Leita í fréttum mbl.is

Er ríkisstjórnin þá bara banki? Eru "nánast allar líkur" á því?

Import
 
Nú er að gerast það sama og gerðist þegar foringjar í ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins hófu erlenda áróðursherferð fyrir þrem rosalega sterkum íslenskum bönkum; Glitni, Landsbankanum og Kaupþingi. Þá þurfti bráðnauðsynlega að sækja sér fjármagnið erlendis. Engar líkur voru á að bankarnir yrðu gjaldþrota. Samfylkingin vissi þá svo vel hvað hún var að segja og ég horfði á hana segja það í danska sjónvarpinu. Hún sá nefnilega um eftirlitið með þessum bönkum öllum. Fjármálaeftirlitið var hennar.

Export
 
Það sem er að gerast í ríkisstjórn Íslands í dag er það sama og gerðist í þeirri síðustu. Samfylkingin er þó ekki alveg sú sama - orðin mörgum sinnum verri - og situr enn í ríkisstjórn. Það eina sem hefur breyst er að nú verður ríkisstjórnin að sækja sér fjármagnið innanlands; hjá börnum, gamalmennum, vinnandi og líka veiku fólki. Til þessa notar ríkisstjórnin einn fremsta kosningasvikara Íslandssögunnar til að villa um fyrir þjóðinni. Hann kann það fag fram í alla fingurgóða. Hér er kominn á vígvöllinn sjálfur Steingrímur J. Sigfússon, gamall en þvottaekta kommúnisti. Liturinn fer aldrei úr honum. 

Ríkisstjórnina vantar bráðnauðsynlega peninga til að fylla aftur á bankana sem engar líkur voru á að tæmdust né færu í gjaldþrot. Hana vantar peninga sem hægt er að flytja út og gefa í útlöndum svo hún sjálf geti setið hér aðeins lengur. Aftur er stuðst við líkindareikninginn. Eða ætti ég að segja út-reikninginn fyrir líkin.   

Litlar 2008 líkur: "Ný skýrsla Moody's segir litlar líkur á hremmingum"

"Ísland er eina ríkið með lánshæfiseinkunnina Aaa hjá matsfyrirtækinu Moody's þar sem bankarnir eru að meðaltali með lánshæfiseinkunn fyrir fjárhagslegan styrk undir C, segir í nýrri greiningarskýrslu Moody's. Fyrirtækið lækkaði einkunn bankanna úr C í C- í febrúar. Staða bankanna er sögð valda áhyggjum en litlar líkur séu á hremmingum í efnahagslífinu vegna hennar."
 
2008: "líkurnar á því"
 
"Moody´s sendi frá sér mat á stöðu íslenska bankakerfisins í dag. 
Styrkleikana segir Moody´s vera sterk vörumerki, landfræðilega dreifingu starfseminnar og líkurnar á því að stjórnvöld komi til aðstoðar ef nauðsyn krefur."

2008:  "nánast engar líkur" 
 
"En hvað er þá til ráða. Rauði þráðurinn í vörn okkar og ímyndarvinnu á næstu vikum og mánuðum er að hamra á sterkri eiginfjárstöðu, glæsilegri hagnaðarsögu, litlum útlánatöpum, góðu lánshæfismati, góðum árangri í þolprófum, og að nánast engar líkur séu á að bankarnir verði gjaldþrota – eða komist í þá aðstöðu að kalla þurfi út hjálparsveitir. Annað getum við ekki gert. En við getum gleymt því að ætla að stjórna umræðunni erlendis."
 
Fyrri færsla
 
 

Bloggfærslur 4. mars 2011

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband