Leita í fréttum mbl.is

Hverjum treysti ég minna illa: ráðamönnum okkar eða útrásarbankamönnum?

Einföld spurning. Þegar að fjármálum kemur, hverjum treysti ég minna illa; ráðamönnum okkar og fylgisveinum þeirra, eða útrásarbankamönnum?
 
Þegar allt kemur til alls þá trúi ég frekar á ömurleg fjármál útrásarbankamanna. Ekki vegna þess að þeir séu traustari, heldur vegna þess að stjórnmálamenn eru svo óendanlega ömurlega verri þegar að útrás kemur en útrásarbankamenn voru, og voru þeir þó fullkomlega ömurlegir að of mörgu leyti. Þeir báru of litla virðingu fyrir áhættu og enga virðingu fyrir markaðinum. En þeir báru þó meiri virðingu fyrir áhættu en ráðamenn þjóðarinnar og fylgisveinar þeir sem nú vilja drekkja þjóðinni með Icesave III.  

Stjórnmálamönnum hefði gengið 100 sinnum verr í útrásinni er bankamönnunum. Staðreyndin er hins vegar sú að stjórnmálamenn hefðu aldrei farið í útrás, það er að segja, nema; þeir ætla sér að gera það núna! Þeir ætla að veðsetja og hætta öllu sem til er í þjóðríki okkar. Þetta verður að stoppa. Það verður að stoppa trú þeirra á hæfileika bankaútrásarmanna, á eigin fjármálasnilli og eigið áhættumat.

Það verður að stoppa það að þeir ætli að binda framtíð íslenska lýðveldisins við lánasafn Landsbankans, sem vel gæti endað daga sína eins og Amagerbankinn gerði nú um helgina. Eftir nánari gegnumgang eignasafns Amagerbankans fór hann í þrot. Embættismenn sáu þetta ekki þó svo að þeir væru búnir að fara í gegnum og anda í gegnum lánasafn bankans mánuðum saman og afskrifa heil fjöll. Ég trúi ekki á eignasafn útrásarmanna en ég trúi ennþá minna á áhættumat þeirra sem nú eru ráðamenn þjóðarinnar úr flokki Samfylkingarinnar og Vinstri grænna - og nú síðast einnig nokkurra örþrota fylgisveina ríkisstjórnarinnar úr forystu Sjálfstæðisflokksins.
  • Regla númer eitt: Hættu aldrei því sem þú mátt ekki við að missa fyrir það sem þú getur verið án. 
  • Regla númer tvö; muna reglu númer eitt. 
Allt annað er fjárhættuspil. Icesave III eru fullkomnir fjárglæfrar. True gambling. 
 
Evruríkið Írland árið 2003 - nú á barmi ríkisgjaldþrots
 
Áttum við svona mann eins og írska David McWillimas í samfélagi okkar hér heima? Áttum við svona mann sem þorði? Sem hræddist ekki að verða að athlægi. 

Írska fjármálatískan 2003; Ábyrgðarlaus sölumaður af Egilskynstofni segir lántakendum frá silfrinu. En Davíð vissi betur og sagði það.
 
 
Evrulandið Írland - fyrri hluti 
 
 
Evrulandið Írland - annar hluti 
 
Merkilegt hvað neikvæðir raunstýrivextir seðlabanka Evrópusambandsins á Írlandi, Spáni og Grikklandi gátu blekkt margra lengi - fjárfesta, bankamenn sem og stjórnmálamenn. Áhættumat, einhver?
 
 
Fyrri færsla

Bloggfærslur 9. febrúar 2011

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband