Leita í fréttum mbl.is

Beint bræðikast vinstrisins

Kjaftavörnin um "beint lýðræði" hefur náð svo langt, að ég er þegar farinn að kvíða þeim degi er þrábeinir beinar beina-lýðræðisins senda kjarnorkuvopn sín með eldflaugum á loft í bræðiköstum Eignarhaldsfélaga Skríls yfir Austurvöllum. Allir sem kunna að hugsa vita innst inni að svona stjórnarfar gengur ekki. Það er bæði banana og banvænt. Skilst þetta?

Því banna ég hér með sjálfum mér að hendast úr snjallsímanum niður á austurvígvöll til að heimta að ekki verði kosið til Alþingis Íslendinga vegna skrílslátbragða. Að slíkt megi alls ekki gerast. Ég skrifa hins vegar um það og tala um það við mitt fólk og mína menn. Svo kýs ég. Og aldrei skal ég kjósa undan mér lýðræðið, fjandinn hafi það. Skilst þetta?

Sumir halda að vinstrimenn hætti að fara í kröfugöngur um leið og allar kröfur þeirra eru uppfylltar. Það munu þeir ekki gera. Slíkt gerist ekki. Skilst þetta?

Fyrri færsla

Staða mála í wonder wunder undra-hagkerfi Kína


Bloggfærslur 2. maí 2016

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband