Leita í fréttum mbl.is

Dauðsfall: Landsglitnisbankanum á Amager þraut kaupþingsgjaldið [u]

Amagerbanken Bust 
Bloomberg: Amagerbanken Failure (og hér)
 
Fyrir framan nefið á ísköldu fjármálaeftirliti ríkisins og ofaní kokinu á svo nefndum fjármálalegum stöðugleika danska ríkisins skrapp Amagerbankinn í gjaldþrot með morgunkaffinu fyrir helgina.  
 
Sá hissandi en um leið torgreindi atburður gerðist nefnilega að þeir sem áttu bankann gáfust upp og vildu ekki dæla fleiri peningum ofan í hann. Á tólfta tímanum fyrir gjaldþrotið höfðu ríkisstarfsmenn á fullum launum hjá dönskum skattgreiðendum yfirfarið og blástimplað vélar bankans með ísköldu mati sínu og dælt var tæplega einum miljarði danskra króna ofaní bankann. Allir þeir peningar eru nú týndir og danskur almenningur er æfur yfir að sitja eftir með 7 miljarða danskra krónu reikning sem átti ekki að geta orðið til; en er það samt.
 
Fleiri bankagjaldþrot eru á leiðinni aðvarar danska fjármálaeftirlitið um. Og hvað varðar skjaldborgir Evrópusambandsins í heild, þá vænta margir að þetta sé aðeins byrjunin á því sem koma skal þar. Bankar ESB eru hratt að rotna að innan og þá mun auðvitað ganga svo afskaplega vel að selja allar brynvarðar eignir heimsins besta Landsbanka Íslands erlendis, ekki satt? Enginn, ég endurtek, enginn átti von á gjaldþroti Amagerbankans. Ískaldar hagsmunamats-eignir hans áttu að vera svo góðar.  

Þetta hlýtur að vekja áhuga hér heima á Íslandi því hér ætla menn að dæla svona eins og til og frá nokkrum fjárlögum íslenska ríkisins ofaní sérhannaða salerni það sem íslenskir fjárglæframenn smíðuðu handa íslenskum stjórnmálamönnum. Handa stórmennum á borð við formann Sjálfstæðisflokksins sem nú hefur, og auðvitað fyrir hönd almennings, gefið sig fram sem kamarjómfrú fyrir útrásarmenn. Loksins hafa þessir menn lært að ræna almenning eins og á að gera það.
 
Gaman er að minnast þess nú að Útflutningsráð íslenska ríkisins pissaði á sínum tíma daglega í buxurnar vegna minni máttar en þess mikils máttar sem bjó til útrásarbankahrunið, Icesave og öll gjaldþrotin. 

Heimtað er meira eftirlit í Danmörku. En með hverjum? Með stjórnmálamönnum? Nei væni minn. Með þeim sem taka á móti öllum peningunum úr höndum stjórnmálamanna. Danski seðlabankinn heimtar líka að fá eftirlitið með fjármálageiranum aftur. Asnar. 

Frá ársbyrjun 2007 hefur fjórði hver danskur banki farið í þrot. Írar íhuga nú bæði íslenska og danska gjaldþrotamódelið og í báðum löndum heimta seðlabankarnir að fá eftirlitshlutverkið með fjármálageiranum aftur á sínar hendur.
 
Danmörk er í Evrópusambandinu og tveim af þremur fösum myntbandalags þess. Nú er biðröð við handvaskinn skrifar Børsen
 
Fyrri færsla
 

Bloggfærslur 8. febrúar 2011

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband