Leita í fréttum mbl.is

Má bjóða yður 64 milljónir tómar íbúðir í Kína?

Fíll í herberginu

Fundað í framkvæmastjórn ESB

Berlingske Business skrifar að margt bendi til þess að Kína standi nú með 64 milljónir tómar íbúðir sem búið er að "fjárfesta" í; samkvæmt áætlun. Það er að segja, peningar svo kallaðra fjár-festa sitja nú fast-fastir í kínverskri eigna- og fjármálabólu af epískri stærðargráðu. Þegar hún brestur mun það gerast eins skyndilega og þegar Asíu-kreppan tók fjárfesta fasta á nærbuxunum rúmum áratug fyrir miðnætti aldaskiptanna árið 2000. Aldaskiptin sem sjálf höfðu engin áhrif á þáverandi Icesave-tölvukerfi heimsins, þrátt fyrir miklar og margar spár. Þetta segir Albert Edwards hjá franska Société Générale sem fékk rétt í því að tí-grís hagkerfi Asíu voru byggð úr pappír og eru því eignasöfn bláeygðra blábjánafjárfesta þar ennþá 85 prósent þurrkuð út - og munu aldrei jafna sig.

1998; When Albert Edwards rubbished the economic miracle of the Tiger economies in a briefing note in January 1996 and warned its bubble was about to burst, he was hardly thanked for his prescience. [. . ] Mr Edwards now believes that Europe is in danger of developing an economic bubble very similar to Asia's. 

Hvað gott mun gjaldþrot kínverska hagkerfisins hafa í för með sér fyrir eignasafn Landsbankans? Er ekki hægt að setja þetta inn í Excel og gera úr því fallegar glærur. Þekkingin á því er til staðar hjá okkur. Fjármálaráðuneytið gæti staðið fyrir kynningunni. Og þegar kveikjan verður ríkisgjaldþrot nokkurra evruríkja sem nú - ofan í alla erfiðleikana heima fyrir - eru orðin skuldbundin til að leggja sjálf fram 40 miljarða evrur til bjargar öllu evrusvæðinu sem þau sjálf eru gjaldþrota hluti af. Storm P. hefði ekki einu sinni getað dottið þetta í hug. 

Krækjur:| 64 millioner tomme lejligheder i Kina | Horfið á: Dateline: China's Ghost Cities and Malls |

Tengt

10 February 1998; Scorned sage of Asian crisis fears nascent bubble in Europe 

Iceland's krona: By then the delayed cluster bomb of Europe's unemployment will have detonated 

Fyrri færsla

Icesave sett fram myndrænt II


Bloggfærslur 29. mars 2011

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband