Leita í fréttum mbl.is

Vextir á tveggja ára lánum til gríska esb-lýðveldisins nálgast nú 27 prósent

VISA VEXTIR EVRURÍKIS 

Vextir á tveggja ára lánum til gríska esb-lýðveldisins nálgast 27 prósent

Mynd; Bloomberg. Vaxtakrafan á ríkissjóð Grikklands; tveggja ára lán pr. í gær 

Grikkland hefur verið í Evrópusambandinu í 29 ár. Lýðveldi Grikkja er nú gangandi gjaldþrota. Því þraut gjaldið. Grikkland hefur engan lánveitanda til þrautavarna og á enga mynt. Fjárfestar krefjast nú um það bil 27 prósent ársvaxta fyrir að lána gríska ríkinu einn túkall til tveggja ára, skyldi slíkt lán finnast. Skuldatryggingaálagið á þennan ríkissjóð evrulands var 1433 punktar í gær.

Evran herðist um háls grísku þjóðarinnar. Fjárfestar vita nú að Grikkland verður ríkisgjaldþrota á evrusvæðinu inni í Evrópusambandinu innan næstu tveggja ára. Þetta er að gerast eftir 29 ára samfellda aðild Grikklands að Evrópusambandinu. 

Ekkert land evrusvæðisins hefur lánveitanda til þratuavarna. Þess vegna er nú öskrað á stofnun Bandaríkja Evrópu.

Evran var og er enn eins vanhugsuð og innrás Þjóðverja út um allt í Evrópu var á síðustu öld. ESB einkennin eru vanvirðing við landamæri þjóðmenninga, siða, þjóðhátta og efnahagslegs raunveruleika. Ásamt algerri vanvirðingu við lýðræði og siðferði. Ofan í þetta eitur er hellt úr tunnum management by terror, sem er hin stjórnarfarslega stígvélaaðferð valdasjúkra manna sem fá sitt daglega dóp skammtað frá Brussel.

Þeir sem vilja verða hluti af Bandaríkjum Evrópu til bjargar gjaldþrota evru-bönkum, rétti vinsamlegast upp hönd - ef kraftar leyfa.

Evra ESB er óðs manns æði til friðarins í Evrópu. Rúgbrauðssymfóninan sú.


Kolbrúnu best borgið á Morgunblaðinu

Vel má vera að 1000 starfsmönnum Nokia í Kaupmannahöfn sé betur borgið sem uppsögðum. Það getur vel verið. Ég veit það ekki. En þó varla betur borgað. Veit ég það? Er hugsanlega munur þarna á? Veit hún það?

En hitt veit ég að Kolbrún Bergþórsdóttir er Morgunblaðinu jafn nauðsynleg og Microsoft er Apple nauðsynlegt. Einhver verður að vera vondi kallinn. 

Annars var ég að koma frá París. Flestir þeir Kolbrúnzku öfgar sem ég sá og heyrði þar voru tengdir Evrópusambandinu á einn eða annan hátt. Til dæmis evrumerkið notað sem opinbert myntpornógrafí til þroska vanstandpínu þeirra sem standa ekki rétt og neita að segja heil-evru-ESB, sama á hverju gengur eða gengur ekki. 

Svo fórum við í hringtorgið gamla og tókum niður skjaldarmerkið. Ögmundarlega. Því næst sturtuðum við okkur sjálf niður. Tralla lalla la.
 
Gott er að vera kominn heim. Veit ég það?
 
Ó já. 
 
PS: Er ekki vinsamlega hægt að taka vegabréfið af Ögmundi Jónassyni svo ekki sjáist hvaðan hann komi, hver kaus hann, hver borgi honum og hvert hann sé að fara?

Esbhelgigæsaln. Öfgar? Elskan mín, nei nei. 

Bloggfærslur 28. apríl 2011

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband