Leita í fréttum mbl.is

Verður Trump forseti áfram?

Blaðamannafundur lögfræðiteymis Tump-framboðsins í gær. Nefna má: 1) Rudy Giuliani, fyrrum borgarstjóra New York og þriðja æðsta mann bandaríska dómsmálaráðuneytisins í stjórnartíð Rögnvalds Reagan. 2) Sidney Powell fyrrum alríkissaksóknara Bandaríkjanna. 3) Jenna Ellis prófessor í lögum og 4) Boris Epshteyn strateg Trumps

****

Hafa ber í huga að Trump-teymið er enn sem komið er bara með tvær málsóknir í gangi. Þeirri þriðju var hætt því teymið vann hana. Aðrar málsóknir sem nefndar eru í fréttinni eru frá almennunum borgurum og var mörgum málum þeirra höfðað fyrir kosningar, en ekki eftir þær

Trump-teymið er rétt að byrja, enda ekki liðnar nema rúmlega tvær vikur frá kjördegi, sem sumstaðar virðist hafa varðað í nokkra sólarhringa. Enn er verið að telja atkvæðin, þó svo að fjölmiðlar séu búnir að kveða upp sína venjulegu blaðadóma um niðurstöður kosninganna, og kannski eins ranglega og þeir fíaskó-dæmdu þær fyrir kjördag og gerðu sjálfa sig að aðhlátursefni um aldur og ævi. Öllum er óhætt að trúa ekki fjölmiðlum lengur. Það hafa þeir sannað. Meira að segja "og" og "að" orðum þeirra er ekki óhætt að trúa lengur, hvað þá blaðsíðutölum

Minna má lesendur á að Demókratar notuðu Jill Stein staðgengil sinn í örverpi Græna flokksins til að keyra málshöfðanir vegna forsetakosninganna í Michigan, Wisconsin og Pennsylvaníu eftir kosningarnar 2016. Málshöfðanirnar voru keyrðar með tilvísun í kosningasvindl með þessum svo kölluðu kosningavélum sem notaðar eru við atkvæðagreiðslu og talningu. En þegar ekkert hafðist upp úr því létu Demókratar fjölmiðla sína fá það viðfangsefni að þeir yrðu að sannfæra bandarísku þjóðina um að kosningarnar væru svindl og að farið yrði fram á að kjörmenn Bandaríkjanna myndu sýna "þjóðskyldu" sína og "hollustu" og hafna því umboði sem þjóðin trúði þeim fyrir og þar með hafna kjöri Trumps 2016. Þannig að þeir sem enn eru með bara vott af vitglóru í kollinum sjá að þetta er bara að byrja hjá Trump núna, því í þetta sinn er það einnig hinn ótrúlegi, einstaki og tröllslegi fjöldi póstgreiddra atkvæða sem hrúgast hefur á bálið sem Demókratar bjuggu til: Lögin og bandarísku forsetakosningarnar

Þegar búið er að telja atkvæðin eru það ríkin sem staðfesta verða úrslit kosninganna og fyrst þá er farið í það að velja kjörmenn. Og fari innanríkisráðherrar ríkjanna út í það að staðfesta vafasöm kosningaúrslit og sem fyrirsjáanlegt er að óvíst sé hvort látin verði standa, þá grípa kjörmenn til sinna ráða, en það eru þeir sem kjósa forsetann

Minna má einnig á að Íslendingar kjósa ekki æðsta pólitíska höfuð sitt í beinum kosningum. Það eru stjórnmálamenn sem kjósa forsætisráðherra Íslands, en ekki kjósendur

Bandaríska kjörmannakerfinu var meðal annars ætlað að koma í veg fyrir að forseti Bandaríkjanna kæmist til valda fyrir tilstilli kosningasvika og óheiðarlegra afla, innlendra sem erlendra

Victor Davis Hanson sagnfræðingur og bóndi fjallar hér fyrir neðan um bandarísku forsetakosningarnar og líkurnar á því að Trump fari með sigur af hólmi

Victor Davis Hanson: Um forsetakosnigarnar og líkur Trumps á sigri

****

Fyrri færsla

Kva? "Sænska leiðin" var þá bara eins og hin "finnska leið" Jóhönnustjórnarinnar


mbl.is Málsókn eftir málsókn hefur engu áorkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. nóvember 2020

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband