Leita í fréttum mbl.is

Iceasave málið er ekki leikur

Halda sumir í raun og veru að Iceasave málið sé eins konar fótboltaleikur sem hægt er að nota sér til pólitísks framdráttar? Icesave III. Sterkur leikur Bjarna skrifar Egill Jóhannsson og skrif hans sem og nokkurra annarra undra mig mikið.

Mig langar að benda á að hér er ekki um leik að ræða. Þetta er ekki hinn venjulegi stjórnmálaleikur narrhusa.   

Að taka 10-50% af landsframleiðslunni og sturta henni niður í klósettið er ekki leikur. Það fæst nákvæmlega ekkert fyrir þessa peninga og því mun tapið á þessum glataða hluta landsframleiðslunnar þýða svipað óþolandi högg fyrir þjóðarbú og þjóðríki okkar og ríkisábyrgðar lántökur brennuvarga fyrir bensíni myndu gera. Að borga fyrir að láta brenna sig niður. Það er það sem Icesave stendur fyrir.
 
Að formaður Sjálfstæðisflokksins krefjist þess að  almenningur taki á sig tapið frá fjárhættuspili fremstu glæframanna landsins er svo ósvífið að mig skortir orð. Og þar að auki leggst hann sjálfviljugur og ótilneyddur undir brennuvagninn og sleikir stígvél ökumannanna Steingríms J. Sigfússonar, Jóhönnu Sigurðardóttur og Össurar Skarphéðinssonar. 

Það getur vel verið að sumir líti á þetta sem leik. En fyrir hinn almenna borgara sem þarf að sætta sig við að ríkisfjármunir margfalt stærri en þeir sem veittir eru í ALLT heilbrigðiskerfið á Íslandi, skuli bara svona allt í einu og sí svona vera tiltækir til pólitískra bleyjukaupa fáráðlinga og sem ekki munu bjarga neinu, er mér algerlega óskiljanlegt. Þetta er fullkomlega súrrealistískt. 
 
Þess utan lætur formaðurinn xD sér detta í hug að óútfylltur víxill með undirskrift íslenskra skattgreiðenda muni stuðla að einhverju góðu fyrir samfélagið í heild. Þessi maður er hættulegur.
 
Hvað hefur íslenskur almenningur gert til að eiga svona vesalinga á opinberri framfærslu skilið?
 
Fyrri færsla
 
 

Bloggfærslur 5. febrúar 2011

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband