Leita í fréttum mbl.is

Bandaríkin samþykkja refsiaðgerðir á Nord-Stream2 gasleiðsluna

Repúblikaninn Mike Conaway frá Texas lýkur umræðunni um Nord-Stream-2 í fulltrúadeild bandaríska þingsins

****

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur með 377 atkvæðum gegn 48 sett refsiaðgerðir á þá og þau fyrirtæki sem vinna- og aðstoða við byggingu Nord Stream 2 gasleiðslunnar frá Rússlandi til Þýskalands. Hún er byggð til þess að einangra Úkraínu betur áður en hún verður gleypt. Víst þykir að öldungadeildin samþykki líka. Og í hvítu húsi bíður viss maður sem talinn er hafa jafnvel sérstaka ánægju af að staðfesta aðgerðirnar. Þarna vinna báðar deildir þingsins saman þvers á flokka, og svo vill til að forsetanum er ljúft að staðfesta og framkvæma vilja þingsins

Bandaríkin hafa skrifað undir að verja 27 lönd Evrópu með aðstoð landanna sjálfra, sem varla draga andann vegna ESB, og að koma þeim til bjargar, sé á þau ráðist. En Bandaríkin geta ekki staðið við þessar skuldbindingar nema að allir standi saman og að sum ríkin vinni ekki viðstöðulaust að því að sundra hernaðarbandalaginu innan frá. NATO er hernaðarbandalag og slík bandalög krefjast hers. Þann her hafa aðeins Bandaríkin, vegna þess að Evrópa er önnum kafin við að fremja sameiginlegt sjálfsmorð undir fána Evrópusambandsins, sem Bandaríkin geta ekki varið álfuna gegn. En hér gerir bandaríska þingið að minnsta kosti það lágmark sem allir ættu að geta snúið bökum saman um... eða hvað haldið þið...

Enginn á kaffihúsi á Ítalíu hefur hugsað sér að deyja fyrir Eistland, ráðist Rússland þar inn. Ekki frekar en að rétta Grikklandi hjálparhönd þegar það er að deyja undan þýskum Evrópusambands-evrum. Evrópusambandið er nefnilega eins og tískuhugtakið transgender. Ekkert slíkt fyrirbæri er til. Aðeins transvestítar eru til. ESB er klæðaskiptingur, og þar með er það ekki nema eitt prósent af þjóðunum; það er elítan

Kynskiptingar eru heldur ekki til. Aðeins einstaklingur sem skipt hefur um kyn og heldur svo kjafti, er til. Eða réttara sagt; ætti að vera til

Sem sagt; veruleikinn passar ekki við tískuþvaður dagsins í dag, og hefur reyndar aldrei í sögu manna gert það. Af þessu leiðir að Evrópusambandið er einungis pappírsbunki sem kveikja má í og þá er það horfið, án þess að neinn, nema eitt prósent, sakni neins. En hvað með NATO? Er það kannski orðið transgender líka? Eða er það ennþá hin ekta harða vara í hörðum pökkum

Nú er bara að bíða eftir væluliðinu; íklæddu þvaðri

Fyrri færsla

Stórsigur breskra þjóðaríhaldsmanna


Bloggfærslur 14. desember 2019

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband