Leita í fréttum mbl.is

Síðasta styrjöld meiri-menntunar fetishista? Fallandi eftirspurn eftir heilum. Hagtölur 4jórða voru því alger hryllingur

Hve oft höfum við heyrt að meiri menntun sé svo að segja lausnin á öllum vandamálum þjóðfélags vors. Sennilega allt of oft. Paul Krugman er með ágætis áminninu til okkar þar sem segir:
 
In my mind this raises several questions. One is whether emphasizing education — even aside from the fact that the big rise in inequality has taken place among the highly educated — is, in effect, fighting the last war. Another is how we have a decent society if and when even highly educated workers can’t command a middle-class income. 

Á meðan skipið okkar sekkur með 18.000 manns sitjandi við háskólamenntun í brúnni, þá er það orðið kristalklart, ja, að það verða ekki þeir sem bjarga skipinu frá því að sigla í strand. Nei, þeir munu sökkva því ef svona heldur áfram því það er fallandi eftirspurn eftir heilum. 

Það var vegna þessarar meinloku um meiri menntun sem tölurnar um landsframleiðslu Íslands á síðasta ársfjórðungi 2010 voru endursýnd hryllingsmynd um hárris Steingríms J. Sigfússonar. Sjómenn Íslands geta hreinlega ekki fóðrað svona marga kommúnista, skriffinna, opinbera starfsmenn, bókauglur í háskólanámi og skaffað svona allt of mörgum þá peninga sem sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn færir þeim til að byggja upp restina af hagkerfinu með. Á að hvolfa skipinu? Ég spyr.  

Þeir sem láta byggja skipin og þróa veiðarfæri og hátæknivæddan sjávarútveg eru heldur ekki endilega háskólamenntaðir menn. Ef þeir væru það þá myndu þeir alltaf geta reiknað sér til að ekkert borgi sig lengur. Reyndar er þetta að verða ein verðmætasta vitneskjan í allra manna fórum. Ekki gera neitt er það eina sem borgar sig.   

Svo ætti að setja það sem skilyrði að fjármálaráðherra geti ekki orðið fjármálaráðherra nema að hafa farið á hausinn með rekstrarfyrirtæki að minnsta kosti einu sinni. Fyrst þá mun hann geta eitthvað, saggði Kenneth Clarke fjármálaráðherra Bretlands undir John Major.

Svo get ég sagt ykkur frá því að opinber stuðningur við svo kallaða frum-kvöðla mun ekki skila neinu og hefur aldrei skilað neinu nema rusli. Járnið verður ekki hamrað til stáls með opinberum styrkjum. Got that?
 
Það er eins öruggt og að sólin kemur upp á morgun að hið opinbera veit alltaf minnst um það sem okkur er fyrir bestu. Þetta gildir líka um opinbera menntun. Summa summarum: Misskiljið mig ekki, menntun er góð en hún er stórlega ofmetin. Ríkið er alltaf óvinurinn. The State & government is always the enemy.
 
 
Fyrri færsla
 

Bloggfærslur 9. mars 2011

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband