því minni líkur eru á að einmitt þeir sjálfir vilji fara þangað

Þessi atvinnugeiri er svipaður rekstrarlíkani næturklúbba; of margir meðlimir í klúbbnum eyðileggja gildi hans í augum þeirra sem komast inn, en líka í augum þeirra sem fá ekki að koma inn. Og síðan einnig í augum þeirra sem hugsanlega vilja vinna þar. Þetta er það prinsipp sem Harwardháskólinn rekur sig samkvæmt. "Allir komist inn í Harward" er slagorð sem gengur ekki upp fyrir Harward

Það er fyrir löngu kominn tími til að snúa sér að öðru en rekstri næturklúbbs sem þolir helst ekki að hann sé notaður

ÚTKOMA ÚR GREINDUM TILFELLUM

En hvernig farnast þeim sem smitast og greinast með kínversku Wuhan-veiruna? Í Belgíu ná 65 af hverjum 100 sem greinast með veiruna sér. En 35 af hverjum 100 deyja af hennar völdum. Í Frakklandi deyja 26 af hverjum 100 sem greinast með veiruna og á Ítalíu deyja 15 af hverjum 100. Þetta er svakalegt og bendir til að aðeins brot vandans sé greindur, eða þá að heilbrigðiskerfi þessara landa ráði ekki við þann vanda sem þó næst að greina

Tölurnar eru líka skuggalegar í Svíþjóð þar sem öll ríkisstjórnin brást sænsku þjóðinni og atvinnu- og efnahagslífi hennar. Þar eru 5800 manns látnir úr veirunni í landi þar sem stjórnvöld gefa upp að 84 þúsund manns hafi smitast af henni. Það þýðir að minnst sjö prósent sjúklinga séu nú þegar dánir úr veirunni og að enn fleiri sem enn liggja veikir eigi eftir að bætast við þá tölu

Allar þessar tölur geta enn náð að breytast til hins betra eða verra, en það gildir þó ekki fyrir þá sem þegar eru látnir og aðstandendur þeirra. Og aðstæður landa eru jafn mismunandi og löndin og ríkisstjórnir þeirra eru margar. Þarna sést hversu mikilvægt það er að reyna að koma í veg fyrir að fólk smitist

Sumir hér á landi virðast ekki enn hafa tekið eftir því sem gerst hefur víða um heim. Þeir taka sennilega ekki eftir því sökum þess að þeir hafa verið varðir, með ærnum tilkostnaði og fyrirhöfn. Þjóðin varði þá, lega landsins varði þá og stjórnvöld vörðu þá, og þess vegna var einnig hægt að veita þeim er veiktust af öðrum orsökum góða aðhlynningu, án þess að of mörgum sem á annarri sjúkraþjónustu þurftu að halda væri hent til hliðar og bætt á bálið

Fyrri færsla

Gatið í veltutúkalli ferðaþjónustu


Bloggfærslur 28. ágúst 2020

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband