Leita í fréttum mbl.is

Pólland vill fastar bandarískar herstöðvar. Róm brennur

Newt Gingrich talar um nýja bók sína: "Bandaríki Trumps"

****

Mariusz Blaszczak varnarmálaráðherra Póllands staðfesti í gær að hann hefur átt í viðræðum við ríkisstjórn Donalds J. Trump um varanlegar herstöðvar Bandaríkjanna í Póllandi, til að verjast Rússlandi og úrkynjun Þýskalands. Pólland býðst til að greiða tvo milljarða dala til að byggja upp innviði nýrrar bandarískrar herstöðvar í landinu. Um daginn var því lekið (WSJ) að NATO-ríkið Þýskaland ætti aðeins níu bardagahæfa skriðdreka sem landið getur lagt að mörkum til varnar NATO-ríkjum í Austur-Evrópu. Og nú þegar er vitað að Þýskaland á enga orrustuþotu sem flogið getur NATO-leiðangur í myrkri og að framleiðendur varahluta í orrustuþotur Þýskalands eru búnir að loka. Allt þetta á meðan Þýskaland ryksugar Suður-Evrópu gegnum emu og evru og er með stærsta viðskipahagnað nokkurs lands í heiminum - á kostnað Bandaríkjanna og Suður-Evrópu, þar sem Róm brennur nú á þýsku báli

Berlínarvélin í ófriðarbandalagi Evrópusambandsins fagnar því að franskir bankar eigi meira í klemmu í Róm en þýskir, og pressa hennar segir að nú sjáist hin raunverulega ástæða fyrir áhauga Emmanuel Macrons forseta Frakklands á innistæðutryggingum á evrusvæðinu. Berlínarvélin gleymir að sjálfsögðu Target2, sem tifar undir henni í kjallara þýska seðlabankans. Hér er allt við það sama og síðast. Jafnvel forseti Frakklands er nú að læsast einn inni í herbergi í esb, þar sem hann á samtal við sjálfan sig. Hin hreina mey Marine Le Pen, með lykilinn í hendi, stendur fyrir utan og telur niður

Hlutabréfin í Deutsche Bank hrundu niður fyrir 10-evru markið í dag og olíuverð hefur fallið bratt síðustu sex viðskiptadaga

Hér fyrir ofan gerir Newt Gingrich grein fyrir nýrri bók sem hann er að gefa út. Hún heitir: "Bandaríki Trumps". Og í tölu sinni minnist hann á ræðu Mike Pompeo á sama stað daginn áður, þar sem utanríkisráðherrann segir að Bandaríkin hafi mánuðum saman varað esb-ríkin við því að þau verði að velja á milli viðskipta við annaðhvort Íran eða Bandaríkin. Þau geta ekki átt viðskipti við bæði. Newt Gingrich segir að Evrópa verði að gera það upp við sig hvort hún vilji leggja egg sín í frjálsum hluta heimsins eða í hinum kúgaða hluta hans

Newt leggur einnig til að bandarískir námsmenn stofni sjóð sem fjármagnað getur lögsóknir á hendur háskólakennurum fyrir kenna þeim lygar

Newt segir að Watergate sé aðeins teskeiðarfylli miðað við það Atlantshaf sem Demókratar hafi brotið af sér gagnvart framboði Donalds J. Trump, bæði fyrir og eftir kosningar. Það mál sé svo óhugnanalega stórt að fólk kafni næstum því þegar það loks skilur það

Fyrri færsla

Evran nýr Hitler í evrópskri fleirtölu?


Bloggfærslur 29. maí 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband