Leita í fréttum mbl.is

Lilja vígvallar og Atli

Hér með er hattur sem ég vildi að væri til, en er það ekki, tekinn ofan og ég hneigi mig fyrir Lilju og Atla.

Átakanlegt var að hlusta á Árna Þór Sigurðsson, 5. þingmann Reykjavíkurkjördæmis nú norður og niðurs. Hann talaði um lýðræði. Ég er ennþá að reyna að príla upp á stólinn eftir erfitt 16 tíma hláturskast sem hófst þegar Árni lýsti því yfir að allt væri mjög "lýðræðislegt" í ríkisstjórninni.

Þessi þingmaður skilur hvorki upp né niður í neinu enda ekki nema von því hvaðan ætti skilningur Kremlar-komma á lýðræði að koma. Nei Árni:

ÞINGMENN SÆKJA UMBOÐ SITT TIL KJÓSENDA en EKKI TIL FORINGJARÁÐSINS

Lilju og Atla ofbauð það umboðsleysi sem flokksforystan hefur skapað sér frá kjósendum flokksins, eftir að hafa hirt atkvæði þeirra fyrst. Flokksforystan hefur svo gaumgæfilega svikið það umboð sem þingmenn flokksins sóttu sér til kjósenda í síðustu kosningum til Alþingis Íslendinga, að þingflokkurinn er kominn í stjórnarandstöðu við sjálfan sig eins og flokkurinn var þegar kjósendur köstuðu atkvæðum sínum á alla þingmenn flokksins. Þetta er verk flokksforystunnar. Hún hefir svikið þá stefnu flokksins sem lokkaði til sín öll en nú greinilega of mörg atkvæðin frá kjósendum. Þegar VG sigraði í kosningunum óskaði ég þeim til hamingju með sigurinn og bað þá um að fara vel með valdið. Það hafa þeir ekki gert.  

Lýðræðisleg kosningasvik pólitískra innherjaviðskipta á milli þröngs hóps of valdasjúkra manna á ekkert skylt við það sem átt er við þegar orðið lýðræði er notað í munni. Þar er átt við að flokkurinn starfi með og samkvæmt því leyfi sem hann sótti sér hjá venjulegum Íslendingum á kjörskrá. Þeir heita kjósendur. Og kosningasvik heita kosningasvik. Það er það sem forysta Vinstri grænna í samvinnu við Samfylkinguna kallar lýðræði. Að taka atkvæði kjósenda og breyta þeim í andhverfu sína og hlægja síðan alla leiðina í bankann þar sem atkvæðin eru seld á slikk og dottið í það. Réttnefnið hér er hins vegar kosningasvik einræðis.

Lilja og Atli axla áfram það umboð sem þau fengu frá kjósendum sínum. Það gerir flokksforysta Vinstri grænna ekki, og þar með er talinn Ögmundur hinn heilagi tvítungull. Flokksforystan heldur áfram að svíkja kjósendur gegn límsetum í nokkrum valdastólum.
 
Á meðan siglir lýð- og fullveldi okkar allra að feigðarósi. Við eigum öll á hættu að tapa lýðveldi lands okkar vegna kosningasvika flokksforystu Vinstri grænna. Lýðveldið Ísland er gjöfin frá forfeðrum okkar. Þessi gjöf byggði þann stökkpall sem stjórnmálamenn Íslands standa á núna. Þeir eru því miður, sumir hverjir, þegar byrjaðir að brjóta hann niður á ný. Þeir lifa og nærast á stökkpallinum, en ekki samkvæmt honum.    

Nú þarf formaður Sjálfstæðisflokksins að gera það sama og Lilja og Alti gerðu. Spýta fast í lófana og hætta bardagavirki sínu gegn þeim sem kusu hann sem höfuð og herðar flokksins. Þetta þarf hann að gera immed, og áður en hann annúllerar sig sjálfur niður í minna en ekki neitt. Hann er að verða andefni flokksins.
 
Framsóknarflokkurinn er svo sannarlega orðinn áhugaverður flokkur eftir að BB tók til hendinni við niðurrif xD. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er líklega maður. Hann á að leggja stund á fósturjörðina, þing lýðveldisins, þjóðkirkjuna og fullveldið. Þá fer allt vel. 
 
Fyrri færsla
 
 

Bloggfærslur 23. mars 2011

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband