Leita í fréttum mbl.is

Deiliskipulag Bjarna Benediktssonar

Kæri Bjarni. Af hverju sagðir þú þetta ekki strax. Af hverju sagðir þú ekki strax að þú vildir ekki borga skuldir fjárglæframanna af því að þér fyndist upphæðin of há? Af hverju sagðir þú ekki eins og var frá byrjun? 

Þeir sem framleiða og búa til kröfur á hendur okkur íslenskum skattgreiðendum vita þá framvegis hvernig þeir eiga að haga innheimtuaðferðum sínum. Fyrst koma þeir til þín með falskan reikning sem þér ofbýður. Ekki vegna þess að hann er fabirkeraður heldur vegna þess hversu hár hann er. Þú skellir hurðum en opnar svo stærri og stærri gátt því oftar sem þeir koma. Á endanum gefstu upp og borgar hvaða kröfur sem er - og innheimtir síðar peningana fyrir þessu pólitíska hugleysi þínu hjá ömmum, öfum og börnum. 

Eru einhverjir fleiri reikningar Bjarni minn sem eru á leiðinni til okkar á Íslandi? Hvað næst? Hvað þegar það mun sýna sig að eignasafn útrásarmanna reynist eins lélegt og jafnvel enn lélegra en þeir sem bjuggu það til? Hvað ef? Hvað ef allt fer á versta veg alls staðar? Finnst þér gaman að spila fjárhættuspil með þjóðina?
 
Dómstólar fjalla um réttmæti fjárskuldbindinga. Og þeim er hnekkt ef þær eru vafasamar. Slíkt gerist. Það er ekkert hollara að hafa greitt of lítið bara vegna þess að maður hræðist bæði rétt og rangt. Best er að rétt sé rétt. Efinn drepur, hægt en örugglega, með sífelldu narti sínu í þjóðarsálina áratugum saman. 

Ef til væri innheimtustofnun stjórnmála þá værir þú gjaldþrota núna og sætir í pólitísku skuldafangelsi með Steingrími J. og Jóhönnu S. Þið gætuð átt góðar stundir saman.

Borgari og hagsmunagæslumaður Breta - lífvörður ríkisstjórnarinnar

Sjálfskuldaviðurkenning er alltaf bindandi, nema að um sturlað geðveikt fólk sé að ræða. Framkvæmd hugtaksins yrði dregin áfram á bökum kjósenda núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hyggst uppfylla Icesave pöntunarseðil bresku krúnunnar með atvinnuuppbyggingu landsmanna. Sjálfur mun hann ríða á bökum þjóðarinnar og greiða sér fyrstur. Hagsmunir Breta verða þó ekki geymdir á Þjóðminjasafninu hjá öðrum munum safnsins. Hagsmunamatur formannsins fæst hins vegar í sjoppum um allt land.

Út-mánuðir renna upp. 

Verst er að ég get ekki sagt mig úr flokknum því ég er ekki í honum af einmitt þeirri ástæðu að mig grunaði hvað vantaði í bakpoka forystunnar; Sjálfstæðið, staðfestuna, hugsjónir og þor.  

Eignir Sjálfstæðisflokksins eru að rýrna hratt í höndum forystusmjörlíkis þess sem þar situr nú sem bráðnuð klessa og drekkur afganginn af Þorgerði Þaulsætu úr reiðiskálum grasrótarinnar.

Vesalingar! Ekkert minna.


Bloggfærslur 3. febrúar 2011

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband