Leita í fréttum mbl.is

Atvinnuleysi í Þýskalandi lækkar eftir 12 ára samfellda gengisfellingu Þjóðverja

Fyrsta maí skilaboð.

 
Vísitala launakostnaðar evrulanda
Mynd BBC: vísitala launakostnaðar nokkurra evrulanda.
 
Í Þýskalandi er skálað í miði ófara þeirra ríkja evrusvæðisins sem nú ramba á barmi ríkisgjalþrots. Í samfleytt 12 ár hefur gengi þýska hagkerfisins gagnvart öðrum evruríkjum verið undir því sem markaðsöfl myndu stilla það á ef gegni gjaldmiðils landsins hefði verið frjálst fljótandi, samkvæmt markaðslögmálum. Þannig hefur þýskum tekist að lækka atvinnuleysi niður í 19 ára sögulegt lágmark, en sem þó er því sem næst óbærilegt á íslenskan mælikvarða; eða 6,3 prósent

Á þessu 12 ára tímabili - undir ECU og evru - hafa laun og kostnaður í Þýskalandi verið barin niður með handjárnuðum launþegum og endað með 5 prósenta stærðargráðu launahækkun á 12 árum, samtals. Fimm prósent á 12 árum. Þýskaland ræður ferð Evrópu niður á botn samfélaga - það keppir ekki - það svindlar sig áfram í heiminum og flýtur áfram á bökum annarra. Helstu fórnarlömbin eru nágrannar þeirra á evrusvæðinu og Bandaríki Norður-Ameríku sem þó björguðu landinu frá algeru hruni árin 2008-2009.

Bandaríkin gætu endurgoldið þetta með því að hleypa Suður-Ameríku inn í mynt sína og þannig riðið áfram á bökum minna þróaðri hagkerfa í suðri á lægra gengi en eðlilegt væri. Nágrannaþjóðir Þýskalands sem eru svo óheppnar að vera varanlega og örkumlandi læstar i fastfrosnu gengisfyrirkomulagi við Þýskaland, geta hins vegar ekkert að gert, nema verða ríkisgjaldþrota og uppsafna þrúgum reiðinnar á ný.

Þeir fjármunir sem vantar á kistubotna evruríkja í útrýmingarhættu eru læstir heima í hinum risavaxna viðskiptahagnaði Þýskalands við umheiminn, sem gerir ekkert gagn. Upphæð sem á aðeins áratug hefur orðið að 1000 miljörðum Bandaríkjadala. Þýskaland safnar til ellinnar miklu og kaupir lítið sem ekki neitt af öðrum löndum myntbandalagsins sem handjárnuð eru við þetta svarthol sem stýrir mynt og peningapólitískum vöxtum þeirra með skelfilegum afleiðingum.

Í Evrópu hafa verkalýðshreyfingar loksins komið auga á misferlið. En á meðan sleikja íslenskir verkalýðsbossar út um bæði munnvik hér heima. Þeir liggja fast og makindalega á bökum íslenskra launþega sem ríða á inn í evrusvælu launþega myntbandalagsins. 

Brýnasta verkefni ríkisstjórnar okkar er að eyðileggja sjávarútveg og landbúnað Íslands; sem er undirstaða velmegunar lands okkar - og hefur verið svo frá upphafi velmegunar á Íslandi. Í svaðið skal riðið, sama hvað það kostar. Þetta er jú paradís elítu Evrópu. En fyrst þarf að drepa undirstöðuatvinnuvegi landsins. Skiljanlega.

Ef Ísland væri með evru sem gjaldmiðil, er 100 prósent öruggt að hið sérstæða hagkerfi lands okkar myndi mjög hratt verðleggja sig út úr myntbandalaginu og reyndar heiminum öllum - og hætta þar með að geta selt svo mikið sem einn sporð af fisk til útlanda sökum innri verðbólgu sem ekki væri lengur hægt að lagfæra í gegnum sjálfstætt gengi gjaldmiðils okkar. 

Hér er ekki um að ræða 77 maltískar RÚV-sardínur í $28 dós á mann, eða 2000 tonn fiskjar á ári. Hér er um að ræða 1,3 milljón tonn á hverju ári. Þetta eru þeir fjármunir sem notaðir eru til að byggja restina af íslenska hagkerfinu með. Grunnur efnahagslegrar tilveru Íslendinga.
 
Eina leiðin til að nýta landhelgi og auðæfi sjávar Íslands væri þá að láta útlendinga um að veiða fiskinn okkar. Þeir einir gætu keppt á mörkuðunum með því að borga lág laun, lítinn kostnað, miklu lægri skatta og með því að sigla um í ryðhrúgudöllum. Öðru nafni: þrælakistum. Þetta yrði ekki skínandi falleg útgerð, heldur þrælakista.

Þá myndu Íslendingar þurfa að flytja inn fisk sér til matar. Einungis vegna ógæfulegrar útópíu vissra stjórnmálamanna og hagsmunasamtaka sem banna mun Íslendingum að aðlaga gengið eftir þörfum hagkerfisins, því þá væri ekki lengur til neitt gengi sem hægt væri að aðlaga. Það væri horfið. Horfið um alla eilífð til Þýskalands og kæmi þaðan aldrei aftur. 

Það er því virkilega mikið í húfi hér fyrir okkar góða land og þjóðina. Mjög mikið í húfi. Sjálf tilvera þjóðarinnar er hér í húfi. Var það þetta sem árið 1944 snérist um? Snérist það um afsal á framtíð fyrir Ísland? Afsal á nýfengnu fullveldi Íslands? Það er ekki svo langt síðan 1944 var dagurinn í dag. Margir muna þann dag mjög vel ennþá.
 
Fyrri færsla

 
 

Helsinki Times; Finnlandi væri best að yfirgefa evrusvæðið

Finland would be best to leave euroland
 
Sjaldséður hvítur hrafn sést nú koma fljúgandi út úr finnskri dagspressu. Loksins má segja það sem þó allir vissu í Finnlandi.  

Þarna er evrunni líkt við kassabíl sem einungis kemst áfram með því að leka niður brekkur. Kassabíl sem kyrrsetur hagkerfin sem í honum eru, strax og á jafnssléttu er komið. Bröttubrekkur voru ekki teiknaðar á vegakort evrunnar.

Prófessor í Finnlandi segir evruna hafa skaðað finnska hagkerfið það mikið að nú sé landið ósamkeppnishæft miðað við Þýskaland. 

"Evrusinnaðir kjánar blekktu sjálfa sig sem aðra með óskhyggju. Þeir héldu því fram að evruaðildin hefði gagnast finnska hagkerfinu og þar með okkur öllum. Staðreyndin er hins vega sú að fram til ársins 2008 var ekkert gagn af evrunni fyrir okkur. En frá og með því ári hefur hún skaðað okkur."
 
Finnska leið Jóhönnu niður brekkur í kassabíl
 
Því miður fyrir prófessorinn í finnska kassabílnum á evrunúmerum; Það er ekki hægt að yfirgefa evruna. Sama hversu brennandi heitt allir þegnar landsins vildu það. 
 
Fyrrverandi seðlabankastjóri belgíska seðlabankans, Alfons Verplaetse, hefur sem aðeins einn af mörgum getið þess opinberlega að við hönnun myntbandalags Evrópusambandsins var því ekki veitt nein athygli að lönd gætu sagt sig úr myntbandalaginu - þ.e. að ríkin sem einu sinni ganga í myntbandalagið gætu skilað evrunni sem gjaldmiðli ef þeim líkaði hún illa sem gjaldmiðill þjóðar sinnar. "Þetta var einfaldlega ekki rætt því allir vissu að það eitt að segja sig úr myntbandalaginu myndi þýða "þjóðfélagslegt og efnahagslegt sjálfsmorð" fyrir ríkin" (socio- economic suicide). Þetta var samhljóða skoðun allra þeirra sem stóðu að stofnun og hönnun myntbandalagsins", sagði Verplaetse.
 
Þess er hægt að geta hér að landsframleiðsla Finnlands féll um hvorki meira né minna en 7,8% (leiðréttar tölur hagstofunnar segja nú 8 prósent) á árinu 2009 í heild. Þetta er mesta hrun í landsframleiðslu Finnlands á einu ári frá því að mælingar hófust árið 1975. Í frægu finnsku kreppunni 1991-1993, þegar Finnland upplifði erfiða bankakreppu samhliða hruni Sovétríkjanna, þá féll landsframleiðsla Finnlands "aðeins" um 6% á árinu 1991, þegar verst lét. Til að fá fram tölur um svipað hrun og varð á árinu 2008-2009, þá þurfa Finnar að leita aftur til áranna 1917-1918. Það er víst óþarft að segja frá því hér að mynt Finnlands heitir og er því miður evra myntbandalags Evrópusambandsins. En ég segi það samt, já einu sinni enn.

Útflutningur Finnlands hrundi alls um 24% frá 2008-2009, fjárfestingar hrundu um 13%, innflutningur hrundi um 22% og einkaneysla féll um 2,1%. Rekstrarafkoma fyrirtækja hrundi um 39%. Þau greiddu því 44% minna í skatta og greiddu út 34% minna í arð.
 
Krækjur
 
 
Fyrri færsla
 

Bloggfærslur 29. apríl 2011

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband