Leita í fréttum mbl.is

Forsetakosningarnar orðnar mesta hneyksli sögunnar

Victor Davis Hanson er gestur John Batchelor-þáttarins. Efnið er fjölmiðlar, og kannanabransi snjalla og góða fólksins. Njótið

****

Mánuðum saman fyrir kosningar, lýstu nær allir fjölmiðlar því fyrir bandarísku þjóðinni og heiminum öllum, hvernig Joe Biden væri með yfirburðarstöðu í forsetakosningum. Mánuðum saman kyrjuðu sérfræðingarnir og fjölmiðlar þá "staðreynd" að Biden væri með algjöra yfirburðarstöðu. Kjósendur máttu vita að engin séns var á öðru en sigri Bidens. Sögulegum yfirburðarsigri

En nú eru liðnir heilir sex dagar frá kosningum og enn vita menn ekki hver næsti forseti Bandaríkjanna verður. Svo mikil og stór var lygi fjölmiðla, kannanabransans og háskólamenntaðra greiningardeilda góða fólksins

Aldrei hefur eins stór stétt eyðilagt sjálfa sig eins mikið og núna. Litlu og jafnvel engu er að trúa sem frá þessum sérfræðingum og fjölmiðlum kemur. Ekki einu sinni síðunúmerum. Nú eru stéttir þessa fólks lítils og sennilega einskis virði

Og síðan er það hitt hneykslið: sjálft kosningamisferlið. Það verður vonandi lagfært. En það er ekki hægt að lagfæra fjölmiðlana, sérfræðingana og skoðanabransa góða fólksins. Þeir eru ónýtir. Enginn trúir því fólki aftur

Fyrri færsla

Óskar engum til hamingju [u]


Bloggfærslur 10. nóvember 2020

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband