Leita í fréttum mbl.is

Ríkisútvarpið er blikkandi rautt neyðarljós

Eitt skærasta merki um að eitthvað verulega mikið sé að í nútímalegu lýðræðisríki, hlýtur að vera sérhvert verksummerki um tilvist einhverskonar "Ríkisútvarps" í þannig ríki. Það eitt að ríkisrekinn fjölmiðill skuli vera til í nútímanum, hlýtur að vera eitt skærasta blikkandi rauða ljós um að eitthvað verulega mikið sé að í því ríki

Ekkert réttlætir tilvist Ríkisútvarps, sem þekkt eru fyrir að dæla út pólitískum áróðri í eina átt en grafa undan hinni áttinni, með lögvernduðu umboðsleysi þess, en sem fólki er gert skylt að borga fyrir eins og að um alvörumál lífsins sé um að ræða, eins og til dæmis lögreglu eða landvarnir

Við sáum einmitt enn eitt þannig dæmi í kvöld, þar sem starfslið ríkisfjölmiðilsins réðst að kjörnum fulltrúa fólksins. Ef fórnarlambið hefði verið einn af þeim, þ.e. rautt, þá hefði ekkert heyrst og þessi nauðgun ekki farið fram. Allir hljóta að sjá hverskonar pólitísk mannætustofnun Ríkisútvarpið er orðið. Það er einkaklúbbur fámennrar elítu sem hatar þjóðríkið Ísland

Alþingi þyrfti einnig að flytja starfsemi sína frá Reykjavík, áður en sú æðsta stofnun Íslenska Lýðveldisins verður lakagígum Reykjavíkur að bráð, í endalausum pólitískum móðuharðindum þess staðar, sem sjúga kraftinn úr öllu sem á Íslandi lifir

Ég er ansi hræddur um að Ríkisútvarpið sé orðið rotnasta stofnun Lýðveldisins. Enda skammast það sín og notar feluliti yfir nafnið sitt. Það heitir Ríkisútvarpið, en er DDRÚV. Það gæti alveg eins heitið pólitíska hóruhúsið eins og RÚV

Ég hvet þingmenn til að berjast fyrir því að Ríkisútvarpið hætti umsvifalaust öllum rekstri og að öllum starfsmönnum þess verði sagt upp og útsendingarbúnaði þess varpað í Kleifarvatn. Og að þeir peningar sem þannig sparast séu á hverju ári næstu 10 árin settir í vegakerfi Íslendinga og að sú framkvæmd sé boðin út. Um tvennt er að velja. 1) niðurrifsstarfsemi DDRVÚ eða 2) uppbyggingu vegakerfis Íslendinga

Lífið á Íslandi var þrátt fyrir allt betra og hugrakkara áður en Ríkisútvarpið kom til sögunnar. Það hefði aldrei átt að fæðast á kostnað skattgreiðenda. Ríkisútvarpið var misráðin pólitík um misráðna pólitíska stofnun

Fyrri færsla

PISA-lánshæfnismat OECD-Ratings í menntamálum


Bloggfærslur 14. febrúar 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband