Leita í fréttum mbl.is

Það sem Írar vilja skilja að, vill ríkisstjórn Íslands sameina á ný.

Rætt um væntanlegt ríkisgjaldþrot Írlands og skuldir banka & ríkis hins vegar
 
Horfið vinsamlegast á þátt úr írsku sjónvarpi; sönn hrollvekja um banka og ríkisskuldir. Portes, Martin Wolf, Simon Johnson, David McWilliams og fleiri koma við sögu. Hefst ca. 10 mínútur inni í fréttaþættinum á RTÉ ONE.
 
Skuldaklafi Írlands árið 2014
Mynd RTÉ ONE: Áætluð skuldastaða Írlands árið 2014 

Það sem hugsanlega getur ennþá bjargað írska ríkinu frá ríkisgjaldþroti er að skilja á milli skulda ríkis og bankakerfis Írlands. Þetta er það sem ríkisstjórn Íslands vill sameina á ný með Icesave. Ríkisstjórn okkar er ekki bara geðvillt, hún er vanvita. Hún ætlar að leysa næstum nú þegar óviðráðanlega skuldastöðu Íslands með enn meiri skuldum. Enn meiri skuldum. Gera Ísland að alvöru fábjánalandi. 

En Írinn Davíð McWillimans segir; "við ætlum ekki að borga skuldir óreiðumanna". 

Evru-bankakerfi Írlands er ekki einu sinni treyst fyrir peningum yfir nóttina lengur. Allt bankakerfi Írlands er lokað úti frá umheiminum. Þetta er enn ein skjaldborg Samfylkingarinnar, evrusvæðið. Overnight lending CLOSED !  

Skuldaklafar nokkura landa
Það er alveg sama hvað Írum mætti finnast um allt sitt - það verður Evrópusambandið sem ræður því hvað verður um Írland. Svona er að missa fullveldið og svona er að vera í myntbandalagi Evrópusambandsins. Þá er maður sem smáþjóð neydd til aðgerða eins og þeirra sem komu Írlandi í öll vandræðin í byrjun; a) að búa við neikvæða raunstýrivexti seðlabanka Evrópusambandsins í 8 ár sem sprengdu efnahag landsins í tætlur og b) með ríkisábyrgðum að reyna að forða sér frá því að allar bankainnistæður atvinnulífsins og almennings hyrfu ekki úr landi þegar fárviðri alþjóðlegra fjármála geisaði á evrusvæðinu haustið 2008 og sem fékk lönd myntbandalagsins til að heyja nokkurs konar innri fjármálalega borgarastyrjöld, svo allt fjármagn þeirra sem minna mega sín í EMU hyrfi nú ekki úr landi og hrynjandi verð hlutabréfa í fjármálastofnunum landa þeirra myndi ekki gera banka þeirra eignalausa og þar með knýja fram instant þjóðnýtingu.

Bara ef DDRÚV gæti gert svona þátt. En það getur sú stofnun ekki gert því hún er ríkisstjórnarfjölmiðill að hætti DDR sáluga. Og svo er bara Baugs-Samfylkingar-sjónvarpið eftir.
 
Hér á Íslandi féll enginn múr. Hér féll bara allt frá austri til vesturs og ríkisstjórn aumingjaháttar úr 15 ára útlegð flæddi yfir okkur öll í formi nýrrar ríkisútrásar þar sem skipa á út skattatekjum þjóðríkis okkar næstu áratugina. Þetta er eins og að reyna að halda hita á ríkissjóð með því að kveikja í skattatekjum ríkisins. Að dáleitt forystulík Sjálfstæðisflokksins skuli taka undir þessi getum-ekki-stjórnmál er svo heimskulegt að verra getur það ekki orðið. Asnar!
 
Krækjan; Horfa á þáttinn 
 
Tengt
Fyrri færsla

Bloggfærslur 16. mars 2011

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband