Leita í fréttum mbl.is

Þessi sjálfstæðiskona hefur ekki hugsað sér að sitja til borðs með Tryggva Þór Herbertssyni á meðan hann kyngir ælunni

Þetta er hárrétt hjá konunni sem heitir Brynhildur Andersen. Samningar af Icesave tagi munu elta embættismenn íslenska lýðveldisins hvert sem þeir fara til samskipta við fulltúra annarra þjóða. Því mun alltaf verða núið þeim um nasir að Íslendingar hafi sloppið "billega" því við hefðum átt að borga meira og meira. "Við björguðum ykkur" verður sagt.

Og svo munu allir Icesave samningar - sama hvernig þeir mættu vera - alltaf narta og naga sál og meðvitund íslensku þjóðarinnar áratugum saman. Því þegar fólk finnur fyrir niðurskurðinum og hallærinu sem skapast þá mun það alltaf segja að við borguðum of mikið, við hefðum ekki átt semja og samþykkja ólögmætar kröfur, eða við hefðum átt að borga minna, við hefðum átt að gera svona, en ekki svona.

Dómstólar eru eini rétti staðurinn til að útkljá mál af þessu tagi, ef nauðsyn krefur. Hér er ekki um einkamál ríkisstjórnarinnar eða þingmanna að ræða. Þeir munu sleppa léttast og hafa allt sitt á þurru. 

Fyrri færsla


Eignasafn evrusvæðis stækkar. Er 'Ísland' evrusvaðsins næst?

 

Skyldi einhverjum já-manni hafa dottið í hug

Restarnar af fullveldi Írlands, Grikklands og Portúgals eru þegar að mestu komnar upp á lyklakippu peningayfirvalda evrusvæðisins. Næst í röðinni er líklega Ísland evrusvæðisins; sem er smáríki  sem heitir Kýpur. Því verður líklega smokkað ósjálfbjarga og að þrotum komið upp á fullveldislyklakippu Brussels næst, svona rétt á undan Spáni. 

 
This tiny island economy, roughly a tenth the size of Portugal, might defy the PIIGS acronym by needing help sooner than its eurozone peers Spain or Italy 

Kýpur er eins þýðingarlaust og Ísland yrði ef það skriði inn í Evrópusambandið á úldnum aulafótum ríkisstjórnar Íslands gegn fólkinu í landinu. 
 
All of the boom-year gains have been wiped out and have yet to be recovered. 

Fasteignamarkaður Kýpur 6 apríl 2011
Já Kýpur var það heillin. Litla örríkið sem tók upp evru er nú þegar á leið í þrot. Hlutabréfamarkaður er hvellsprunginn um 80 prósent - þrátt fyrir evruvæðingu - og peningalegur evruorgasmi upptökunnar er þegar orðinn að vandaliseruðum æðahnút sem nú situr klofvega drottnandi yfir evruunnendum þessa smáríkis. Bankakerfi landsins hefur þegar limpast niður og vantar ekki minna en 2,7 miljarða evrur til að fullnægja Brussel og viðhalda reisn. Landið sem telur 800.000 íbúa og asnaðist til að taka upp evru þann 1. janúar 2008, er þegar á leiðinni í evruþrotið í himnaríkjum Brussels. Það fór í bankaútrás til Grikklands sem er á leiðinni til Stóru Argentínu Evrópusambandsins. 

Hinn barnungi fávísi Bjarni Ben klaufahamar klauf það sem hann klofvega gat klofið. Steingrímur J. Sigfússon kommúnisti er orðinn einhvers konar Iceland fullveldis spákaupmaður af verstu sort. Og Össur-hér-hefði-ekkert-hrun-orðið-ef-við-bara-hefðum-haft-evru er enn og alltaf bara þessi alþjóðlegi asni í hundabandi fávísrar kerlingar sem ekki einu sinni væri hægt að grafa upp á neinu vaxmyndasafni heimsins. Mikið ótrúlega getur vont versnað langa lengi. Þvílíkt samansafn vesalinga. Hold da kæft mand!
 
 
Fyrri færsla

 

Bloggfærslur 8. apríl 2011

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband